Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1907, Page 47

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1907, Page 47
Samtíningur. I. Er kaupfjelagsskapur vor úrelt stofnun? Pví verður ekki neitað, að almennur áhugi manna á kaupfjelagsmálum og fylgi þeirra við kaupfjelagslegar hugmyndir hefur nokkuð breyzt, og víða hvar minnkað að mun, nú á síðari thnum. Hverju er þar um að kenna? Jeg fjekk, fyrir stuttu, svar frá einum kaupfjelagsmanni upp á það, hvers vegna fyigið og tryggðin minnkar. Hann var að fara í kaupstaðinn, með einn hest í taumi, klyfjaðan rjúpum, og vissi jeg, að hann ætiaði að selja kaupmönnum vöru sína, en taka aptur ýmislegt til heim- ilisþarfa. Ljet jeg í ljós undrun mína á því, að fjelaginn skyldi ekki láta rjúpurnar í kaupfjelagið og taka þar á móti vandaðri og ódýrari vöru, heldur en kostur værí á þar á eyrinni; það liti helzt út fyrir að menn væru farnir að gleyma kaupfjelaginu og þeirri reynslu, að fjelagsvið- skiptin yrðu hollust, að öllu samanlögðu, ef menn hefðu þar stöðugt öll sín verzlunarviðskipti. Hann kvað mig hafa satt að mæla, menn gleymdu kaupfjelaginu, en það kæmi til af því, að menn álitu kaupfjelagsskapinn úrelta stofnun. Svo skildum við í það skiptið. Með næsta rjúpna- hestinn fór þessi fjelagi til kaupfjelags síns, enda er hann fjelagslyndur og tryggur, í raun rjettri. Er nú eptir að vita, hvernig þessar tvær ferðir bera sig í samanburði þeim, sem jeg býst við að maðurinn gjöri. En það er mjer ekki mikið áhyggjuefni. Um hitt hef jeg hugsað meira, er hann sagði, að kaupfjelagsskapur vor væri úr- elt stofnun, því jeg hef orðið þess áskynja, að þetta er

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.