Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1907, Blaðsíða 48

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1907, Blaðsíða 48
48 skoðun mjög svo margra fjelagsmanna. Og þegar svo er komið, að menn fylgjast með í framsóknarmáli ýmist af vanafestu, vináttu eða venzlasamböndum, eða þá fyrir það þrekleysi, sem eigi vill brjóta bág við einhvern ein- stakan mann, eða eitthvað annað; þegar menn hafa tap- að trúnni á þýðingu málefnisins, markmiði þess, fram- sóknarafli og grundvallarskipulagi, þá er engin furða, þó fjelagsfylkingunni verði sein og ervið gangan upp eptir framsóknarbrekkunni. Jeg hef nú verið að leita eptir því, að hverju leyti kaupfjelagsskapurinn væri talinn úrelt stofnun, og gizkað þar á ýmislegt, sem of langt yrði upp að telja og sund- ur að rekja, að þessu sinni. En mjer finnst líklegt, að einhverjir af mörgum verði fúsir á að koma fram með sínar ástæður fyrir því, hjer í tímaritinu, að telja kaup- fjelagsskap vorn ótímabæran nú orðið. Ef það er gjört, verður tækifæri til að ræða málið ýtarlega á báðar hlið- ar, og það getur svo aptur stuðlað til þess, að hrinda því í rjett horf, sem reynist að stefna í öfuga átt. Þetta, og þvf um líkt, ætti að vera eitt af helztu hlutverkum tímaritsins. Tilgang kaupfjelaganna má sjá af lögum þeirra. Eins og það hefur ekki verið sýnt fram á það enn þá, að sá tilgangur sje rangur eða óhollur til þjóðlegra framfara, eins víst er hitt, að fjelögin eiga nokkuð langt í land rneð það, að ná tilganginum að fullu og öllu, þó tals- vert hafi miðað í áttina. Meðan svo er, getur mjer ekki skilizt, að kaupfjelögin sjeu úrelt, nje frumlagshugmyndir þeirra ótímabærar. Hitt er annað mál, að ýmisleg fyrir- komulagsatriði, deyfð, skortur á góðri forstöðu, og margt fleira getur skemmt árangurinn af starfinu og tafið fyrir þroska fjelaganna, en þetta getur hæglega komið fyrir, þó aðalgrundvöllurinn sje góður og fjelagskjarninn heil- brigður í sjálfu sjer. Sje hjer vissulega eitthvað bogið eða úrelt á yfirborði fjelagsskaparins er það á valdi fje- lagsmanna sjálfra að laga allt þesskonar í hendi sjer, þar sem alstaðar mun vera lýðveldisskipulag í lögum fjelaganna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.