Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1907, Page 52

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1907, Page 52
52 hjá einstaklingunum, innan takmarka hinna smærri og einstöku fjelaga, eins er hætt við því, þegar hin einstöku fjelög ganga í bandalag, .að þá komi hið sama fram, þá vilji hvert fjelag fara sína götu, stjórnin verði veik og lingerð, og svo verði lítið úr öllu, sem átti að vinna og framkvæma. Þegar nú litið er á hina litlu reynslu, sem fengin er í Sambandskaupfjelagi Þingeyinga, í sambandi við það, 'sem hjer er sagt, og litið á ráðagjörðir fjelágsins, og framkvæmdir, þá sýnist bóla þar nokkuð á þroskaskorti og sundrungaranda. Til þess að sýna að svo sje, skal bent á eitt dæmi. Hin sjerstöku lög fjelagsdeildanna gjöra ráð fyrir því, að fjelagsverzlunin sje rekin »með eigin erindsrekum«, og á<-um saman hefur þetta atriði staðið á dagskrá hjá fjelögunum, að minnsta kosti hjá Kaupfjelagi þingeyinga. A síðasta aðalfundi sambandskaupfjelagsins var ráðgjört að láta nú hjer að skör skríða, og sambandskaupfjelagið hefði einn sameiginlegan erindsreka í Danmörku, er annaðist viðskiptin á Norðurlöndum. Þegar svo til fram- kvæmdanna kemur verður enn ekkert úr þessu, sem allt af hefur verið talið svo nauðsýnlegt. Hver fjelagsdeild gjörir einhverjar káktilraunir, út af fyrir sig, í þessa átt; sundrungarandinn kemur fram í Ijósmálið, en samvinnan lendir í skugganum. Petta er ekkert sjerkennilegt fyrir sambandsfjelagið, en dæmið er tekið þaðan af því það liggur svo nærri, og af því að líklegt er, að sundrungar- andinn verði ekki lengi að eyðileggja hinar veiku stoðir þessa nýja fjelagsskapar, sje hann látinn óátalinn með öllu, og lofað að veifa lausu skotti. f*rátt fyrir þetta dæmi, og ýmsar óframkvæmdar ráða- gjörðir sambandsfjelagsins, er þó eigi ástæða til að ör- vænta þess, að verkleg samvinna geti komizt á og orðið til mikilla nytja i mörgu tilliti; en þá má ekki vanrækja það, að stofnsetja sterka og áhugaríka sambandsstjórn, og um fram allt, gjöra sundrungarandann fjelagsrækan. Með þessu, sem hjer hefur sagt verið, er því alls ekki

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.