Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1907, Qupperneq 54
54
að fjöldi manns tekur þátt í þessum fjelagsskap, og fje-
lögin eflast og útbreiðast allt af meir og meir.
Til fróðleiks og uppörvunar vill tímaritið, við og við,
flytja frjettir af útlendum kaupfjelögum og sambands-
fjelögum.
* *
♦
1. Stærsta sjerstakt kaupfjelag í heimi er í borginni
Leeds á Englandi. Arið 1Q05 var umsetning fjelagsins
fullar 28 milj. kr. Hreinn ágóði varð um 1800 þús. kr.
í menningarsjóð voru lagðar 14 þús. kr. í fjelaginu er
lögð mikil áherzla á það að efla upplýsing og menntun
fjelagsmanna. Fyrirlestrar eru haldnir og kennsla veitt í
ýmsum greinum. Fjelagið á bókasöfn og lestrarsali; það
gengst fyrir skemmtisamkomum, samsöng og fleiru þess
konar. Tala fjelagsmanna er um 50,000. Allir viðurkenna
að fjelagið hafi verið borginni til mestu heilla, þó marg-
ir spáðu hinu gagnstæða, þegar fjelagið var að myndast
í fyrstunni.
2. Umsetning sambandsfjelagsins á Svisslandi var, síð-
ast liðið ár, fullar 9 milj. franka og er það 19% 'meira
en árið 1904.
3. Ungverska sambandsfjelagið hafði 5% milj. kr. um-
setning, síðast liðið ár (1905). Fjelögum í sambandinu
hafði fjölgað um rúman fimtung.
4. / Svíþjóð eru mörg samvinnufjelög. Kaupfjelög eru
þar um 600, og að auki mörg önnur samvinnufjelög.
Það er áætlað að umsetning þessara fjelaga sje árlega
um 40 milj. kr. og fjelagsmenn um 100,000. Fyrir sjö
árum síðan var þar stofnað sambandsfjelag. Það var
kraptlítið, fyrstu fimm árin, en hefur stækkað álitlega
síðan; eru nú 140 fjelög í sambandinu og tala fjelags-
manna um 27 þús.
Tala enskra samvinnufjelagsmanna var, árið 1905, rúm-
lega 2]/4 miljj. og hafði fjelagsmönnum fjölgað það ár um
50þús. Umsetningsambandsfjelagsins varhið nefnda ár 1719
milj. kr. og árságóðinn varð um 191 milj. kr.
S.J.