Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1907, Side 55

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1907, Side 55
55 IV. Kaupfjelagsafmæli. Hinn 24. Júní 1905 hjelt kaupfjelagið »Frörup« á Fjóni 25 ára afmæli sitt í húsi fjelagsins. Allir fyrstu forstöðu- menn fjelagsins voru mættir nema einn, sem dáinn var. Menn skemmtu sjer á samkomunni við söng og ræðu- höld. Efni til borðhalds fluttu menn heiman að. Aðal- ræðumaðurinn, Fr. Voigt, hjelt ágætan fyrirlestur um kaupfjelagshreyfinguna, allt frá kaupfjelagi hinna 28 vef- ara í Rochdale á Englandi, til þessa tíma, þegar hreyf- ingin er búin að festa rætur um allan hinn menntaða heim. Ræðumaður brýndi það loks fyrir fjelagsmönnum að hafa duglega og áhugaríka menn í fjelagsstjórninni, og reyna að halda í þá meðan þeir stunduðu störf sín með fullri alúð, svo fjelagið gæti notið góðs af þekking þeirri, er þeir hafa aflað sjer. Kaupfjelag þetta var stofnað árið 1881. Fyrsta árið voru tekjur fjelagsins.............kr. 9,914.25 Gjöldin voru....................................» 9,476.11 Tekjuafgangur varð.............................kr. 438.14 Fjelagsmönnum var borgað út 6 °/o. Pá var skuld fjelags- ins kr. 2500.00 í hluteignum og fyrir lántöku kr. 500.00, samtals kr. 3,000.00. Eptir síðasta reikningi fjelagsins, 22. Marz 1906, voru allar árstekjur fjelagsins kr. 42,862.84. Útgjöld fjelagsins sama ár voru kr. 38,028.07. Fjelagsmönnum var úthlutað í ágóða 12 o/o, eður kr. 4,290.72. Arið 1899 var byggt hús handa fjelaginu, það kostaði kr. 8,307.65. Pá var varasjóður fjelagsins orðinn kr. 2,026.88 og varði fjelagið honum upp í byggingarkostnaðinn, en tók afborgunarlán að öðru leyti. Nú er hússkuldin kr. 2,500.00. Kaupfjelagið á nú: Húsið með áhöldum virt á...................kr. 9,567.65 Vöruforða með innkaupsverði................» 5,355.71 Flyt . . . kr. 14,923.36

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.