Fréttablaðið - 27.08.2009, Side 25
!
"#$%
&'( )* +
,-%,.,/,-%,.,0&
Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473
HÁRSPANGIR eru það heitasta í dag, vilja tísku-
spekúlantar meina. Ástæðan er sú að Victoria Beckham
skrýðist fjölbreyttum hárspöngum þessa dagana og hún
veit, jú, sínu viti um strauma og stefnur.
„Ég er í kjól sem ég og mamma
hönnuðum en hún saumaði. Þetta er
útskriftarkjóllinn minn,“ segir Íris
Hrannardóttir, sem útskrifaðist úr
Verzlunarskóla Íslands í vor og hóf
fyrir stuttu nám við hönnunardeild
í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti.
„Kjóllinn getur bæði verið ein-
faldur og fínn,“ segir Íris og bætir
við að þær mæðgur hafi haft það
að leiðarljósi að hann nýttist oftar
en við útskriftina. „Við keyptum
efni sem má þvo og lítur út eins
og hrá silki en er það ekki. Ég vildi
gera eitthvað sem ég gæti notað
aftur,“ útskýrir Íris sem þó hefur
ekki notað hann oft því hún hefur
eytt sumrinu í Flatey hjá ömmu
sinni og afa.
Íris segist hafa mikinn áhuga
á tísku og að þess vegna hafi hún
ákveðið að fara í hönnunarnám
eftir stúdentspróf. „Mig hefur alltaf
langað að læra eitthvað hönnunar-
tengt. Mér líst mjög vel á þetta, það
er þessa tvo tíma sem ég er búin að
fara í,“ segir Íris brosandi. „Mér
finnst svo gaman að sauma og búa
eitthvað til.“
Tískuáhuginn birtist snemma
hjá Írisi. „Ég valdi til dæmis á mig
fötin sjálf frá því að ég var um
tveggja ára. Ég tók tímabil þar sem
ég gekk um með pils á hausnum og
önnur þar sem ég var alltaf í kjól-
um,“ upplýsir Íris og heldur áfram:
„Mamma hætti að klæða mig þegar
ég var fimm ára. Hún var hætt að
þora að kaupa á mig föt nema ég
veldi þau.“
Aðspurð segir Íris áhugann á
tísku hafa þróast. „Núna skoða ég
mikið af tískublöðum og hugsa um
tísku. Ég velti því til dæmis fyrir
mér hvar eitthvað byrjaði eins og
hjá hvaða hönnuðum,“ segir Íris.
Hvernig lýsirðu stíl þínum? „Ég
myndi segja að hann væri kven-
legur. Ég er mikið í peysum, kjól-
um og pilsum og er eiginlega allt-
af í háum hælum. Mér finnst mjög
gaman að vera í lituðum sokkabux-
um sem lífga upp á. Svo er ég skó-
fíkill,“ fullyrðir Íris sem veit ekki
nákvæmlega hversu margir skór
leynast í fataskápnum.
martaf@frettabladid.is
Gekk með pils á haus
Íris Hrannardóttir hefur lengi haft áhuga á tísku og ákvað í vor að fara að læra hönnun eftir stúdents-
prófið. Um tveggja ára aldur var hún farin að velja fötin sín sjálf og í dag gengur hún í kvenlegum fötum.
Írisi finnst gaman að fara í litríka sokka eða sokkabuxur til að lífga upp á. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR