Fréttablaðið - 27.08.2009, Page 29
FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2009 3gallabuxur ● fréttablaðið ●
Royce skinny Wmn
Stærðir: 24-33
Þvottar: 4 litir í boði
Snið: Klassískt
G-star snið,
niðurþröngar.
Dömusnið
Arc loose Tapered
Wmn
Stærðir: 24-33
Þvottar: einn litur
í boði
Snið: 3D “effect”
snið, laust að
ofanverðu en örlítið
niðurþröngar.
Dömusnið
Blade pant slim
Stærðir: 27-36
Þvottar: tveir litir
í boði
Snið: Niðurþröngar,
lág íseta, þröngt
snið.
Herrasnið
Men Jack pant.
Stærðir: 28-36
Þvottar: þrír litir
í boði
Snið: Straight
fit, milli há íseta,
þrengjast aðeins
niður við hné.
Herrasnið
KYNNING
G-Star hefur náð mikilli
útbreiðslu á undanförnum
árum og eru nú í kringum
160 slíkar verslanir víðs vegar
um heiminn.
Tískuvöruframleiðandinn G-
Star, sem upphaflega fékkst
eingöngu við gallabuxna-
framleiðslu, stendur á tíma-
mótum en fyrir tækið var stofn-
að í Hollandi árið 1989 og er því
tuttugu ára á árinu. Í dag býður
framleiðandinn upp á heild-
stæða fatalínu fyrir konur jafnt
sem karla.
„Til að byrja með voru G-
Star-vörurnar inni í öðrum
verslunum en fyrir tæpum sjö
árum síðan ákváðu framleiðend-
urnir að opna eigin verslanir og
hafa þær náð mikilli útbreiðslu,“
segir Þorvaldur Skúlason fram-
kvæmdastjóri G-Star á Lauga-
vegi sem var opnuð árið 2006.
„Ég hugsa að það séu í kring-
um 160 G-Star-verslanir um
allan heim, þar á meðal í New
York, London, Ósló, Stokkhólmi,
Kaupmannhöfn, Tókýó og Hong
Kong.
Í G-Star er að sögn Þorvaldar
að finna vandaðan fatnað. „Við
státum af breiðu vöru úrvali og
erum með tæplega 50 mismun-
andi gallabuxnasnið fyrir konur
og karla sem eru allt frá því að
vera þröng og yfir í útvíð. Þá
erum við með peysur, yfirhafn-
ir, skyrtur, boli, sokka og nær-
föt á dömur og herra auk þess
sem við eigum von á skólínu
eftir áramót.“
Þorvaldur segir nokkuð
vandasamt að nefna helstu
áherslur í vetur enda sé margt
í gangi. „Ég bendi fólki alltaf á
að velja þau föt sem klæðir það
best en ef ég ætti að nefna eitt-
hvað þá hefur fjólublái liturinn
verið nokkuð heitur auk þess
sem ljósari gallabuxur eru
að koma inn. Þessar dökku
standa þó ávallt fyrir sínu en
G-Star ruddi einmitt brautina
með svarbláar gallabuxur sem
hafa átt miklum vinsældum að
fagna en upp á ensku heita þær
ýmist Crushed Black eða Crus-
hed Blue. Þá erum við með síðar
jakkapeysur á karla og Arc
Loose-gallabuxur á konur sem
eru lausar en samt niðurmjóar
en að auki hafa beinu sniðin
vera að sækja á.“
Að sögn Þorvaldar hefur
óhagstætt gengi krónunnar leitt
til þess að fötin hafa hækkað í
verði en þó sé verðið hagstæð-
ara hér heima en til að mynda
í New York, Kaupmannahöfn
og London. „Viðskipti við er-
lenda ferðamenn hafa því auk-
ist en auk þess höfum við reynt
að fara skynsamlega í þetta
og draga úr álagningu eins og
kostur er.“
Allt frá niðurmjóu yfir í
útvítt og ljósu í dökkt
Þorvaldur segir margt í gangi í tískunni. Hann ráðleggur fólki umfram allt að velja gallabuxur og önnur föt sem fara því
vel. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Gallabuxur, þessar klassísku
bláu, náðu heimsvinsældum í síð-
ari heimsstyrjöldinni. Árið 1942 er
þeirra fyrst getið í íslenskum dag-
blöðum en þann 13. ágúst það sama
ár auglýsir Indriðabúð, sem þá var
að Þingholtsstræti 15, gallabuxur
á börn á átta krónur og fimmtíu
aura.
Fyrstu árin voru gallabuxur
mikið keyptar á börn en á sjötta
áratugnum stórjukust vinsældir
þeirra hérlendis og þá fyrst og
fremst meðal karlmanna. Þó feng-
ust einnig gallabuxur á konur og
til að mynda auglýsti Varðan á
Laugavegi gallabuxur á konur til
sölu árið 1956 og gallabuxur „með
smekk“ á stelpur en smekkbuxur
úr gallaefni nutu mikilla vinsælda
á þessum árum. - jma
Gallabuxur náðu fyrst vinsældum
sem barnafatnaður á Íslandi.
Náðu vinsældum í seinna stríði
LJ
Ó
SM
YN
D
A
SA
FN
R
EY
KJ
AV
ÍK
U
R/
36
5