Fréttablaðið - 27.08.2009, Qupperneq 32
27. ÁGÚST 2009 FIMMTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● jazz
Norski trompetleikarinn Arve
Henriksen leikur meginhlut-
verk í elektrónískum djassi
samtímans og hefur fengið frá-
bæra dóma fyrir plötur sínar.
Hann spilar ásamt elektróníkn-
um Jan Bang og söngkonunni
Anna Maria Friman á Nasa
næsta laugardagskvöld. Arve
sagði blaðamanni frá því sem
veitir honum innblástur.
„Það er langt síðan ég hóf leitina að
nýjum hljóðum og japönsk tónlist
heillaði mig. Shakuhachi-bambus-
flautan fannst mér hljóma æðis-
lega. Mér datt í hug hvort ég gæti
umbreytt trompetinu og hljóðum
þess í eitthvað annað. Ég hlusta
líka á mikið af þjóðlaga tónlist frá
öllum heimshornum, raddavinnu
og fleira, þannig að það er ekki
bara japönsk tónlist sem veitir
mér innblástur, heldur alls konar
hljóð að ógleymdri norskri þjóð-
lagatónlist.“
Hverju blæs djass fólki í brjóst
á annan hátt en aðrar tónlistar-
stefnur? „Kjarninn í djassi er
þetta að spinna og það sem kemur
af hvatvísi meðan maður spilar,
það er mikið pláss fyrir þinn eigin
stíl, þínar eigin hugmyndir og að-
ferðir við að gera tónlist. Í klass-
ískri tónlist er nær allt skrifað og
fullsamið. Ég held að vegna þess
að djasslistamenn lita tónlistina
eigin litum hreyfi hún öðruvísi
við þeim.“
Arve hefur áður spilað hér á
landi ásamt Hilmari Jenssyni og
Terje Isungset. „Ég ætla mér að
vera í Reykjavík í nokkra daga
eftir tónleikana og vonandi getum
við heimsótt nokkra staði í kring-
um borgina. Eftir það fer ég á
tónleikaferðalag með Christian
Wallumrød, norskum píanó leikara.
Í október er ég svo að fara á túr
um Asíu. Vonandi get ég unnið
meira með Hilmari Jenssyni og
Skúla Sverrissyni í framtíðinni.
Þeir gerðu plötu fyrir nokkrum
árum sem ég hlustaði mjög mikið á
og það væri frábært að vinna með
þeim. Svo hefur Sunna Gunnlaugs-
dóttir verið í sambandi við mig og
vill vinna með mér. Það er svo
mikið af góðri tónlist sem kemur
frá Íslandi, ég er forvitinn að sjá
hvernig tónlistin, landslagið og
fólkið tengist. Allir þekkja Björk
og Sigur Rós, frábæra listamenn
sem hafa verið mér innblástur
í mörg ár. Í gamla daga var það
Mezzoforte sem var okkur algjör
innspýting þegar við vorum 16,
17 ára. Þannig að koma mín til Ís-
lands á sér langan aðdraganda og
ég hlakka mikið til að koma.“
Jóel Pálsson, Narodna Muzika
og Jagúar taka við af Arve og fé-
lögum á Nasa og er viðburðurinn
því nokkuð sem enginn ætti að láta
fram hjá sér fara. - kbs
Fékk innblástur frá Björk,
Sigur Rós og Mezzoforte
Arve Henriksen leitar að innblæstri og samstarfsaðilum á Reykjavík Jazzhátíð.
MYND/JOHANNA L DIEHL
Tólf nemendur sem stunda nám í
hljóðtækni við Tækniskólann hafa
tekið upp alla tónleika Jazzhátíðar.
„Við hjá Tækniskólanum og Sýr-
landi vorum fengin til að taka upp
alla Jazzhátíð, eins og hún leggur
sig,“ segir Ívar Baldvin Júlíusson,
nemandi í hljóðtækni. „Þetta nýt-
ist sem verkefni fyrir okkur í nám-
inu.“
Ívar segir að einn til tveir nem-
endur hafi verið sendir á hverja
tónleika. „Við skipuleggjum okkur
vel, förum út með græjur, tökum
upp og hljóðblöndum svo og gerum
hæft til útgáfu,“ útskýrir Ívar.
Aðspurður segir Ívar upptök-
urnar hafa gengið mjög vel. „Ein-
hver smá vandamál hafa verið
inni á milli en ekkert sem ekki er
hægt að laga. Við lærum af reynsl-
unni,“ segir Ívar og heldur áfram:
„Þetta er eldskírn og þær upptök-
ur sem ég hef heyrt hafa hljómað
mjög vel.“
Ívar segir hópinn aldrei hafa
tekið upp jafn viðamikið verkefni
þó fyrr í sumar hafi þau unnið
við tónleikaröð í Skálholti. „Það
var ekki nærri jafn stórt og þetta.
Jazzhátíð stendur í tuttugu daga
með tvennum til þrennum tónleik-
um á dag og á Menningarnótt voru
10 tónleikar sama daginn.“
Sveinn Kjartansson, yfirmað-
ur tæknimála hjá Sýrlandi, segir
vinnu við Jazzhátíð frábæra
reynslu fyrir nemendurna. „Þó
er ekki alveg ljóst hvað gert verð-
ur við upptökurnar en þær verða
varðveittar.“ -mmf
Öll hátíðin tekin upp
Ívar Baldvin segir að verkefnið sé sem eldskírn. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Djass í Norræna húsinu
„Þetta eru útgáfutónleikar í til-
efni útkomu plötunnar Mæri,“
segir Árni Heiðar Karlsson píanó-
leikari um tónleika sem hann
heldur á morgun klukkan átta í
Norræna húsinu. „Með mér spila
Matthías Hemstock trommuleik-
ari og Gunnar Hrafnsson bassa-
leikari.“
Árni Heiðar segir lögin öll
frumsamin. „Á diskinum eru átta
lög sem öll eru samin á síðustu
tveimur árum,“ segir Árni Heið-
ar sem kynnir plötuna á tónleik-
unum. „Ég segi frá tilurð laganna
og spila tónleikaútgáfur af þeim.
Það er allt öðruvísi að heyra þau
á tónleikunum því við „impróvi-
serum“ mikið þegar við spilum
saman.“
Á tónleikunum mun einnig
koma fram austurríska tríóið hdv
sem er á tónleikaferðalagi um
heiminn. Hin alþjóðlega djass-
keppni „Nýja kynslóðin 06“, sem
þeir unnu, kom þeim á alþjóða-
kortið. - mmf
Árni Heiðar kemur fram á tónleikum í
Norræna húsinu á morgun.
?
KL 20 - ARVE HENRIKSEN, JAN BANG
OG ANNA MARIA FRIMAN
KL 22 - JÓEL PÁLSSON - VARP
NARODNA MUZIKA - BALKAN PARTY,
JAGÚAR - TAUMLAUST STU
NASA Laugardag 29. agúst / Húsi opnar kl 19.30
Forsala hafin á midi.is
2500 kr fyrir allan pakkann - 1500 kr frá kl. 22
reykjavikjazz.is