Fréttablaðið - 27.08.2009, Side 35

Fréttablaðið - 27.08.2009, Side 35
FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST 2009 5gallabuxur ● fréttablaðið ● G-star Blade pant slim stærðir: 29–36 Þvottar: Bláar Snið: Slim fit, frekar lág íseta, þröngar niður. Herrasnið Diesel Darron 8SV Stærðir: 29-36 Þvottar: 5 litir í boði Snið: Comfort fit, meðal há íseta, þrengjast aðeins niður. Herrasnið Nudie Easy Emil Stærðir: 30-36 Þvottur: Blue fall Snið: Loose fit, víðar um læri, beint snið. Herrasnið Diesel Darron 88Z Stærðir: 29-36 Þvottar: 5 litir í boði Snið: Comfort fit, meðal há íseta, þrengjast aðeins niður. Herrasnið KYNNING Gallaefni eru vinsæl í herra- tískunni í dag að sögn Gunn- laugs Bjarka Snædal og er mikil vinna lögð í smáatriði gallabuxna. „Dökkar gallabuxur eru náttúr- lega enn þá mjög vinsælar, hvort sem þær eru dökkbláar eða svartar,“ segir Gunnlaugur Bjarki Snædal, rekstrarstjóri herradeildar NTC. „Þær standa alltaf fyrir sínu.“ Bjarki segir að nú sé meira að koma inn af þvottum og ljós- ari buxum. „Forsmekkurinn af því var í sumar þegar komu klóraðar og rifnar gallabuxur. Eins er lögð meiri vinna í smá- atriði gallabuxnanna, til dæmis frágang á vösum, tölum og saumum.“ Bjarki segir gallaefni vera að koma mjög sterkt inn. „Gallaefni er svo sem búið að vera mjög sterkt og svo er aldrei að vita nema við förum að sjá gömlu, góðu gallajakkana aftur uppi á borðinu,“ segir Bjarki og heldur áfram: „Íslenskir karlmenn eru trúir sínum galla buxum. Þegar þeir finna réttu buxurnar og rétta sniðið vilja þeir eiga nóg af þeim.“ Aðspurður segir Bjarki niður- mjóar buxur á undanhaldi þótt enn séu þær mjög vinsælar. „Núna eru að koma beinni buxur með meiri vídd heldur en í niður- mjóu gallabuxunum. Okkur á að líða vel,“ segir Bjarki og leggur áherslu á það að galla- buxur henti við hvaða tækifæri sem er. „Hvort sem fólk er að fara út að skemmta sér, í vinn- una eða skólann standa galla- buxur alltaf fyrir sínu. Úrvalið er þannig í dag að bæði er hægt er að finna buxur sem eru fínar og hversdagslegar,“ útskýr- ir Bjarki og bætir við að mjög mikilvægt sé að leita aðstoðar starfsfólks verslananna til að finna rétta sniðið. „Við erum með mjög mikið úrval af gallabuxum, bæði í Sautján, Retro, Deres og Urban,“ upplýsir Bjarki og telur upp merki á borð við Diesel, G- Star, Nudie, Levi‘s, Dr. Denim og Tiger. Bjarki segir að í dag höfði gallabuxur alls ekki til einhvers eins aldurshóps frek- ar en annars. „Úrvalið er það mikið í dag að allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Ef menn vilja vera sportlegir þá klæða þeir sig í gallabuxur.“ Meiri vinna lögð í smáatriði og frágang Bjarki (annar frá vinstri) segir úrval gallabuxna svo mikið í dag að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ● RIFNAR GALLABUXUR URÐU HÁ- TÍSKA Í byrjun 10. áratugarins urðu rifnar gallabuxur ekki aðeins uppreisnarklæðn- aður pönkara heldur fór „fína“ fólkið að rífa nýju gallabuxurnar sínar og ganga í þeim götóttum. Julia Roberts var þannig klædd í mörg ár til að mynda – í stórum víðum peysum, striga- skóm og rifnum gallabuxum. Hún þótti reyndar ganga í þeirri tísku helst til lengi og var valin verst klædda konan oftsinnis af tískugúrúm í Holly- wood. Rifnar gallabuxur voru gjarnan steinþvegnar – alveg ljósbláar sem sagt – en þær snjóþvegnu voru oftar heilar. Ljósbláar gallabuxur tilheyra fyrri hluta 10. ára- tugarins en hafa ekki átt upp á pallborð- ið síðustu árin þótt öðru hverju taki tísku- spekúlantar til við að hvetja fólk til að rífa buxurnar sínar. - jma Gallabuxur hafa veitt listamönn- um innblástur í gegnum árum. Þannig söng Elton John um „Blue- jean baby“. David Bowie tekur gallabuxur inn í lagið Jean Genie. Aðrir sem fjallað hafa um galla- buxur í dægurlagatextum sínum eru Junior Brown, Billy Ocean og Blur. - jma Sungið og ort um gallabuxur Blur er meðal þeirra hljómsveita sem sungið hafa um gallabuxur.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.