Fréttablaðið - 27.08.2009, Síða 36

Fréttablaðið - 27.08.2009, Síða 36
 27. ÁGÚST 2009 FIMMTUDAGUR6 ● fréttablaðið ● gallabuxur Lee Denver Stærðir: 30-38 Þvottar: einn litur Snið: Boot cut, há íseta, útvíðar. Herrasnið Lee Ranger Stærðir: 30-48 Þvottar: tveir litir í boði Snið: Regular fit, beint snið, há íseta. Herrasnið Wrangler Roxboro Stærðir: 30-44 Þvottar: einn litur í boði Snið: Loose fit, milli há íseta, víðar yfir læri, beinar niður. Herrasnið Wrangler Alaska Stærðir: 30-44 Þvottar: einn litur í boði Snið: Loose fit, há íseta, beinar niður. Herrasnið KYNNING Gallabuxur sækja stöðugt í sig veðrið í vinsældum og eru nú orðnar viðurkenndar sem almennur klæðnaður við flest tækifæri að sögn Péturs Ívarssonar í Hugo/ Boss í Kringlunni. Þó er ekki sama gallabuxur og galla- buxur. „Á þeim tíu árum sem þessi verslun hefur starfað hefur gallabuxnasala aukist gríðar- lega mikið almennt. Úrvalið hjá okkur endurspeglar það því við höfum aukið það mikið,“ segir Pétur. Hann tekur fram að notk- unin hafi líka breyst því galla- buxur þyki víðar viðeigandi en áður og menn kaupi sér mis- munandi gallabuxur til að nota við ólík tækifæri. En er þá ekki flókið að vita hvaða gallabuxur henta hvar? „Nei,“ segir Pétur brosandi. „Þetta er ósköp ein- falt. Aðalatriðið er að fólki líði vel í fötunum og sé öruggt með sjálft sig.“ Svo kemur hann með leiðbeiningar fyrir herrana. „Nú síðustu misseri hafa dekkri og þrengri gallabuxur þótt fínni en aðrar og menn nota þær með þröngum, fínum jökk- um. Meðan aðrar, aðeins víð- ari buxur, sem þó hefur verið nostrað við með ýmsum hætti, þykja sportlegri og eru notaðar við strigaskó og köflótta jakka. Svo er þetta persónubundið og sumir eru mjög vanafastir. Það er til dæmis hópur af fólki sem vill bara útvíðar buxur og hann hefur því miður haft úr litlu að moða undanfarin tvö ár. Þó er til gríðarlega mikið úrval því gallabuxnaheimurinn er rosa- lega stór og við erum alla jafna með buxur í tuttugu mismun- andi stílum en þessar útvíðu vantar.“ Inntur um eigin smekk kveðst Pétur nota þrengri gallabux- ur í vinnunni en í sumarfríinu og það sé gegnumgangandi hjá flestum. Þar sem Bossbúðin selur fínni fatnað líka eins og jakka- föt er Pétur spurður hvort galla- buxnatískan hafi haft mótandi áhrif á jakkafatalínurnar. „Já, að mörgu leyti. Við höfum ekki selt jakkafatabuxur með fell- ingum síðan 2000 og það sem þótti þröngt í jakkafötum fyrir tveimur árum teljast núna klass- ísk föt. Þetta helst í hendur. Þeir sem vilja þrengstu gallabuxurn- ar velja þrengstu jakkafatasnið- in. Meira að segja þeir sem vilja hafa buxurnar lausar eru farn- ir að taka aðeins þrengri buxur en áður.“ Verð gallabuxna er kapítuli útaf fyrir sig. Pétur hefur svör á reiðum höndum þegar hann er spurður af hverju þær séu svona dýrar. „Það er eins með gallabuxnaefni, saumaskap og aðrar tískuvörur. Þetta er bara mismunandi vara. Vefnaður- inn getur verið ólíkur og það eru alls konar smáatriði í snið- um og skreytingum. Eftir því sem meira er nostrað við hlut- inn verður hann dýrari.“ Flottar og viðeigandi við flest almenn tækifæri „Það er eins með gallabuxnaefni, saumaskap og aðrar tískuvörur. Þetta er bara mismunandi vara. Vefnaðurinn getur verið ólíkur og það eru alls konar smáatriði í sniðum og skreytingum,“ segir Pétur í Bossbúðinni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Hefur þér nokkru sinni virst sem bossinn á manneskjunni sem labbar fyrir framan þig blikki þig vinalega? William A. Jones upplifði þetta þegar hann fylgd- ist með konu á gangi á undan sér og fékk í kjölfarið hugmynd að nýjum gallabuxum sem kallast Winkers, samkvæmt metro.co.uk. Jones er fimm barna faðir og sjö barna afi og býr í Everett, Wash- ington. Til að athuga hvort að galla- buxur geti í raun blikkað nokk- urn prófaði hann að mála augu á gallabuxur dóttur sinnar og viti menn, augun blikkuðu til Willi- ams og þar með var viðskiptahug- mynd fædd. En Winkers eru ekki bara gallabuxur með augum sem blikka samferðamenn fólks held- ur hafa endur sem virðast kvaka, uglur sem blikka og letilegt ljón í frumskógi einnig prýtt afturenda viðskiptavina Jones. Hvert par er handmálað og eru engar tvennar buxur eins. Kannski myndu flest- ir telja það mesta kost buxnanna þann að eftir því sem fólk fitnar og fyllir betur upp í þær, því betur lítur hönnunin út. William A. Jones málar myndir aftan á gallabuxur. Þegur fólk gengur í þeim virðast augu blikka og endur kvaka á þann sem á eftir gengur. Bossi sem blikkar þig á göngu

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.