Fréttablaðið - 27.08.2009, Qupperneq 42
26 27. ágúst 2009 FIMMTUDAGUR
timamot@frettabladid.is
Menntaskólinn við Sund hóf fyrsta
starfsár sitt haustið 1969 undir heitinu
Menntaskólinn við Tjörnina. Var hann
fyrstu árin starfræktur í húsnæði Mið-
bæjarskólans við Fríkirkjuveg. Tæp-
lega 200 nemendur hófu nám við skól-
ann og voru orðnir á sjötta hundrað
tveimur árum síðar. Í dag eru nem-
endur tæplega átta hundruð talsins
en skólinn er í fyrrum húsnæði Voga-
skóla, þangað sem hann var fluttur al-
farið árið 1976. Ári síðar var skólanum
gefið núverandi nafn: Menntaskólinn
við Sund.
Már Vilhjálmsson, rektor Mennta-
skólans við Sund, segist ekki vongóð-
ur um að komast úr „bráðabirgðahús-
næðinu“ á afmælisárinu en húsnæði
Vogaskóla var alltaf hugsað sem slíkt.
„Við erum búin að bíða í fjörtíu ár eftir
að byggt verði fyrir skólann og það
hefði nú verið gaman að slíkt gerðist
á afmælisárinu,“ segir Már en slær á
létta strengi og segir að þess í stað ætli
skólinn að færa skólakerfinu gjöf.
„Við höfum frá árinu 2005 unnið að
endurskoðun á skólastarfinu og í vetur
munum við ljúka smíði á nýju kerfi sem
ætlað er að leysa af hólmi núverandi
bekkjarkerfi. Þá erum við að vinna að
nýrri skólanámskrá. Þetta er námsskrá
sem gengur út frá vinnuframlagi nem-
andans og hvaða hæfni hann á að búa
yfir í lok náms.“
Már segir að smíði nýja kerfisins
verði lokið um áramótin en hann kall-
ar nýja skólakerfið „lotubundið bekkj-
arkerfi“ og er ætlunin að kerfið verði
tekið í notkun næsta haust en í vetur
verður gerð tilraun með það hjá völd-
um hópi nemenda. „Við ætlum að halda
í það besta sem fyrir er í bekkjarkerf-
inu en um leið ná miklum sveigjan-
leika í skólastarfinu. Þannig stokkum
við upp brautir, sumar námsgreinar
verða kenndar yfir allt árið en aðrar
verða skipulagðar í styttri lotum. Kerf-
ið er þannig að nemendur verða áfram
í bekk með félögum sínum og sækja
með þeim ákveðnar námsgreinar og
fá þannig þann félagslega stuðning og
festu sem einkennir bekkjarkerfið. Í
öðrum greinum gefst nemendum kost-
ur á að laga stöðu sína og bæta sig þar
sem þeir eru veikir fyrir án þess að
missa tengslin við bekkinn.“
Hver lota stendur yfir í átta og hálfa
viku, þar sem fáar greinar verða tekn-
ar á fullum hraða. Námsmati lýkur í
lok lotu. Námið verður verkefnatengt
að miklu leyti. Már segir að áhersla
verði lögð á þrennt í lotukerfinu: Nátt-
úrulæsi, menningu og sögu og með því
að stórauka verkefnatengt nám verði
nemendum kennt að vinna í praktískum
lausnum.
„Með þessu nýja kerfi munum við
geta tekið á móti nemendum þar sem
þeir standa þegar þeir koma inn í skól-
ann en það getum við ekki gert í dag
þar sem allir fara í sama prógramm-
ið.“ Starfsfólk skólans hefur unnið að
því að smíða nýja kerfið vel og lengi en
sams konar fyrirkomulag þekkist ekki
hér á landi. En telur Már það rekstr-
arhagkvæmt? „Skólinn hefur verið
einn ódýrasti skólinn í rekstri hingað
til en við teljum að þetta kerfi sé enn
hagkvæmara,“ segir Már. Nýja kerf-
ið er ekki eina gjöf skólans í vetur því
bryddað verður upp á ýmsum óvæntum
uppákomum í vetur til að halda upp á
afmæli skólans. juliam@frettabladid.is
MENNTASKÓLINN VIÐ SUND: Á FJÖRUTÍU ÁRA AFMÆLI
Þróa lotubundið bekkjarkerfi
LE CORBUSIER (1887-1965)
LÉST ÞENNAN DAG.
„Rými, ljós og skipu-
lag. Þessir þrír hlutir eru
manninum ekki síður
mikilvægir en brauð og
rúm.“
Le Corbusier var svissnesk-
franskur arkitekt, hönnuð-
ur, rithöfundur og málari.
MERKISATBURÐIR
1914 Togarinn Skúli fógeti lend-
ir í árekstri við tundurdufl
og sekkur á Norðursjó.
1946 Einangrun Siglufjarðar er
rofin þegar fyrsti bíllinn
kemur þangað yfir Siglu-
fjarðarskarð.
1951 Listasafn Íslands opnar
sýningarsali í húsnæði
Þjóðminjasafnsins.
1975 Síðasta keisari Eþíópíu,
Haile Selassie, deyr.
1979 IRA myrðir Lord Louis
Mountbatten, frænda
Elísabetar Bretadrottning-
ar með því að koma fyrir
sprengju á sumarleyfisbát
hans.
1991 Moldóva fær sjálfstæði frá
Sovétríkjunum
2003 Jörðin er nær Mars en
nokkurn tímann síðustu
60.000 árin.
Á þessum degi árið 1994 fékk kvikmynd Frið-
riks Þórs Friðrikssonar, Bíódagar, norrænu kvik-
myndaverðlaunin Amanda fyrir bestu norrænu
kvikmyndina. Friðrik Þór veitti verðlaununum
sjálfur viðtöku í beinni sjónvarpsútsendingu frá
Hauganesi í Noregi.
Í umsögn dómnefndar segir að verðlaunin séu
veitt kvikmyndinni vegna þess hversu „aðgengi-
leg hún sé og að í henni sé að finna næma til-
finningu fyrir mannkærleika og ljóðrænu“.
Um verðlaunin kepptu fjórar aðrar myndir og
var þetta í 22. skiptið sem kvikmyndahátíðin var
haldin. Um tólf hundruð gestir sóttu hana. Hand-
ritshöfundar myndarinnar voru þeir Friðrik Þór og
Einar Már Guðmundsson en myndin var frum-
sýnd 30. júní sama ár.
ÞETTA GERÐIST: 27. ÁGÚST 1994
Bíódagar fær Amanda-verðlaunin
BÍÓDAGAR Í leikstjórn Friðriks Þórs
Friðrikssonar.
REKTOR SKÓLANS Már Vilhjálmsson segir að afmælisgjöf skólans sé smíði nýs nemendakerfis
sem sé bæði rekstrarlega hagkvæmt og styðji nemendur betur. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
Sigríðar Ingimundardóttur
Hornbrekku, Ólafsfirði.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu á
Hornbrekku.
Gíslína Helgadóttir Ingimar Antonsson
Sigurður Helgason Ágústa Pétursdóttir
Hannes Helgason María Jónsdóttir
Ingimundur Helgason Arndís Friðriksdóttir
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
Ástkæri eiginmaður minn, faðir, tengda-
faðir, afi og langafi,
Eggert Snorri Símonsen
Jónsgeisla 43, 113 Reykjavík,
lést mánudaginn 24. ágúst á Landspítalanum við
Hringbraut.
Brynja Símonsen
Ottó W. Eggertsson Rut Guðmundsdóttir
Sigrún B. Eggertsdóttir
Hafdís L. Eggertsdóttir Magnús G. Gunnarsson
Þórunn M. Eggertsdóttir Böðvar B. Þorvaldsson
afabörn og aðrir aðstandendur.
Okkar ástkæra,
Agna Guðrún Jónsson
áður til heimilis Barðavogi 1, Reykjavík,
lést á Hrafnistu, Vífilsstöðum mánudaginn 24. ágúst.
Fyrir hönd aðstandenda
Kristján S. Sigmundsson Guðrún H. Guðlaugsdóttir
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, lang-
afi og langalangafi,
Kári Ísleifur Ingvarsson
trésmíðameistari, Hrafnistu, Reykjavík,
lést þriðjudaginn 25. ágúst síðastliðinn.
Katrín Sigríður Káradóttir Ölver Skúlason
Stefán Arnar Kárason Stefanía Björk Karlsdóttir
Anna Káradóttir Karsten Iversen
og aðrir afkomendur.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
afi og langafi,
Stefán Magnússon
Ásgötu 12, Raufarhöfn,
lést laugardaginn 22. ágúst.
Kristjana Ósk Kristinsdóttir
Kolbrún Stefánsdóttir
Særún Stefánsdóttir
Guðrún Stefánsdóttir
Magnús Stefánsson
Stefán Jan Sverrisson
barnabörn og barnabarnabörn.
Hjartkær eiginmaður minn, faðir, tengda-
faðir, afi og langafi,
Bjarni Bentsson
fv. yfirverkstjóri hjá Flugmálastjórn,
Digranesvegi 80, Kópavogi,
lést sunnudaginn 16. ágúst. Jarðarförin fer fram frá
Digraneskirkju föstudaginn 28. ágúst kl. 13.00.
Unnur Jakobsdóttir
Bent Bjarnason Helga Helgadóttir
Anna Þórdís Bjarnadóttir Stefán R. Jónsson
Jakob Bjarnason Þóra Kristín Vilhjálmsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og
útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is.