Fréttablaðið - 27.08.2009, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 27.08.2009, Blaðsíða 50
34 27. ágúst 2009 FIMMTUDAGUR tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Það er alltaf eitthvað áhugavert að gerast í heimi danstónlistarinnar. Á tíunda áratugnum spruttu upp margar nýjar stefnur á hverju ári og sköpunargleðin var slík að við hliðina á danstónlistinni hljómaði rokk- ið eins og úrelt hjakk aftan úr forneskju. Svo hægðist á þróuninni og mönnum varð ljóst að framtíð tónlistarinnar væri kannski ekki endi- lega bundin við tækniframfarir. Það fer minna fyrir danstónlistinni í dag heldur en fyrir tíu árum, en það er fullt af góðum hlutum í gangi engu að síður. Og nú eru danstónlistarmenn, rétt eins og rokkarar og popparar, farnir að horfa til baka og endurvinna sitthvað úr fortíðinni. Gömlu meistaraverkin eru farin að líta dagsins ljós í viðhafnarút- gáfum. Nýlegt dæmi um það er tímamótaplatan Minimal Nation frá 1994 með Robert Hood sem var endurútgefin í sumar. Og danstónlistar- útgáfurnar eru að fagna tímamótum, Warp er 20 ára og fagnar áfang- anum með útgáfu heljarinnar kassa og svo er þýska teknó-útgáfan Kompakt tíu ára. Kompakt var stofnuð í Köln af þeim Wolfgang Voigt, Michael Mayer og Jürgen Paape til að gefa út allt sem þeim dytti í hug. Á þessu tíu árum sem eru liðin frá því að Kompakt fór að gefa út plötur hefur hún haldið mjög háum gæðaviðmiðum, en líka markað sér sérstöðu. Kompakt-menn eru hrifnir af minimalískri teknótónlist, en eru á sama tíma opnir fyrir því að blanda hana með óvenjulegum hlutum, hvort sem það er poppaður söngur, transtónlist eða eitthvað annað. Á meðal þeirra sem hafa gefið út hjá Kompakt eru Superpitcher, Gui Boratto, The Orb, Thomas Fehlmann og The Field sem sendi frá sér hina margrómuðu From Here We Go Sublime fyrir tveimur árum. Og svo Gus Gus auðvitað. Nýja Gus Gus platan 24/7 kemur út hjá Kompakt 14. september. Gus Gus þarf auðvitað enga sérstaka gæða- vottun, en hér er hún samt komin. Gæðavottun Gus Gus GUS GUS Hið nýja heimili Gus Gus, þýska útgáfan Kompakt, fagnar tíu ára afmæli í ár. > Plata vikunnar Egill Sæbjörnsson - Egill S ★★★★ „Níu árum á eftir hinni rómuðu Tonk of the Lawn er loksins komin ný plata frá Agli Sæbjörnssyni. Flott plata. Vonandi verður biðin styttri eftir þeirri næstu.“ TJ > Í SPILARANUM Arctic Monkeys - Humbug Nögl - I Proudly Present Þorvaldur Þór Þorvaldsson - Þorvaldur Þór Þorvaldsson Polvo - Prism Brendan Benson - My Old, Familiar Friend ARCTIC MONKEYS BRENDAN BENSON Sænska tónlistarkonan Fever Ray hefur hlotið mikið lof fyrir fyrstu sóló- plötu sína sem kom út í vor. Margir telja að hún verði ofarlega á listum yfir bestu plötur ársins 2009. Fever Ray heitir réttu nafni Karin Dreijer Andersson og sló fyrst í gegn í elektródúettnum The Knife með bróður sínum Olof Dreijer. The Knife hefur gefið út þrjár plötur og fékk frábæra dóma fyrir þriðju plötu sína, Silent Shout. Hún var valin plata ársins 2006 af Pitchfork og hlaut sex sænsku tónlistarverðlaunin árið eftir. Skömmu síðar var tilkynnt að The Knife ætlaði í þriggja ára frí og spilaði þar inn í að Karin átti von á öðru barni sínu og þurfti á hvíld að halda. Þarna gafst henni um leið tími til að sinna nýju sóló- verkefni sínu. Plötuna tók hún að mestu upp á heimili sínu suður af Stokkhólmi á sjö mánuðum. Systkinin í The Knife eru þekkt fyrir að vera heldur fjölmiðlafæl- in; eru lítið gefin fyrir tónleika- hald og gefa fá viðtöl. Þess vegna kemur það fáum á óvart að Fever Ray hefur verið hulin mikilli dulúð síðan hún steig fyrst fram á sjón- arsviðið. Á tónleikum kemur hún oft fram máluð á sérkennilegan hátt eða með grímu og viðtölin eru einnig af skornum skammti. Öll áhersla er lögð á tónlistina sjálfa, þannig að öllum sé ljóst að hennar persóna sé aldrei aðalmálið. Plata Fever Ray er drunga- leg þar sem asískir tónar krydda útkomuna víðast hvar. Oft á tíðum bjöguð rödd Karinar svífur síðan yfir léttum elektrótöktunum á seiðandi hátt. Breska tímaritið Q gaf plötunni fjórar stjörnur af fimm mögulegum og líkti Fever Ray við Björk Guðmundsdóttur: „Ef þið hafið einhvern tímann velt fyrir ykkur hvernig Björk myndi hljóma ef hún væri föst í snjóskafli þá er svarið að finna hérna,“ sagði í dómnum. Platan fékk einnig fjórar stjörnur í Mojo, fimm stjörnur í The Guardian og 81 af 100 hjá Pitchfork. Sjálf segir Karin að Fever Ray sé nokkurs konar andleg persóna sem hafi mismunandi raddir og geti breyst í alls konar form. Karin hefur nefnt tvo áhrifa- valda við gerð plötunnar. Ann- ars vegar myndina Dead Man eftir Jim Jarmusch, þar sem Neil Young samdi alla tónlistina, og hins vegar sjónvarpsþættina Miami Vice þar sem tónlist níunda áratugarins var í forgrunni. „Ég reyni að fanga þessa tilfinningu sem myndast þegar þessir náung- ar sigla í burtu á þessum hraðbát með stórar vélar seint á kvöldin. Þetta eru eins og tónlistarmynd- bönd í þáttunum þegar þeir spila háværa tónlist yfir öllu og bruna áfram á bátnum. Það lítur frábær- lega út,“ segir Karin. freyr@frettabladid.is Hin drungalega Fever Ray FEVER RAY Fever Ray, drungaleg á tónleikum með hvíta og svarta andlitsmálningu og rauðar linsur. NORDICPHOTOS/GETTY Útgáfufyrirtækið Icelands Airport Route hefur gefið út safnplötuna Audio 101: Reykja- vik sem hefur að geyma dans- tónlist úr ýmsum áttum. Á meðal flytjenda á plötunni eru Yagya, Plugg´d, Exos og Oculus & Trix. Simon Latham, sem var í bresku danssveitinni Soundsation á tíunda áratugnum, safnaði lög- unum saman, en hann rekur einmitt Icelands Airport Route í Reykjanesbæ. Hann hefur áður endurhljóðblandað lög með Birgittu Haukdal og Hafdísi Huld. Útgáfupartí til að fagna plötunni verður hald- ið á skemmtistaðnum Club 101 á laugardaginn. Dansvæn safnplata SIMON LATHAM Latham rekur útgáfufyrirtækið Icelands Airport Route sem er í Reykjanesbæ. MYND/ELLERT Fyrsta plata trommuleikarans Þorvaldar Þórs Þorvaldssonar er komin út. Þorvaldur sækir inn- blástur sinn í ýmsar tónlistar- stefnur, þar á meðal popp, djass og hip-hop, og var platan tekin upp á meðan hann bjó í Bandaríkjunum. „Ég var að læra úti og var búinn að vera að semja tónlist alltaf mjög stöðugt samfara námi. Ég var orð- inn mjög óþreyjufullur að koma þessu efni frá mér,“ segir hann. Þorvaldur útskrifaðist með mast- ersgráðu í tónlist frá New England Conservatory í Boston árið 2007. Þar áður hafði hann útskrifast með BA-gráðu frá University of Miami árið 2005. Að námi lokni flutti Þor- valdur til New York þar sem hann bjó í hálft annað ár og starfaði með ýmsum tónlistarmönnum og ferð- aðist með þeim víða um Bandarík- in. Um síðustu ármót söðlaði hann um og flutti aftur til Íslands. Áður en Þorvaldur flutti til Bandaríkjanna, var hann mjög virkur í íslensku tónlistarlífi og var meðlimur í ýmsum hljómsveitum, jafnt í djass- og poppgeiranum. „Ég var svolítið í poppinu í gamla daga og sveitaballabransanum. Það var mjög góð reynsla að vera í sveita- ballabransanum á Íslandi. Það er ágætt að hafa prófað það,“ segir hann. „Ég er búinn að sanka að mér reynslu héðan og þaðan. Þegar ég bjó í New York var ég að spila með ýmsum tónlistarmönnum. Það var mjög athyglisvert líka að prófa það hark. Það var mjög erfitt og það er miklu erfiðara að lifa af í New York en í Reykjavík.“ Með Þorvaldi leika á plötunni nokkrir af ástsælustu tónlistar- mönnum þjóðarinnar, þeir Eyþór Gunnarsson, Óskar Guðjónsson, Ómar Guðjónsson og bandaríski bassaleikarinn Jon Estes. Þorvaldur segir að platan sé mjög melódísk og tilfinninga- þrungin. „Tónsmíðarnar eru mjög persónulegar og stjórnast svolítið af tilfinningum mínum og hvernig mér líður hverju sinni. Ég er mjög tilfinningarík manneskja og ég elska tilfinningar mínar, ég neita því ekki,“ segir hann og bætir við að platan sé einnig bæði rythmísk og taktföst. „Lögin byggja oftar en ekki á einum takti og tilfinningu. Ég er oft með grúv í huga og svo er það hvernig mér líður sem stjórnar músíkinni ofan á grúvið.“ -fb Bætir tilfinningum við takta ÞORVALDUR ÞÓR ÞORVALDSSON Platan er bæði melódísk og tilfinningaþrungin, enda er Þorvaldur tilfinningarík mann- eskja. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.