Fréttablaðið - 27.08.2009, Page 52

Fréttablaðið - 27.08.2009, Page 52
36 27. ágúst 2009 FIMMTUDAGUR folk@frettabladid.is > VALIN KONA ÁRSINS Tímaritið Billboard hefur valið Beyoncé Knowles konu ársins og verður hún heiðruð við hátíðlega athöfn í New York 2. október næstkomandi. Ritstjóri blaðsins, Bill Werde, segir Beyoncé vera marg- faldan platínulistamann og fjölhæfa konu sem hafi veitt bæði popptónlist- arbransanum og -konum úti um allan heim innblástur með tónlist sinni, dansi, stíl og vinnu að mannúðarmálum. Söngvarinn Chris Brown hefur verið dæmdur í fimm ára skilorðs- bundið fangelsi og til að inna af hendi minnst 1.400 klukkustundir í samfélagsþjónustu. Sem frægt er orðið kærði fyrrverandi kær- asta Browns, söngkonan Rihanna, hann fyrir barsmíðar í febrúar í ár. Árásin átti sér stað eftir að Brown fékk símaskilaboð frá fyrrverandi kærustu, við það reiddist Rihanna og fór parið að rífast. Brown réðst svo á Rihönnu eftir að hún neitaði að fara út úr bílnum sem þau óku og sló hann söngkonuna meðal annars í and- litið og tók hana kverkataki. Samfélagsþjónustan sem Brown mun þurfa að sinna verð- ur meðal annars að þrífa veggja- krot af opinberum byggingum. Dómurinn felur einnig í sér að Brown verði að halda sér í ákveð- inni fjarlægð frá Rihönnu næstu fimm árin, hann má því ekki hafa tölvusamskipti við hana eða hringja í hana auk þess sem hann verður að sitja námskeið um heimilisofbeldi. Haldi sig frá Rihönnu CHRIS BROWN Dæmdur í fimm ára skilorðsbundið fangelsi. Það að leita að myndum af leik- konunni Jessicu Biel á alnetinu getur haft slæmar afleiðingar í för með sér. Fyrirtækið McAfee, sem sérhæfir sig í vírusvörnum fyrir tölvur, gefur árlega út lista yfir nöfn þeirra stjarna sem hvað oftast geyma tölvu- vírusa. Í ár trón- aði nafn Jessicu efst á listanum, en samkvæmt McAfee þá voru tuttugu prósent líkur á að fá tölvuvírus ef menn skráðu nafn hennar inn á leit- arvélar. Bey- oncé, Jennifer Aniston og Jessica Simpson voru einn- ig á meðal topp tíu. Jessicu Biel fylgir vírus Bardagaíþróttakappinn Alex Reid sem er nýr kærasti glamúr- fyrirsætunnar Jordan, segist vera yfir sig ástfanginn. Í nýlegu viðtali við tímaritið New! segist hann hafa kollfallið fyrir kyn- bombunni við fyrstu kynni. „Ég hef sagt henni að ég elski hana á hverjum degi frá því við kynnt- umst, örugglega um milljón sinn- um á dag,“ var haft eftir vöðva- búntinu. „Mér hefur aldrei liðið svona áður. Aldrei. Mér hefur aldrei liðið jafn vel í sambandi.“ Reid og Jordan kynntust í afmæl- isveislu fyrir tæpum tveimur mánuðum og hafa verið óaðskilj- anleg allar götur síðan. Elskar Jordan Hönnunarfyrirtækið ELM Design frum- sýndi nýja vor- og sumarlínu fyrir árið 2010 í síðustu viku. Hönnunarfyrirtækið ELM Design, sem hefur verið starfrækt í tíu ár, hélt á dögunum sérstaka frumsýn- ingu á nýrri vor- og sumarlínu fyrir árið 2010. Sama lína verður sýnd á tískuvik- unni í París í september. Af myndunum að dæma voru gestir afar ánægðir með það sem koma skal. Sýndu sumartísku næsta árs HÖNNUÐIRNIR Matthildur Halldórsdóttir, Erna Steina Guð- mundsdóttir, Lísbet Sveinsdóttir og Kristín Hrafnkellsdóttir, en þær þrjár fyrrnefndu eru eigendur ELM Design. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ÁNÆGÐIR GESTIR Sigurbjörg Gröndal og Gestur Bárðason voru hrifin af sumartísku næsta árs. SNEMMA BEYGIST KRÓKUR- INN Íris Ólafsdóttir og Tómas Gestsson mættu með unga dóttur sína, Ernu. LÉTT OG LEIKANDI Hönnun ELM Design hefur vakið mikla athygli víða um heim, enda eru flíkurnar sérstaklega fallegar. HVÍT OG SUMARLEG Að sögn hönnuða ELM verða grænir, gulir og hvítir tónar ríkjandi næsta sumar. Fyrirsætan klæðist hér fallegri hvítri flík. Dallas-leikarann Larry Hag- man dreymir um að koma til Íslands og veiða lax. Þetta kemur fram í viðtali við kappann sem birtist í breska blaðinu Daily Telegraph. Þar er leik- arinn spurður út í hina og þessa staði sem hann hafi komið til í gegnum tíð- ina, hvaða sumarleyfisstaðir standi upp úr og þar fram eftir götunum. Hagman er hvað þekktastur fyrir túlkun sína á olíu-óþokk- anum J.R. sem sveifst einskis við að ná sínu fram í barátt- unni innan Ewing-fjölskyld- unnar. „Mig langar að veiða á Íslandi,“ segir Larry þegar hann er spurður hvert hann langi að fara næst í frí. „Ég hef heyrt að þeir séu með mjög fallegan lax í ánum hjá sér þannig að ég væri til í að pakka Stetson-hattinum og halda þangað,“ segir Larry sem, ef marka má viðtalið, er nokkuð víðförull maður. Larry bætir því síðan við að hann hafi heyrt að Ísland sé eins og tunglið, nema bara með hverum, leirböðum og eldfjöllum. „Þannig að þetta hljómar allt saman mjög spenn- andi. Það var samt synd hvernig fór fyrir efna- hagnum hjá þeim.“ - fgg Dreymir um Íslandsferð SPENNTUR FYRIR ÍSLANDI Larry Hagman langar að koma til Íslands og veiða lax. Kelly Rowland segist loksins vera búin að öðlast trú á hæfileika sína eftir að hafa lifað í ótta síð- astliðin ár. Í viðtali við dagblað- ið USA Today segist söngkonan hafa átt í erfiðleikum með sjálfs- mynd sína þegar hún hóf sólófer- il eftir að Destiny‘s Child hættu. Sólóferill hennar gekk ekki sem skyldi í Bandaríkjunum, en lög hennar hafa náð á topp vinsælda- lista út um allan heim. „Ég er komin með endurnýjaða orku og sköpunarkrafturinn er í botni. Ég skemmti mér konung- lega í hljóðverinu því nú er ég er að taka upp danstónlist,“ segir söngkonan. Loksins sátt við sjálfa sig -sm Undirbúningur er í fullum gangi fyrir kvikmyndina Kóngaveg 7 í leikstjórn Valdísar Óskarsdóttur. Framleiðendur eru þeir Árni Fil- ippusarson, Hreinn Beck og Davíð Óskar Ólafsson, sonur Valdísar. Þeir framleiddu einnig Sveitabrúð- kaup sem var frumraun hennar sem leikstjóri. Sú mynd hlaut fjórar til- nefningar til Eddu-verðlaunanna á síðasta ári, meðal annars fyrir bestu mynd og bestu klippingu. „Við erum spenntir fyrir því að vinna aftur með Valdísi eftir ánægju- legt samstarf við gerð Sveitabrúð- kaups,“ segir Árni. „Við erum búnir að vera að undirbúa þetta í tæpa tvo mánuði og hefjum tökur vonandi 15. september,“ segir hann og lofar skemmtilegri mynd. „Kóngavegur 7 er mitt á milli að vera gamanmynd og drama. Þetta á að vera kóm- edía með léttu og alvarlegu ívafi.“ Myndin gerist í hjólhýsahverfi og segir frá atburðum sem eiga sér stað þegar Júníor snýr aftur heim til Íslands eftir þriggja ára fjar- veru erlendis. Hann kemur heim með ýmis vandræði í farteskinu og vonar að faðir hans leyst úr þeim. Valdís Óskarsdóttir hefur getið sér gott orð sem einn fremsti klipp- ari Íslendinga og hlaut hin eftir- sóttu BAFTA-verðlaun fyrir klipp- inguna á Eternal Sunshine of the Spotless Mind. - fb Tökur á Kóngavegi 7 að hefjast FRAMLEIÐENDUR Árni Filippusar- son, Hreinn Beck og Davíð Óskar Ólafsson framleiða Kóngaveg 7.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.