Neisti - 20.05.1984, Síða 15
sinnar í Washington farnir að óttast að
fordæmi kúbönsku byltingarinnar gæti
haft slæm áhrif fyrir þá á meginlandinu.
Kenndy Bandaríkjaforseti setti af stað
áætlun, sem átti að tryggja efnahagsleg-
ar framfarir og stöðugt stjórnarfar borg-
arlegs lýðræðis í rómönsku Ameríku.
Pessi áætlun fór algerlega út um þúfur
því hvergi nærri tókst að uppfylla miklar
og knýjandi þarfir alls þorra almennings
innan ramma auðvaldsskipulags undir
oki heimsvaldastefnu. Borgaralegt lýð-
ræði varð æ fátíðara í álfunni eftir því
sem leið á áratuginn. Herforingjastjóm-
ir ríktu með mikilli grimmd í Brasilíu
1964-68, Bólivíu 1964-71, Chile og
Uruguay eftir 1973 og Argentínu eftir
1976.
Þessar stjórnir hafa staðið fyrir stöð-
ugum ofsóknum gegn landsmönnum
sínum og svifist einskis. Undir því yfir-
skini að verið sé að berjast gegn hryðju-
verkamönnum hafa ofsóknimar einkum
beinst gegn verkalýðsfélögunum og
stjórnmálaflokkum sem byggðir em á
fylgi verkafólks og bænda. Öll slík sam-
tök voru gerð ólögleg og baráttumenn
þeirra ýmist drepnir, hraktir í útlegð eða
látnir sitja í dýflissum herforingjanna.
Menntamenn og kirkjunnar menn og
jafnvel talsmenn borgaralegra stjóm-
málaflokka sættu svipaðri meðferð, ef
þeir mótmæltu harðstjórninni.
Ógnarstjórn og
„sjokkmeðferð“
Engin aðferð var of ómannúðleg til að
herforingjarnir gætu ekki notað hana í
ofsóknum sínum. Barsmíðar, pynting-
ar, bókabrennur, mannrán og gíslataka
barna eru meðal þeirra tækja sem þessir
vinir Bandaríkjanna notuðu til að hræða
heil þjóðfélög til hlýðni. Fórnarlömbin
skiptu tugum þúsunda.
Þegar valdhafarnir þóttust hafa hrætt
almenning til hlýðni við sig hófust þeir
handa við að framkvæma efnahags-
stefnu sem skilaði hámarksgróða fyrir
heimsvaldasinna og kapítalistana innan-
lands. Allri tollavemd og eftirliti með
erlendum viðskiptum var aflétt með
þeim afleiðingum að þjóðlegur iðnaður
sem byggður hafði verið upp á 6. og 7.
áratugnum féll saman, verðbólga marg-
faldaðist og sífellt meiri auður safnaðist í
æ færri hendur. Opinber fyrirtæki vom
seld einkaaðilum á uppboði. í kjölfar
ofsókna á hendur verkalýðsfélögunum
lækkaði kaupgjald stórlega. Félagsleg
þjónusta hríðversnaði og var hún þó
ekki mikil fyrir.
Þessi „sjokkmeðferð“ sem var harka-
legast beitt í Chile af hagfræðingum hins
svonefnda Chicagoskóla, en þeir vom
ráðgjafar Pinochets, byggist á þeirri
kenningu að þurrka eigi burt ófram-
leiðna geira efnahagslífsins og auka út-
flutning á afurðum landbúnaðar og
úr námugreftri. Slíkar aðgerðir áttu að
opna leiðir að traustara efnahagshfi og
nýjum hagvexti. 1 von um að þessar spár
rættust fengust stórfelld lán í bönkum
heimsvaldalandanna til að fjármagna
stórverkefni og innflutning á vélum.
Bankastjórar í heimsvaldalöndunum
álitu vænlegt að veðja á þessar herfor-
ingjastjórnir og hvöttu til meiri lántöku.
En mestur hluti lánanna fór í brask með
fjármagn, innflutning á óhófsvamingi
eða aðra óframleiðna fjárfestingu.
Kreppa auðvaldsskipu-
lagsins
Það er nú borðliggjandi að þessar her-
foringjastjómir náðu ekki þeim póli-
tísku og efnahagslegu markmiðum sem
til var ætlast. Þrátt fyrir mikil áföll hefur
alþýða manna ekki látið bugast. Og
„sjokkmeðferðin" skilaði ekki hagvexti
heldur efnahagskreppu og hmni.
Samfara enfahagskreppunni 1981-82
sem kom hart niður á þjóðum rómönsku
Ameríku átti sér stað ný sókn heimsbylt-
ingarinnar í Mið-Ameríku og á Karíba-
hafi.
framhald
15