Neisti - 20.05.1984, Síða 24

Neisti - 20.05.1984, Síða 24
Bretland „Félag námuverkamanna í Bentley segir: Verkamenn sameinaðir verða aldrei sigraðir.“ Árásaráætlun íhaldsins Allar þessar afstæður koma skýrt fram í verkfalli kolanámumanna. Leiðtogi þeirra er vinstrisinninn Arthur Scargill, og hefur hann und- anfama mánuði varað við því að stjómin stefndi að lokun meirihluta námanna. Fyrst í stað vakti þessi staðhæfing aðhlátur er nú orðið er komið á daginn að hann hafði rétt fyrir sér eftir allt saman. í fyrmefndri Ridley skýrslu er varað við því að ráðast beint að námamönnum, held- ur skyldu veikari verkalýðsfélög gerð að skotmarki. í fyrstu, stálverka- menn, starfsmenn Leylandverk- smiðjanna og lestarstjórar. Vatns- veitustarfsmenn og kolanámumenn, sem sterkari em skyldu í fyrstu fá einhverju af kröfum sínum fullnægt, en síðan ráðist gegn þeim. Pessari áætlun var síðan fylgt í stómm dráttum. Starfsmenn Ley- land-verksmiðjanna hafa beðið ósigra í einni deilunni af annarri, og ósigur stálverkamanna í langvarandi vinnudeilu 1980 leiddi til þess að 100.000 verkamenn urðu atvinnu- lausir. Samtök starfsmanna ríkis- stofnana biðu auðmýkjandi ósigur 1982, og á við sjálft, að réttur opin- berra starfsmanna til að skipuleggja sig í verkalýðsfélögum væri skertur vemlega. Um þessar mundir er einnig tekist á um rétt starfsmanna njósna- miðstöðvarinnar í Cheltenham til að vera í verkalýðsfélögum. Röðin kemur að námunum 12 mars sl. hófst síðan verkfall kolanámumanna, eftir að Ian Mc- Gregor, formaður stjómamefndar kolanámumanna, tilkynnti að 20 nám- um yrði lokað á næsta f járhagsári og 20.000 verkamenn yrðu þar með at- vinnulausir. Þessar námur em óhag- kvæmar að mati stjómamefndarinn- ar, eins og margar fleiri námur en stjómamefndin metur þvílíkt út frá skammtímasjónarmiðum eingöngu, í samræmi við stefnu ríkisstjómarinn- ar. Það er markmið hennar að grisja úr þær námur þar sem úreltur tækja- búnaður eða óhagstæð jarðvegsskil- yrði gera það að verkum að hagnaðar er ekki að vænta á næstunni, en selja þær námur sem betur standa að vígi einkafyrirtækjum, og em olíufélög tíðast nefnd sem væntanlegir kaup- endur. Fyrir utan hið almenna pólitíska markmið, að styrkja einkarekstur- inn, hyggst stjómin vinna tvennt með lokum kolanámanna. Annars- vegar að spara sér styrk til kola- námurekstursins, sem em nú þegar hinir lægstu í Evrópu, eða tæpur þriðjungur þess sem er í Þýskalandi og tæpur fimmtungur styrkjanna í Frakklandi eða Belgíu. Er kola- námuiðnaðurinn í Bretlandi þó sýnu umfangsmeiri en í þessum löndum. Hins vegar er stjóminni mjög í mun að bæta samkeppnisaðstöðu kjam- orkuveranna, sem áætlað er að fram- leiði um aldamótin áttfalt á við það sem þau gera nú. Verkfall undirbúið Verkfallið átti sér nokkum að- draganda innan samtaka kolanámu- manna. A s.l. ári hvöttu námamenn í Suður-Wales til allsherjarverkfalls námumanna gegn yfirvofandi lokun náma í Suður-Wales. í landsat- kvæðagreiðslu studdu aðeins 39% slíka aðgerð. Þó tókst verkamönnum í Polmaisenámunni ekki einu sinni að afla stuðnings í næsta nágrenni fyrr á þessu ári. Mikilsverðar ályktanir vom dregn- ar af þessari reynslu, og nýttar í verk- fallinu nú. Undirbúningur þess var hafinn með 19 vikna yfirvinnubanni, í því augnamiði að minnka kola- birgðir og bæta þannig vígstöðu verkamanna, og eins til að efla sam- stöðuna innan námamannasam- bandsins, áður en til útslitaomistu drægi. Yfirvinnubanninu var hvarvetna framfylgt. En þegar námamenn í Suður-Yorkshire hófu baráttu innan námamannasambandsins fyrir alls- herjaraðgerðum gegn lokun náma í héraðinu, komu langvarandi and- stæður upp á yfirborðið. Innbyrgðis ágreiningur námamanna Þannig er mál með vexti, að náma- svæðin era misgjöful, en á hverju svæði fyrir sig era sérstök kaupauka- kerfi, þetta veldur því að tekjur verkamanna á gjöfulustu námasvæð- unum umhverfis Nottingham era allt að tvöfalt hærri en tekjur verka- manna á lágframleiðnisvæðum. Þá eru námumar á gjöfulustu svæðun- um ekki í yfirvofandi hættu, og þar eru nýfjárfestingar mestar, sem enn eykur framleiðnimuninn og launabil- ið. Af þessum sökum era námamenn tregari til aðgerða á Nottingham- svæðinu en annarstaðar. Hér er í sjálfu sér ekki um óyfir- stíganlegt vandamál að ræða. Lausn þess er þó mjög torvelduð af fjand- samlegum fjölmiðlum, sem hafa lagst á eitt um að fordæma verk- Formaður landssambands námuverka- manna, Arthur Scargill. 24

x

Neisti

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neisti
https://timarit.is/publication/343

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.