Neisti - 20.05.1984, Qupperneq 31
ins með samningum við Sovétríkin, eru
af þessum toga spunnar.
Gagnrýni breskra íhaldsmanna með
Margaret Thatcher í broddi fylkingar á
stefnu friðarhreyfinganna hefur einnig
beinst mjög að tillögum þeirra um ein-
hliða afvopnun, sem „ógni öryggishags-
munum vestrænna þjóða“..Vegna þess
að einhliða afvopnun myndi losa
kverkatak heimsvaldasinna á verkalýðs-
ríkjum og þjóðfrelsishreyfingum, geta
heimsvaldasinnar og talsmenn þeirra
ekki fallist á slíkt, en eru hinsvegar
boðnir og búnir að ræða tvíhliða afvopn-
un, sem myndi staðfesta hemaðaryfir-
burði heimsvaldaríkjanna.
Hinn mikli styrkur friðarhreyfing-
anna og hinn víðtæki hljómgrunnur,
sem málstaður þeirra hefur notið byggir
ekki f.o.f. á almennum andheimsvalda-
sinnuðum markmiðum, heldur því, að
þessi barátta beinist að áþreifanlegum
og nærtækum markmiðum.
Andheimsvaldasinnuð viðhorf hafa
áratugum saman verið útbreidd um alla
Evrópu, t.a.m. en ekki beinst gegn víg-
búnaðarkapphlaupinu aðallega, heldur
öðmm viðfangsefnum. Með endumýj-
un vígbúnaðarkapphlaupsins, er stað-
setning meðaldrægra eldflauga í Evrópu
komst á dagsskrá, beindust sjónir
manna að þessum málum á ný.
Samtímis varð NATO á ný eitt af mál-
um málanna, en barátta gegn NATO
var í algeru lágmarki meðal svonefndrar
’68 kynslóðar. Pað var einnig vegna þess,
að þá var ekkert að gerast á þessum
vettvangi, en næg verkefni annarsstað-
ar. Meðaldrægu eldflaugamar breyttu
þessu. Hið augljósa samhengi milli
NATO-aðildar og eldflauga hefur
magnað andstöðu almennings gegn
NATO á ný, og barátta gegn hemaðar-
stefnu og vígbúnaði beinist því í vaxandi
mæli gegn þessu hernaðarbandalagi
heimsvaldasinna.
Áþreifanleg tilefni
Allt friðartal veraldarinnar er fánýtt í
samanburði við að koma í veg fyrir
aukningu kjarnorkuvígbúnaðar í raun
og veru, stöðva eitt raunvemlegt eld-
flaugakerfi, leggja niður eina raunvem-
lega herstöð.
Þess vegna er það ákaflega mikilvægt
að gera sér grein fýrir því að baráttan
gegn kjamorkuvígbúnaðinum hefur og
hefur alltaf haft áþreifanleg tilefni. Nú
er það staðsetning Pershing II flauganna
í Evrópu, samhliða allsherjarendumýj-
un vopnabúra Bandaríkjanna, sem hafa
kallað á andsvar almennings, og virkar
aðgerðir gegn þessu nýja stigi vígbúnað-
arkapphlaupsins.
Hér á landi hafa það einnig verið
áþreifanleg verkefni, sem hafa skapað
hreyfingunni brennidepil, hún hefur
beinst gegn aðild íslands að árásabanda-
Iagi heimsvaldasinna, NATO, og her-
stöðvum Bandaríkjanna hér á landi.
Pessi barátta hefur verið á undanhaldi
hér hin síðustu ár, samtímis mikilli efl-
ingu hreyfinga kjarnorkuandstæðinga í
Evrópu, Bandaríkjunum og tilurð
hreyfinga gegn kjamorkuvígbúnaði
austantjalds, sem em óháðar stjóm-
völdum þar.
Það er mikilvægt að halda áttum við
þessar aðstæður, gera sér grein fyrir
orsökum þess að illa gengur nú, og móta
framtíðarstarfið í ljósi þess.
Verkalýðsstéttin á íslandi og banda-
menn hennar hafa miklu hlutverki að
gegna í hinum heimssögulegu átökum,
sem eiga sér brennidepil í Mið-Ameríku
um þessar mundir, en snúast um framtíð
mannfélags yfirleitt, og hvort því miðar
áfram, til sósíaliskra þjóðfélagshátta,
eða hvort því hnignar, og herstjórar
búnir gereyðingarvopnum stýri mann-
kyninu inn í myrkvið valdstjómar og
villimennsku.
Hér er ekki eingöngu um stuðning við
byltingar í öðmm Iöndum að tefla, en
einnig hann: Verkafólk á íslandi hefur
stutt og verður að styðja betur alþýðu-
byltingarnar í Mið-Ameríku.
Verkalýðsstéttin á íslandi og banda-
menn hennar verða einnig að gera
hreint fyrir sínum eigin dymm — reka
NÝJA ALÞ JÓÐAHYGG JAN
starfslið, t.d. lækna og hjúkmnar-
fólk, en ekki síður fólk, sem fer til
almennra starfa, hleypur í skarðið
fyrir verkamenn úr vamarsveitum al-
þýðu, sem kallaðir em til að verja
landamæri gegn árásum gagnbylting-
arsinnaðra skæmliða á vegum CIA,
leyniþjónustu Bandaríkjanna.
Hjálparliðamir deila kjömm með
alþýðufólki, búa margir saman í skál-
um, hádegisverðurinn er ein skjald-
baka ásamt baunum og maís, og
drykkur með, „sem minnir óljóst á
kaffi“.
Flugfarið greiða hjálparliðamir
sjálfir.
Meðal þeirra sem hafa skipulagt
ferðir hjálparliða er samstöðunefnd-
in með Nicaragua í Austurríki. Að
ósk Sambands landbúnaðarverka-
manna í Nicaragua óskuðu þeir eftir
fólki til að aðstoða við bómullampp-
skemna og önnur landbúnaðarverk-
efni, í janúar og var þess vænst að 15
manns myndu fara til Nicaragua. En
umsóknimar urðu hvorki meira né
minna en 300, og nefndin neyddist til
að velja úr 100 þeirra til fararinnar.
Alþýða Mið-Ameríku er ekki ein í
baráttu sinni. Hún hlýtur stuðning
víða að, ekki síst frá Kúbu og öðrum
verkalýðsríkjum.
En það em ekki aðeins ríkisstjóm-
ir, sem styðja byltinguna. Fjöldi ein-
staklinga um allan heim hefir undan-
farið Iagt land undir fót, og farið til
Nicaragua til að vinna í þágu bylting-
arinnar. Þegar hafa 600 manns farið
frá Bandaríkjunum, og alls em nú
um 2500 hjálparliðar að störfum í
Nicaragua.
Hér er bæði um að ræða sérhæft