Andvari - 01.01.1911, Blaðsíða 15
Páll Melsteð.
9
og bjó þar þrjú ár (1852—1855). Þar reisti hann
timburhús, bygði upp flest hús og gerði töluverðar
jarðabætur. Bjó hann þar góðu búi.
Sýslumannsstörf fórust honum vel úr hendi.
Hann var skyldurækinn, samviskusamur og rjettlát-
ur, og góður við hvern, sem í hlut átli. Hann hugs-
aði mikið um heill og framfarir sýslubúa. í Árnes-
sýslu kom liann á sauðfjárkynbótum. Snæfellingum
útvegaði liann salt, svo að þeir gætu saltað fisk sinn.
Clausen stórkaupmaður, sem var einráður þar um
alla verslunina, vildi eigi selja mönnum salt, heldur
keypti hann flskinn blautan fyrir lítið verð. Einnig
reyndi Páll að fá Snæfellinga til þess að vinna veið-
arfæri sín sjálfir, eins og Sunnlendingar gerðu. Snæ-
fellingar voru fákunnandi, en þó voru þeir hlutir,
sem þeir kunnu betur en Sunnlendingar.
Páll varð áslsæll meðal Snæfellinga. Þeir kusu
hann á þjóðfundinn 1851 og til alþingis 1858; sat
hann á alþingi 1859, 1861 og 1863. Hann vildi eigi
gefa kost á sjer til þingmensku eptir það, þótt Snæfell-
ingar vildu kjósa hann. Honum Iíkaði eigi sumt á
alþingi og hann kaus heldur að vera skrifari forseta,
sambýlismanns síns gamla, Jóns Sigurðssonar. Það
var hann þangað til alþingi fjekk löggjafarvald og
skrifstofa var stofnselt á þingi.
Páll hafði liaft vilyrði Bangs ráðgjafa fyrir því
að verða sýslumaður, er hann fór vestur. En af
því varð eigi. Bang var farinn frá völdum, er sýsl-
an var veitt. Bjeð þá Páll af að fara utan og taka
próf í dönskum lögum. Lauk hann próíi í janúar
1857, en varð að bíða til sumars eptir skipi til ís-
lands.
Á meðan hann var ytra, þýddi hann fyrir Jón