Andvari - 01.01.1911, Blaðsíða 105
Fiskirannósknir.
99
Iíg þakka að lokum öllum þeim, er liafa frælt
mig í þessu máli, eða liðsint mér á annan hátt og
vil feginn biðja menn að hafa gælur á, ef svona hlaup
gera oftar vart við sig og helzt láta mig vita eitthvað
um þau, eða geta þeirra í blöðunum. I3að getur alt
stutt að því að vér fáum sem ýlarlegasta þekkingu á
lífsháttum þess fisks, sem oss íslendingum er mestur
arður að og vér þurfum að vita sem allra mest um.
Síðan þetla var ritað hefi eg fengið að vita (af
Naut. meteorol. Aarbog 1910) að hitinn úti fyrir Aust-
fjörðum var 1910: í marz 0,3 —1,3, í apríl 0,2—3,5; í
maí 0,0—1,4 og í júní 2,2—,3, þ. e. lægri en vana-
lega; en við Papey var 7,6° liiti fyrri hluta marz og
7,4 fyrri hl. júní. En hvernig hefir verið þarámilli
veit eg el<ki. Vel getur verið að hinn mikli hiti við Papey
í inarz hafi verið orsök til hlaupsins og hrygningai-
innar, en hve langt norður heiti sjórinn hefir þá náð
veit eg ekki. Eftir skýrslunni að dæma lýtur útfyrir
að það liafi ekki verið norður fyrir Gerpi.
III. Fágœtir og ngir fiskar.
1. Svartflyðran eða svartaspraka. I
skýrslu minni 1907, Andv. XXXIII. bls. 131, gat eg
stutllega um þenna Norðuríshafsfisk og að liann
fengist stundum inni í íslenzkum fiskileitum. Haust-
ið 1909 fékk ég af hendingu upplýsingar hjá hr.
Jóhannesi Davíðssyni i Hrísey, um það að Eyfirð-
ingar væru nú farnir að alla þenna íisk að mun á
lóð, á djúpmiðum, 150—200 fðm., í Eyjafjarðaráln-
um, þangað sem vélarbátarnir sækja. Fengu þeir
vanafega 10—30 sprökur í róðri og mest alt að 50.
Allar voru þær fremur smáar, 60—80 cm. að lengd.