Andvari - 01.01.1911, Blaðsíða 146
140
Samband íslands og Danmerkur
Þelta var þó ekki alveg rétt, eins og þegar er ljóst
af því, að áður hafði alþingi löggjafarvald og skatta-
álöguvald, en nú fékk konungur fullræði og einveldi
í þeim greinum. Auk þess var ekki ákveðið, hver
skera skyldi úr því, hvort nokkuð væri slíkt í forn-
um stjórnarháttum landsins eða stjórnarákvæðum,
er kæmi í hága við einveldið. En þar sem konung-
ur fékk einræði um alla stjórn landsins, þá hafði
hann vald til þess að breyta því í fornum lögum eða
venjum, er hann vildi, og fékk því óbeinlínis þar
með vald til að skýra forn lög og fornar venjur, og
afnema, ef honum bauð svo að horfa. — Þessi fyrir-
vari af hálfu Islendinga sýnir það þó, að þeir voru
sér hinna fornu réttinda sinna meðvitandi, en vilja
sem mest draga ljöður yfir þau til þess að komast
hjá breytingum á þeím.
Enn fremur má telja víst, að Islendiugar hafi
áskilið sér rétt til að halda landslögum sínum1), og
að Henrik Bjelke hafi veilt þeim ádrátt eða loforð
um það, áður en þeir gengust undir skuldbindinguna
í Kópavogi. Hvort lögmæti skuldbindingarinnar hafi
verið þessu skilyrði bundið, skal ósagt látið, með því
að það atriði virðist ekki skifta máli um rétlarstöðu
Islands gagnvart Danmörku, heldur að eins um afstöðu
landsins gagnvart konunginum. Að eins má geta þess,
að ef skuldbindingin 1(562 hefði verið eða orðið
ólögmæt af þessari ástæðu eða öðrum, þá varð heim-
ildarleysi konungs því auðsærra lil þess að afhenda
völd sín án samþykkis landsmanna yfir landinu ó-
afturkallanlega til annara.
Eftir að landsmenn höfðu játasl undir einvalds-
1) Sbr. Espolin, Árbækur íslands, ár 1662.