Andvari - 01.01.1911, Side 150
144
Samband íslands og Danmerkur
forstjórar ríkja eru kúgaðir af hervaldi til þess að
láta af hendi suni lönd sin, þar sem þeir myndi að
öðrum kosti sæta enn liarðari húsifjum af féndum
sínum. Þess vegna varð Danakonungur að láta Noreg
af hendi við Svía samkvæmt Kielarfriðnum 14. jan.
1814, og var það eflaust lögleg ráðstöfun.1) Þetla
kom aldrei lil um ísland, því að enn hefir eigi kom-
ið til þess, að konungur haíi þurft að láta það af
hendi á sama hátt sem Noreg.
2. Þótt konungur hefði ekki ríkisréttarvald til þess
að láta Island undan rikiserfingjum sínum, þá leiðir
auðvilað ekki af þvi, að liann gæti ekki innan nán-
ari takmarka falið öðrum að fara með völd yfir
landinu. Þetta hlaul hann að gela löglega. Leiðir
það bæði af eðli málsins og er einnig heimilað í
einvaldsskuldbindingunni 1662, þar sem konungi var
veitt full heimild til þess að ákveða stjórnarliáttu alla
í landinu. Konungur átti því rétt á að selja embætt-
ismenn handa landinu og fela þeim framkvæmd
stjórnarathafna í landinu. Þessir menn voru sem
verkfæri í hendi konungs, og hann gat tekið af þeim
völdin aftur, ef svo bar undir. Sjálfur gat konungur
ekki, fremur en aðrir þjóðhöfðingjar, ráðstafað bein-
linis öllum málefnum landsins eða framkvæmt bein-
línis allar þær ráðstafanir, er að stjórn þess lutu.
Þess vegna var auðvitað ekkert ólöglegt við það, þótl
konungur fæli stjórnarskrifstofum sínum í Kaup-
mannahöfn að undirbúa og afgreiða íslands mál, og
jafnvel heimilaði þeim úrskurðarvald um sum þeirra,
án þess hann veitti þeim nokkurn rétt, sem hann
mátti ekki taka aftur eftir vild sinni. Sama er að
1) Sbr. Matzen, Folkeret, Kbh. 1900, bls. 371.