Andvari - 01.01.1911, Blaðsíða 194
188
Samband íslands og Danmerkur
eru teknar þessar greinir stöðul. : 2., 3 (í 1. gr. stjskr.)
5. gr. 1. og 2. málsgr. sbr. 4. og 6. gr. (í 25. gr.
stjskr,), alt samanborið við 7. gr. stl. Spurningin er
þá einungis þessi; Er stjórnarskráin bindandi lög
á íslandi ?
Því hefir verið lengslum baldið fram, að kon-
ungur liafi ekki getað skilað aftur einveldi sínu, nema
með samþykki þjóðarinnar. í Danmörku fór þetta
mál löglega. Grundvallarlagaþingið samþykti grund-
vallarlög, er konungur svo staðfesti. En stjórnar-
skrána setti konungur »af frjálsu fullveldk sínu, að
vísu eftir bæn alþingis 18731). Konungur fékk því
einskonar umboð til að setja stjórnarskrána, en það
umboð var veitt af ráðgjafarþingi, og það er mjög
vafasamt, hvort þetta umboð, þetta fyrir fram veitta
samþykki stjskr., hafði nægan grundvöll í vilja þjóð-
arinnar2). Stjórnarskrána — einkum með þvi að
sambandsákvæði stöðulaganna voru í hana sett —
befði áll að leggja fyrir þjóðarsamkomu, kjörna sér-
siaklega lil að ræða það mál, með jullu samþyktar-
valdi.
Því næst er að gæla að því, hvort stjskr. bafi
þó ekki verið samþykt ejtir á. Um slíka tögjorm-
lega samþykt hefir ekki verið að ræða fyrri en, ef
vera mætti árið 1903. Öll stjórnarskrárfrumvörp, er
alþingi hefir haft til meðferðar, annaðlivort látið óút-
rædd, felt eða samþykt árin 1881, 1883, 1885, 1886,
1887, 1889, 1891, 1893 og 1894, hafa haft það sam-
eiginlegt, að þau hafa felt burt tilvitnan 1. gr. stjórn-
arskrárinnar í 3. gr. stöðulaganna, en í stað þess
1) Alþ.tíð. 1873, II, 258—265. 2) Sbr. Þingvallafuiidinn 1873,
Alþ.tíð. 1873, II, 118, 120, 123 o. s. frv.