Andvari - 01.01.1911, Blaðsíða 76
70
Fiskirannsóknir.
og álum er sandur. Um miðbikið og utan til er
mikið af skerjum og smáum klettahólmum (t. d.
Borgareyjar). Það er fágætt hér, að vatnsmikil jök-
ulá fellur út í mjóan og langan fjörð og er Borgar-
fjörður þvi sérstakur í sinni röð, af fjörðum hér. —
Það má kalla hann allan innanverðan hálfgerðan ár-
ós. Það var því sérstök ástæða til að kanna liann,
með tilliti til seltu og dýralífs.
Sjórannsóknir voru gerðar á mörgum stöðum og
sýndu að seltan minkaði eftir því sem innar dró.
4 míl. íiti fyrir fjarðarmynninu var sjórinn fullsaltur,
í mynninu litið eitl vatnsfjlandaður í j'firborði, en
fullsaltur við botn, mjög l)Iandaður, bæði í yfiborði
og við botn, fyrir innan Borgarnes. En um þelta
leyti voru þó allar ár mjög vatnslitlar. í vatnavöxt-
um blandast fjörðurinn eðlilega enn þá meir (sbr.
einnig Skýrslu mína í Andvara XXIII, bls. 182).
Bolnvarpa var dregin á 7 stöðum á 4—8m. dýpi.
Gekk vel að draga hana, því botninn var góður og
dýpið lítið. Alli:
15 þorskar, 4,3—7,2 cm. (0-11.).
308 skarkolar, 3—31 cm.
351 sandkoli, 0—32 cm.
(54 sildir, 5—12 cm.
11 sandsíli, 11—12 cm.
1 lúða, 17 cm.
2 marhnútar, 9—14 cm.
3 sexstrendingar, 13—18 cm.
5 sprettíiskar, 4—17 cm.
Álavarpa var dregin 4 sinnum innan til á Sel-
eyri á 0—3 m. dýpi. Alli:
13 þorskar, 4,5—(5,5 cm. (0-11.).
2 ufsar, 5,5—6,0 cm. (0-11.).