Andvari - 01.01.1911, Síða 123
siðan Siðaskiftin.
117
1631 var kveðið á um laun alþingisskrifara, en alþingi
breytti þessu konungsbréíi með samþykt þá á þing-
inu1). Það virðist og hafa þótt lögskylt, að birta
konungsbréí löggjafareðlis á alþingi, og það, sem ekki
var þar birt, gat ekki orðið lög fyrir landið, enda
þótt samlöggjöf um einhver mál hefði átt sér stað.
í lénsmanna- og lögmannabréfum er það og jafnan
boðið, að þeir lialdi íslendinga við islenzk lög2).
3. a. Rildsrádið danska tók nú þátt í þeim stjórn-
arathöfnum, sem ríkisráðið norska hafði halt, eftir
að hið síðarnefnda var afnumið. Um dómsmál er
það að segja, að íslendingar tóku að skjóta málum
sinum undir dóm konungs og ríkisráðs Dana, eftir
að ríkisráð Norðmanna var úrsögunni. Þó er ráðsins
ekki ævinlega getið, þótt islenzk mál sé ntanlands
dæmd3), Hins vegar eru íslenzk mál stundum beinlínis
dæmd lil konungs og ríkisráðs, t. d. Bjarnanessmál,
er dæmd voru af konungi og ríkisráðinu 15444). Og
stundum er sagt, að ráðið hafi dæml með konungi
íslenzk mál, t. d. málin um Staðarhól 15545). 1554
var þeim Marteini Einarssyni og Jóni Bjarnasyni stefnt
fyrir konung út al’ vígi Kristjáns skrifara6). Björn á
Skarðsá segir, að Staðarhóls-Páll haíi oft siglt með mál
sín fyrir konginn7). Ríkisráðið dæmdi og með konungi
um Möðruvallarf 15698). Kunn eru og málaferli þeirra
Guðhrands biskups og mótstöðumanna hans. Með
því að aðallinn (og ríkisráðið) í Danmörku var all-
1) Alþb. 1631, Nr. 2, sbr. Nr. 4. 2) S.já Safn II., 209,211,
212, 213, 214, 215, 217, 238. 3) Sbr. MKet. I, 238, 376—378,
sbr. og II, 469. 4) Sögufélagsrit II, 49, sbr. 51. Dómurinn 53.
5) MKet. I, 336. 6) Sögufélagsrit II, 106—107. 7) Annálar II,
21—22. 8) Safn II, 124. Sbr. og Kanc. Brevb. 1566—1570, bls.
440, 1580—1583, bls. 403.