Andvari - 01.01.1911, Blaðsíða 29
Bréf Jóns Sigurðssonar
23
Síðan skýrslunni var lokið er þess helzt að geta,
að félag það, sem hefir geíið út Ný Félagsrit, hefir
ályktað að rit þessi skuli hætta, og hefir sameinað
sig Þjóðvinafélaginu, þannig, að Þjóðvinafélagið tekur
við því sem eptir er af óseldum Félagsritum og úti-
standandi skuldum fyrir þau, en borgar aptur á móti
það sem Félagsritin áttu óborgað. Af óseldum Fé-
lagsritUm eru til einstöku liepti af fyrstu fjórum ár-
unum, en af íimta ári og þaðan af til þritugasta eru
lil yfir hundrað af hverju ári, og af sumum meira en
tvö hundruð; eptirstandandi skuld ritanna er ekki
full 200 rd.
Eptir að þessi sameining var á komin með beggja
samþykki á fundum 17da og 24ða Januar þ. á.,
var kosin fimm manna nefnd til að standa fyrir
tímariti því, er Þjóðvinafélagið ætlar að gefa útívor
og ætlazt er lil að haldi fram þeirri aðalstefnu, sem
Félagsritin liafa haft, og þó að því skapi betur og
öfluglegar, sem landar vorir leggjast betur á eilt með að
styrkja Þjóðvinafélagið. í ritnefndina voru kosnir allir
hinir sömu menn, sem voru í forstöðunefnd Félags-
ritanna árið sem leið.
Það er nú áformað að út komi í vor frá Þjóð-
vinafélaginu og á þess kostnað:
1. Tímaritsins fyrsta hepti, og er ákveðið að ritið
skuli heita »And vari, tímarit hins íslenzka
Þjóðvinafélags«, en stærð þess mun verða álíka
og Nýrra Félagsrita, nema efnið geti orðið rík-
ara og fjölbreyttara.
2. »Almanak hins íslenzka Þjóðvinafélags um árið
1875«. Það á að innihalda liið almenna almanak
um hið nefnda ár, og þar að auki ýmislegt, sem