Andvari - 01.01.1911, Blaðsíða 60
54
Fiskirannsóknir.
Skoreyjar á 20— 34 m. og utan til við Súgandaey á
10—15 m. Afli.
1 þorskur, 4,0 cm. (0-11.).
6 ufsar, 3,8—5,7 cm. (0-fl.).
3 sandkolar 3—1(5 cm.
7 marhnútar, 13—25 cm.
1 sexstrendingur, 18 cm.
Auk þess fékst margt af lægri dýrum, t. d. kampa-
lampi, trjónukrabbi, marþvarar, ýmis skeldýr, svo
sem kúskel, báruskel og hörpudiskur, dauður og lif-
andi, svo og ígulker, kuðungar og krossíiskar. Enn
fremur oft þari. Að aflinn varð ekki meiri en þetta,
stafaði meðfram af því að botninn er á þessum svæð-
um mjög óhentugur fyrir vörpuna, misdýpi mikið,
grjól og þari; þarinn seinkar drættinum, legst undir
vörpuna, svo að íiskaseiðin verða undir henni, en
þar sem sendinn er botn og þaraskógur á milli, þá
haí'ast seiðin við í þeim, eða þjóta inn í þá, þegar
varpan styggir þau. þar sem svo er ástatt, er best
að ná í seiðin og smáfiskinn á færi. Það sýndi sig
og að meðan eg var í Stykkishólmi, þá fengu menn
þó töluvert af þyrsklingi og stútungi á færi, j'mist í
kringum Súgandisey eða undir Hvítabjarnarey. Það
var þaraíiskur.
Sílavarpan var dregin 9 sinnum á 25 og 50 m.
streng á ýmsum slöðum á Breiðasundi, utan til við
Elliðaey og á milli eyjanna. í hana fengust 13 þorsk-
seiði, 2 ýsuseiði, mergð aí loðnuseiðum, 1 lirogn-
kelsaseiði 5 önnur seiði (Molellu) og oft feikna
mergð af trjónukrabbalirfum og meira eða minna af
ýmsum hveljum. Af trjónukrabbalirfum á stærð við
byggkorn var mesli urmull í sjónum um þetta leyli;
t. d. 5. júlí var höfnin í Stykkishólmi svo full af