Andvari - 01.01.1911, Blaðsíða 131
síðan siðaskiftin.
125
16. öldinni einokar konungur stundum alla karðfisks-
verzlun á íslandi fyrir sjálfan sig, því að hann þóttist
þá þurfcV hans við til þess að fæða lier sinn1).
Biskupsslólarnir höfðu alt fram á 16. öld haft
kaupskip í förum og keypt sjálfir nauðsynjar sínar,
alt með leyfi konungs. En eftir siðaskiftin lagðist
það niður. Guðbrandur biskup gerði pó tilraun til
þess, að íslendingar mætti sjálfir fara með kaupevri
sinn, en þær tilraunir lánuðust ekki.
1602, 26. apríl, hefst liin stranga danska einok-
unarverzlun, og var nú harðlega bannað öllum þeim,
er ekki höfðu leyfi lil, að fara með kaupskap á Is-
landi. Um einokunarverzlunina eftir 1602 er mönnum
eflaust miklu kunnara en verzlunina fyrir þann tíma,
einkun á 16. öld, og skal því ekki frekar farið út í
það mál liér.
5 a. Til viðbótar því, er um liermálin var sagt
í 35. árg. Andvara, skulu hér tekin fram nokkur at-
riði. Að því er kemur til árása á landið af hálfu
útlendra óvina, þá kvað allmikið að uppivöðslum úl-
lendra kaupmanna, einlcum Englendinga, hér á landi
bæði á 15. og 16. öld. Frá árinu 1425 er enn til
ítarleg skýrsla um framferðir þeirra hérárin 1420—1425.
Ræntu þeir kirkjur og hrendu, drápu menn ogrænlu
fé þeirra. Sérstaklega lilu þeir girndarauguin til
Bessastaða og létu stundum greipar sópa um eignir
konungs þar og annarsstaðar hér á landi. Þeir gerðu
sér hér jafnvel vígi, enda þótt í skýrslunni segi svo,
að vígisgerð í ríkjum konungs, gegn hans vilja, sé
landráð (crimen læsæ majestatis). Það virðist jafn-
1) Sbr. Kanc. Brevböger, 1580—1583, bls. 63, 1584—1588,
bls. 738—739.