Andvari - 01.01.1911, Síða 94
88
Fiskirannsóknir.
liti út fýrir, að þorskur hrygndi að eins endur og
sinnum við Norðurland, og þá seint að vorinu, í maí,
eða snemma í júní. Á ferð minni sumarið 1900 var
það að eins í Skagaíirði og Eyjafirði, að menn sögð-
ust hafa orðið varir við ógotinn þorsk á vorin, en ])ó
sjaldan og lítið i einu.
Haustið 1909 hitti eg Jóhannes Davíðsson, út-
vegsbónda í Hrísey að máli í Reykjavík og mintist
hann þá á við mig, að hann hefði stundum tekið
eftir því, að þorskur væri með miklum hrognum á
vorin í Eyjafirði, en hefði farið að veita þessu ná-
kvæmari eftirtekt, eftir að við töluðum saman um
það málefni í Hrísey árið 1900. Skrifaði hann mér
svo bréf 7. febr. f. á„ og skýrir þar frá athugunum
sinum á þessa leið:
»Vorið 1902 var hér allgóður alli, en fiskur sá
kom snemma, mig minnir um 20. jan. um veturinn.
Hvernig þá voru útlils lirogn hans, man eg ekki, en
það man eg, að í maí um vorið var fiskurinn orð-
inn fullur af lirognum. Eg vil geta þess, að það var
álit mitt og annara þá, að fiskur væri í stöðugri
göngu um veturinn og vorið og er því sennilegt, að
hrognfiskurinn hafi verið ný ganga þá um vorið.
Lítill efi sýnist vera á því, að þessi fiskur muni hafa
hrygnt við Norðurland, en sérstaklega hefi eg þó vissu
fyrir því með þann fisk, er gekk hér í fjörðinn á
næstliðnu vori (1909), að hann hafi hrygnt hér fyrir
Norðurlandi. Við fiskinn í vor varð fyrst vart um
miðjan maí. Eg skoðaði fiskinn, sem á land kom
úr fyrstu róðrunum og tók þá strax eftir þeim ógn-
um af hrognum, sem í honum voru. Skoðaði eg
síðan fiskinn daglega til mánaðarloka, og aftur frá
5. til 10. júní á hverjum degi. Margt aí fiskinum