Andvari - 01.01.1911, Blaðsíða 148
142
Samband íslands og Danmerkur
einvaldsskuldbindingunni. í þessari spurningu felst í
raun réttri spurningin um stjórnskipulegt réttmæti þess
sambands, sem í framkvæmdinni helzt enn í dag
milli íslands og Danmerkur, þvi að hér er um það
að ræða, hvorl konungur hafi að lögum getað afsal-
að sér með öllu eða takmarkað einveldi sitt yfir Is-
landi, svo að óafturtækt væri, til hagsmuna eða for-
ræðis annara rikja. Þegar svara skal þessari spurn-
ingu, þá ber fyrst að gæta að efni þess skjals, er
ríkisréttarsamband íslands við konunginn byggist á
um einveldistímann, skuldbindingarinnar 28. júlí 1662.
Þess er þá fyrst að geta, að konungur gat, samkvæmt
þeim ríkiserfðalögum og lögum um stjórn ríkja hans
i forföllum konungs eða eftir lát hans, afsalað sér
konungsvaldi í hendur rikiserfingja, og íslandi var
skylt að hlíta forsjá ríkisstjóra, settum samkvæmt
nefndum ríkisstjóralögum. En þeir, sem á þenna
hátt fengu vald sitt af konungi eða samkvæmt þar
um settum lögum, l'engu það aðeins með því inni-
lialdi, er fyrirrennari þeirra hafði haft það. Þeir voru
fyrirfram lögákveðnir, er konungur mátti á þenna
háttaf hendi láta rétt sinn til. Ríkiserfðareglur konungal.
14. nóv. 1665 § 1, sbr. § 15 og 16, sem samkvæmt ein-
valdsskuldbindingunni 1662 hlutu einnig að binda ís-
lendinga1), með þvi að konungur fékk fullræði til
þess að skipa fyrir um það efni, segja, livernig þær
erfðir skuli ganga, og er það í samræmi við einveld-
isskuldbindinguna, að niðjar konungs, í karllegg sem
kvenlegg, skuli ríki erfa. Sama er að segja um á-
kvæði konungalaganna, §§ 9—14 og 23, um ríkis-
1) Það hefði þó þurft að birta þau á íslandi, en það
ekki gert.
var