Andvari - 01.01.1911, Blaðsíða 179
síðan siðaskiftin.
173
5. Mentamál, að undanteknam lœrðaskólanum.
(>. Soeitarstjórn, fátœkramál, póstgöngur inn-
anlands o. s. frv.
7. Tekjur og gjöld, er snerta Island sjáljt (o:
er snerta sérmálin), samkv. § 6 og 7. Ennfremur
áttu Islendingar að kjósa 4 menn til þjóðþings Dana,
og 2 til landsþingsins (§ 11.).
Þjóðfundarmenn — meiri hlutinn með Jón Sig-
urðsson í broddi fylkingar — viðurkenna að vísu,
að »ísland sé liluti Danaveldis« eða liluti úr kon-
ungsveldinu, en það töldu þeir Danmörk líka1). Þeir
neita og harðlega gildi grundvallarlaganna dönsku á
Islandi, og krefjast þess, að ísland fái jafnfult lög-
gjafarvald í »vorum« málum, sem ríkisþingið í mál-
um Dana2). Þeir gera þó ráð fyrir því, að ríkið sé
eitt3). Meiri hlutinn vildi fyrir engan mun taka frv.
stjórnarinnar, og bjó nú til lagafrumvarp um »stöðu
íslands í Konungsveldinu«4). Frumvarp þetta ákvað
að konungur og konungserfðir skgldi vera sameig-
inlegar með íslandi og Danmörku og að það skyldi
komið undir samkomulagi, hver önnur mál skgldi
1) Sjá þjóðfuudartíðindi, bls. 149 (nísland sjáljt og Iiina
aðra hlula Iconungsveldisins((. „Flestir meðal vor munu ....
viðurkenna að ísland sé partur lír konungsveldinuu), 156 („Jeg
i'yrir mitt leyti get engan veginn fallist á, að ísland sé partur
úr „Provinsen I):inmurk«, þó jeg neiti þvi ekki, að pað sé
partur úr veldi Danakonungse. Jón Sigurðsson), 166, 168, 501,
502, 503, 504, 506, 509 (frv. mr.hl.), 514. 2) Sama rit, bls.
167, 501, 503, 504 („.... alpingi hlýtur .... að hafa fult
töggjafaruald ásaml konunginum i öllum peim málum, sem
ckki eru og hljóta að vera sameiginleg fgrir alla aðalhluta
konungsvaldsins . . «, nefndarálit mr. hh), 506 („Eins og aipingi
hlýtnr að hafa fnlt löggjafarvald í öllum málum, er íslandi
viðkomae), 514. 3) Sama rit, tilv.- st. og bls. 498, sbr. Jón
Sigurðsson, Isl. Statsretl. Forliold, bls. 96. 4) Sama rit, bls. 509.