Andvari - 01.01.1911, Blaðsíða 115
síðan siðaskiflin.
109
Konnngsmenn létu setja þing á Oddeyri, ogunnu
Norðlendingar þar trúnaðareiða og lofa ytfyrir oss (o:
íslendinga) og vora efiirkomendur, fœdda og ófœdda
. . . . Kristjáni Friðrikssyni (o: Kristjáni III.) ....
Imns konglegs majestats kcera syni, svo og þeirra rétt-
um eftirkomendum kongum í Danmörku og Noregi,
hverjum eftir annan, að eilifu hollir, trúir og fylgakt-
uðir [að veraJ« ..... neftir þvi að vort fósturtand,
Island, hefir jafnlega og af gamalii tíð legið og heyrt
og enn nú er liggjandi undir Noregs krúnmdj.
Um trúnaðarlieitið af hálfu Islendinga, alinna
og óborinna, til lianda konungi og örfum hans, er
það að segja, að ekkert nýtt heiti er í þessu fólgið,
því að íslendingar hétu því þegar 1262, að halda
trúnað við konung og arfa hans, meðan sáttmálinn
væri órofin af konnngs liálfu. Að visu er hvergi vitn-
að lil hinna eldri svarinna sáttmála íslendinga við
konungdóminn í Oddeyrarliyllingunni. Er þetta skilj-
anlegt, þar sem hinir dönsku herrar höfðu skipað
liermönnum sínum umhverfis þingheim, og eiðarnir
unnir undir berum yopnum hermannanna. Stöfuðu
konungsmenn íslendingum auðvitað eiðana, og réðu
að öllu efni og orðfæri skuldbindingarinnar. íslend-
ingum var full-ljóst, að Danir myndi ekki spara öll
þau harðindi, er þeir állu kost á að beita, ef nokkur
mótspyrna væri þeim veitt, og hlutu landsmenn því,
hvort sem þeim var það ljúft eða leitt, að gangast
undir það, er Danir vildu vera láta, til þess að bjarga
fé og fjörvi. Sést þetta bezt á því, að daginn eftir
(16. júní) voru 24 beztu menn norðanlands nefndir
í dóm um sakir þær, er konungur bar á þá biskup
1) Ríkisi'éttindi íslands, bls. 75—80.