Andvari - 01.01.1911, Blaðsíða 190
184
Snmband íslands og Danmerkur
1 neðri deild alþingis 1911 var enn samþykt svo-
liljóðandi þingsályklun uin stöðulögin:
»Neðri deild Alþingis ályktar, — jafnframt því
sem samþykt er breyting á ýmsum atriðum í stjórn-
arskrá um hin sérstaklegu málefni íslands frá 5. jan.
1874 og stjórnarskipunarlögum frá 3. okt. 1903 um
breyting á nefndri stjórnarskrá, — að lýsa yfir því,
með skírskotun til alþingissamþyktar frá 19. ágúst
1871 (Alþingistíðindi 1871, I, 905; 11,556—558,634),
að lög um hina stjórnarlegu stöðu íslands í ríkinu
frá 2. janúar síðast nefnt ár (1871) geti ekki viður-
kenst skuldbindandi fyrir íslandii1).
Árið 1873 samþykti alþingi frumvarp til stjórnar-
skrár um sérmálin2) svonefndu.en sendi jafnframt bæn-
arskrá til konungs þess efnis, að þólt hann ef til vill
gæti ekki gengið að stjórnarskrárfrumvarpi þingsins,
þá gæfi liann landinu samt stjórnarskrá á næsta ári,
1874, er væri minningarár 1000 ára byggingar lands-
ins. IJað varð og, og setti konungur þá
„stjórnarskrá um hin sérstaklegu málefni íslands“,
5. jan. 1874. Samkvæmt 1. gr. nær hún yfir þau mál,
sem samkvæmt stöðul. 2. jan. 1873 § 3 eru sérmál
íslands, og er 3. gr. stöðul. því tekin upp í stjórnar-
skrána. Ennfremur segir í 1. gr. sljskr.: »Samkvœmt
2. gr. í téðum lögum (o: slöðul. 2. jan. 1871) tekur
Island aftur á móti engan þátt i löggjafarvaldinu
að því leyti, er snertir hin almennu málefni ríkis-
ins, á meðan það ekki hefir fulltrua á ríkisþinginu,
en á liinn hóginn verður þess heldur ekki krafist á
meðan, að Islendingar leggi neitt til hinna almennu
þarfa ríkisins«. Upp í stjórnarskrána eru því tekin
1) Alþ.tíð. 1911, A, Nr. 505, bls. 716. 2) Alþ.tið. 1873, II, 265.