Andvari - 01.01.1911, Blaðsíða 174
1G8
Samband íslands og Danmerkur
bankaseðlarnir dönsku og hinir einu seðlar, er hér
gengu sem lögfullur gjaldeyrir í opinber gjöld, og er
það enn jafnframt seðlum Landsbankans og íslands-
banka, samkvæmt loforði konungs í stofnskrá 1818
§ 42, þar sem hann skuldbindur sig til þess að taka
þá í fjárhirzlu sína.
Það er áður tekið fram, að konungur skildi Is-
land undir utanríkissamninga sína á þessu tímabili,
og sendiherrar og konsúlar voru sameiginlegir fyrir
öll ríki lians og lönd, og að liermál voru einnig í
framkvædinni sameiginleg.
5. Fyrstu 20 árum, eftir að einveldið koinst á,
varð engin breyting á stjórnarfari í landinu, hvort
sem það hefir verið Henrik Bjelke að þakka eða öðru.
Höfuðsmaður var hinn eini lögboðni milliliður í fram-
kvæmdar- og löggjafarmálum milli konungs og lands-
ins. Ríkisráðið hvarf úr sögunni með einveldinu í'
Danmörku, en í stað þess komu ýmsar sljórnarskrif-
stofur. Og konungur tók sér að vísu ráðgjafa, en
staða þeirra varð svo mjög önnur undir hinum ein-
valda konungi en staða hins forna ríkisráðs hafði
verið, sem jafnvel var ijfir konunginn sett að sumu
leyti og gat lagt bann við ýmsum stjórnaráðsstöf-
unum hans. Til ársins 1700 gerði alþingi samþyktir
um ýms löggjafarefni, líkt og verið hafði áður, en
eftir það hætti það því, enda fór nú vegur þess mjög
hnignandi. Varð það nú einungis dómstóll. 1683
varð breyting á stjórn innanlandsmála fslands. 26.
jan. 1684 var settur siiftbe/alingsmaður svo nefndur
eða sii/tamimaður, sem hann líka er nefndur, og var
hann æðstur embættismanna innanlands. Land/ó-
geti var settur með kgsúrsk. 17. jan. 1683 og amtmaður
21. apr. 1688. Höfðust stiftbefalingsmenn nær alt af