Spegillinn - 01.12.1954, Blaðsíða 15

Spegillinn - 01.12.1954, Blaðsíða 15
SPEGILLINN 1B7 bæjarins. Segir í samþykktinni að stoCna skuli nú þegai tvær lúSrasveitir fyrir 15—1® meðlimi hvora. LÚÐRASVEITIR ' gefst. Sagt er, að sumir kennarar láti sér fátt um þetta finnast; segja á nú að fara að stofna í barnaskólum vorum; tvær til að byrja með, sem er, að börnin blási þegar nægilega á kennarana, þótt ekki sé verið og ca. 15 börn í hvorri. Svo á auðvitað að auka starfsemina, ef vel að auka þa® með opinberum róðstöfunum. sízt var ástæða til að vera fyrirfram að amast við Jóni prófessor Helgasyni sem ræðumanni, úr því að liann var hér staddur á annað borð — fyrir hreina tilviljun. Auðvitað var ræða hans sköruleg og margt orðið í tíma talað, aðeins hefðu heimbjóðendurnir átt að spandera bíl og sýna honum hin nýju hverfi höfuðborgarinnar, og þá vitanlega ekki lilaupa yfir Boulevard Bingo og Snobhill, þótt erlend nöfn beri. Þá hefði liann getað fengið liugmynd um afdrif einhvers af peningunum, sem liann var að lýsa eftir í ræðunni og virtust þar alveg hafa gufað upp. Enn- fremur hefði meira að segja mátt sýna honum einn ný- sköpunartogara og jafnvel einhver hraðfrystihús og síldar- verksmiðjuna á Skagaströnd. Að því loknu hefði hann get- að spurt nafna sinn Sigurðsson um aurana, í sambandi við hina spurninguna, sem lögð var fyrir hann, og hefði að líkindum orðið álíka fátt um svör við báðum — eins og líka til var ætlazt. Ekki var neitt úr strætóverkfallinu hinn 1. desember, og þegar þetta er ritað, eru mestar horfur á, að bílstjórarn- ir verði gerðir að föstum embættismönnum bæjarfélagsins og settir í launaflokk með slökkviliðsmönntnn og fleiri góðmn mönnum, svb að allir megi vel við una. Þykir þetta sniðuglega gert af Gunnari Thór., en það er eins og ég hef alltaf sagt: svona er að hafa góðan borgarstjóra á hætt- unnar stundu. Þó að einstöku skóarar sem fundu peninga- lykt af væntanlegu verkfalli, hafi kannske bölvað eitthvað svolítið, þá eru þeir svo fáir gagnvart öllum hinum, sem blessa frammistöðu borgarstjórans okkar. Það má teljast til nokkurra tíðinda, að Sáphýsingar, sem gátu sér allmikinn orðstír í merkilegum kosningum, fyrir fám árum, hafa nú aftur risið úr öskunni og í þetta sinn í Norræna félaginu og velt sjálfum Guðlaugi Rósinkrans af forsetastóli þar og sett Gunnar Thor. í staðinn; stefna sýnilega að því, að allir forsetar á landinu verði af einni og sömu familíu, og ber slíkt vott um einræðiskennd. Sumir segja, að þetta eigi að verða nokkurskonar lokaæfing eða generalprufa fyrir næstu kosningar, og ef svo er, verður það skiljanlegra, en aðrir halda því fram, að þarna sé bara verið að reyna til hlítar þolrifin í stjórnarsamvinnunni. LEIKSKRÁ L. R. fyrir „Frænkuna" er nú út komin í þriðja upplagi, og þykir með eindæmum. Oss furðar í rauninni ekkert á þessu og munum því ekki gera það að frekara blaðamáli. Annað mál er, að vér værum til í að eyða nokkrum línum, þegar skráin að lokuðu dyrunum fer að koma út í endurprentun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.