Spegillinn - 01.12.1954, Qupperneq 17
SPEGILLINN
1B9
Höfðingjar þeir, er með ljúfu jáyrði þjóðar sinnar höfðu
til sín öll völd í landinu á afviknu ári hrifsað, héldu þeim
enn á þessu, ávinnandi sér dag hvern aukna elsku sovel
sem virðingu almúgans, svo og annarra ríkja og þjóða,
ef frá er skilin þjóðin á Þórsgötu 1, er ein þjóða vestan
Járntjalds eigi enn hafði öðlazt ina réttu þekkingu á ágæti
þeirra og frábærum mannkostum. Höfðingjar þessir efndu
til veizlu góðrar á sjálfan nýársdag, fylgjendum sínum og
velunnurum til nokkurs gleðskapar, upphressingar og af-
réttingar, en þann dag ársins eru jafnan um allan heim
og svo-úti liér timburmenn stórir og illvígir; þótti nú til-
kippilegt að fá öllum slílcum á brott stökkt á kostnað al-
þjóðar, svo sem áður þurramæði og innanskömm í bú-
fénaði landsmanna. Var lengi í minnum liöfð ljúfmennska
og lítilmótlegheit stjórnarherranna, er þeir þóttust eigi
upp íir því vaxnir að drekka með jafnvel fáráðum og skil-
íitlum mönnum, er þeim á fyrri tíð hverskyns brautar-
gengi veitt höfðu; urðu flestir veldrukknir og að lokum,
liver til síns heima, á ahnanna kostnað transporteraðir og
í rúm lagðir. Var veizla sú lengi ofarlega í hugum manna, er
minntust hennar á sínum efri árum með trega og angur-
blíðu.
Fám dögum eftir þenna gefur réttvísin út plakat, hvarí
höfuðstaðarbúum er þökkuð skikkanleg liegðun á umliðnu
gamlaárslcvöldi; vóru aðeins xxxvi menn færðir til kjallara
hennar og þar að skilnaði vel trakteraðir.
I .Tanuario öndverðum gerði ofviðri mikið af hafi utan;
vóru elztu menn af skyndingi til kallaðir og að spurðir,
ef þeir mætti annað eins muna; mundi enginn annað eins
utan máske nokkrir, er eigi máttu mæla fyrir elliburða
sakir. I fárviðri þessu tók sig upp flaggskipið Hæringur,
er um allmörg undangengin ár í höfn Reykjavíkur og flest-
um til ama legið hafði, þó eigi þeim, er fé höfðu á grætt.
Sigldi út á reginhaf, mannlaust svo vel sem hjálparlaust og
stjórnlaust, var þó um síðir attraperað og því á grunn rennt;
tók þá fyrir frekari stroksemi af þess hálfu. Mátti síðan
dúsa við órífan kost á leirbotni í Sundum inni, unz frændur
þjóðarinnar, Norðmenn, fríuðu hana af því, og guldu við
fé, af fávizku sinni; þótti mörgum ofrausn og betur takast
en til hafði stofnað verið.
Spurðist austan úr Sovéttinu um réttarbætur miklar al-
múganum til handa, þar í bland jólatré, er nú vóru upp
tekin að vestrænum sið, einninn var öll spélni og narrarí
í garð trúaðra aldeilis forbönnuð, en áður höfðu liöfðingjar
slíkt mjög tíðkað og þótti kurteisi.
Nafntogaður maður og þó heimsfrægur, séra Hilaríus
nefndur, gisti landið á þessu ári öndverðu, hafandi þá nýs,
ásamt villimanni einum úr Asía, montem Everestum be-
stigið; skyldi nú landslýðurinn uppfræddur í hverskyns
fjallamannaíþróttum, en lilaut
þó frá því ráði fyrir ógæfta sak-
ir að hverfa. Gaf þó úti hér
skýrslur nokkrar um sínar út-
staðnar raunir og bedriftir og
hlaut að launum þjóðbúnings-
iilpu vandaða, en úlpur þær
þóttu inar merkilegustu flíkur,
svo að þjóðir stálu þeim títt á
landi hér og færðu með sér
utan, jafnvel alla leið til Finn-
markar,
Yfirgaf Áki flokk sinn, svo sem sumra er siður, látandi
þó orð um það falla, að stefnan væri góð, og þó að líkum
ofgóð, er hún mátti eigi henta Áka eftir atvikum.
Ágætt rit og vandað, Birtingur nefnt, lióf göngu sína
á þessu ári, þó meir til frægðar en langlífis, er það mátti
lúta í lægra haldi fyrir sólmyrkva þeim, er hér gerði og
lengi var í minnum hafður, er hann truflaði lofræðu Vil-
hjálms Þórs um eigin afrek, að Bifröst, uppeldislieimili
F ramsóknarmanna.
Hófst skeggöld í landinu, mest að forlagi klæðsniðils
eins, er í fornar ritningar gluggað hafði og þar séð fígúr-
ur af forfeðrum þjóðarinnar; vóru þeir skeggjaðir mjög.
Trúarvakning mikil í Ástralía, mest af völdum biskups
eins þar í álfu, er á sínum lieimsreisum mörgum liafði
eignazt ræfil nokkurn af Passíusálmum blessaðs Hallgríms
og til blámennsku snarað, en blámenn sungu síðan af
jarganlegum móði og þó guðrækilegum.
Bréfagerðir miklar af hálfu drottningar Niðurlanda, reit
forseta lýðveldis Islands tárumdögg%rað bréf, hvarí hún