Spegillinn - 01.12.1954, Qupperneq 25

Spegillinn - 01.12.1954, Qupperneq 25
SPEGILLINN 197 velur til glaðningð á kostnað félagsins (A.B ) eru ýmsir munir úr silfri s.s. lampar, silfurskeiðar, öskubikarar og aðrir bikarar, blómavasar og tóbaksdósir og aðrir eigulegir munir. Það er nú allt gott og blessað meðan Haraldur eignast sitt af hverju tagi af þessu dóti, en hvað ætti hann að gera með tvo grútarlampa og fimm neftóbaksdósir? Hann vrði neyddur til að fara að taka í nefið. Sem sagt, með stofnun félags leikdómara ætti leikhús- málum vorum vera borgið um fyrirsjáanlega framtíð. En til að F.L. væri jafnvel borgið, ættu leikarar vorir að taka liöndiun saman og veita glaðning fyrir bezta leikdóminn á árinu, þ. e. a. s. þann leikdóminn, sem lyftir leikurunum liæst til skvjanna. Þetta mundi skapa heilbrigða samkeppni í leikmenntagagnrýni. Bækistöð leiklistarinnar nefnist leikliús. Þau eru áþekk venjulegum húsum að utan að sjá, mjög friðsamleg, en allt öðru vísi, þegar inn er komið. I þessum húsum, starfar nokkurs konar fólk. Þeir sem vinna, kallast aðstoðarmenn og skrifstofufólk. Sú persónan, sem er á einlægum þeytingi upp og ofan út og suður um allt liúsið, kallast leikhússtjóri. Leikhússtjóri þarf að hafa ýmsa hæfileika til að bera t.d. að hafa sem minnst vit á leiklist, þá gerir hann minnstan usla. Hann getur þá í hæsta lagi truflað leikstarfsemina um stundar sakir, án þess að hún hljóti af varanlegt mein. Leikstjóri er aftur á móti allt annar handleggur. Svo nefn- ist óvinsælasta persónan í liúsinu. Hann einn hefur einka- leyfi á að kasta hnútum að samstarfsmönnum sínum og sýna önnur ótugtulegheit, eftir því sem geta og hæfileikar standa til, án þess að nokkur vogi sér að skerða hár á höfði hans. I almennilegum félagsskap mundi slíkur ófögnuður svífa í stöðugum lífsháska, en leikstjórinn veit sem er, að engin Iiætta er á ferðum, því væri honum kálað, mundi það kosta hvern leikara, sem væri, rulluna. En eins og alkunna er, leggja leikarar heldur á sig ómannúðlegar píslir fríviljuglega en að eiga á hættu að missa rulluna. Annað fólk í liúsinu eru svokallaðir leikarar. Ekki þurfa þeir þó allir að leika til að nefnast þessu nafni. Því að þó að þeir séu að þvælast fyrir á sviðinu, þá er það oft eng- inn leikur. Leikarar skiptast sem sagt í leikara, sem leika, þegar þeir eiga að leika og leikara sem ekki leika. Þeir bera liina venjulega ofurliði í atkvæðagreiðslu, þá sjaldan atkvæðagreiðsla er leyfð. Verkefni leikaranna heitir hlut- verk eða rulla. Seinna orðið hefur þann kost að falla betur að rími. Rullur eru ýmist stórar eða litlar, þakklátar eða óþakklátar. Þakklátar rullur eru stórar og stórar rullur eru þakklátar og svo náttiirlega öfugt. Stóru rullurnar eru miklu vinsælli og eftirsóknarverðari, því að þá er engin liætta á, að ekki verði tekið eftir leikaranum á sviðinu. Ungir og efnilegir leikarar fá sjaldnast þessar þakklátu rullur, heldur gamlir útleiknir — jafnvel illa útleiknir leikarar, sem mikils mega sín í félagsmálum — ef leikstjór- inn tekur ekki aðalhlutverkið sjálfur, sem hann oftast tekur, því að annars mundi liann ekki leggja á sig hið vanþakk- láta starf að vera leikstjóri. Næst þakklátustu rullurnar eru þær, sem aðeins spila einhverja rullu í fyrsta þætti, svo að leikarinn getur skipt um föt og farið á ball, ef hann liefur ekki annað skemmti- legra fyrir stafni. En náttúrlega verður það að vera góð rulla, t. d. hetja í leikritinu, sem er skotin í lok fyrsta þáttar af (ekki í) meðbiðli sínum og á svo frí það sem eftir er kvöldsins. Hann getur líka fengið hjartaslag, það kemur út á eitt. Sameiginlegt báðum aðferðum er, að verið er að tala um hina dauðu hetju leikinn út. Svoleiðis er leikarinn að vinna fyrir brauði sínu, á meðan hann situr við skál í öðrum bæjarhluta. Auk stóru rullnanna og góðu, litlu en áberandi rulln- anna í fyrsta þætti er til þriðja tegund af þakklátum rull- um, n.l. persónur þær, sem verið er að tala um allan leik- inn, en aldrei koma fram. Það getur verið faðirinn, sem hefyir arfleitt ráðskonuna að eigum sínum, en gleymt börnunum eða þá liin mikilhæfa persóna, sem á að koma inn á lciksviðið í því að tjaldið fellur, eða þá frændinn í Ameríku, sem spilar stóra rullu í ímyndun aðstandenda, en aldrei kemur fram, af þeirri einföldu ástæðu, að honum vinnst ekki tími til að vera kominn á staðinn fyrir leikslok. Viðkomandi leikarar geta þá unnið fyrir sér á meðan þeir sofa. Þá komnm vér að vanþakklátu rullunum. Góðu-rullu- leikarar líta ekki við þeim. Venjulegir leikarar ekki heldur. Þær koma oftast í hlut ungu efnilegu leikaranna.

x

Spegillinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.