Spegillinn - 01.12.1954, Side 32
SPEGILLINN
2D4
Ætluðu að veiða dúfur
bak við vínbúðina Nýborg.
Gnmsamlegir vefdimenn handteknrr,
bunir hmfum 09 töng.
— Alltaf ertu með þessa hótfyndni. Þetta sem er róman-
tízkt, listrænt og vinsælt óskalag. Maður kemst varla hjá
því að læra eitthvað af þessu útvarpi, en svo er það bara
eitthvað, sem maður á ekki að læra. Á ég kannske að syngja
eitthvað abstrakt?
— Þú ert nú víst ekki alltaf svo mikið gefinn fyrir það
nonfígúratvíva, sagði Hallbjörg, — En það er tími til að
syngja og tími til að þegja, eftir því sem við á, frá menning-
arlegu sjónarmiði.
— Sér er nú hvað sjónarmiðið og hátíðlegheitin. Jæja.
Hvað ætlarðu þá að gefa fleira af jólagjöfum? Mannbjörgu
jafngildi Laugarássbyggingarleyfis. Díalín Hitlersbíl. Eg
skal ekki trufla upptalninguna.
— Það er sosem lítið á það að treysta. Eg veit að dóttur-
félag eins og Profit mun gefa góða raun og mikinn arð,
en það ætti ekki að rjúfa menningartengslin, svo að þér
væri hollt að taka mig alvarlega. Jólagjafalistinn er raun-
ar ekki fullsaminn enn, en ég hef hugsað mér að gefa þvotta-
ráðskonunni okkar gott listaverk og hef þá augastað á ein-
hverju eftir hann Svein, því hans myndir- eru „karlmann-
legar . . . og . . . hafa ákaflega sterka náttviru“, eins og
maðurinn í Vísi sagði.
— Þetta finnst mér hreint ekki svo vitlaust. Ef þvotta-
ráðskonan þarfnast endilega einhvers með ákaflega sterkri
náttúru í, þá hefur þú í það minnsta gert það litla, sem
í þínu valdi stendur, sagði Hálfdán og reyndi að hlæja,
án þess að konan heyrði.
— Ég mátti sosem vita að það sé til lítils að nota list-
fræðileg hugtök í sambandi við þig, en mér verður það
einhvernvegin á, að nota livert tækifæri til þess að koma
þér í skilning um menningarleg verðmæti, ef hægt væri.
IJallbjörg lá hugsi nokkra stund, en ekkert heyrðist frá
Hálfdáni. Hann var sofnaður, þreyttur eftir erfiðan dag við
að stofna Profit h.f. og tilgangslaust mas um miðja óveð-
ursnótt, en það hafði lækkað verulega á kokkteilflosk-
unni.
Enn var koldimmt úti og rumburnar komu æðandi inn
yfir nesið og lömdu jafnvel gluggana á Gróðramel 13, þar
sem hjónin sváfu fyrir innan, en tóm flaska stóð á nátt-
borðinu. Svo þakka ég þeim sem lásu og óska gleðilegra
jóla fyrir þeirra hönd. Bob á beygjunni.
Tékknejkt
pcAtulín
Matar- og kaffistell
jafnan fyrirliggjandi í
fjolbreytfu úrvali
★
Jon Jóhannesson I Co.
Austurstrœti 1 — Sími 5821