Fréttablaðið - 19.09.2009, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 19.09.2009, Blaðsíða 8
8 19. september 2009 LAUGARDAGUR 1 Hvað heitir formaður rann- sóknarnefndar Alþingis? 2 Hverju stal kona á Selfossi og hlaut tveggja mánaða skilorðs- bundið fangelsi fyrir? 3 Hvaða útvarpskona brákaðist á ökkla er hún féll af vespu? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 62 ÍRAN, AP Tvær kröfugöngur fóru fram í Teheran, höfuðborg Írans, í gær og tóku tugir þúsunda þátt í þeim. Fólki úr kröfugöngunum laust saman og barðist einnig við óeirðalögreglu. Önnur gangan var hefðbundin ganga sem farin er í lok Ramad- am-föstunnar í Íran til stuðnings Palestínumönnum, og beindist hún gegn Ísrael. Stuðningsmenn Mirs Hosseins Mousavi, sem bauð sig fram í forsetakosningun- um í Íran í júní, fóru í aðra göngu þar sem framgöngu stjórnvalda í Íran var mótmælt. Þetta eru fyrstu fjöldamótmæli stjórnarandstæðinga í Íran frá því um miðjan júlí, þegar mót- mælaalda vegna meintra kosn- ingasvika Mahmouds Ahmad- inejad, forseta Írans, leið undir lok. Æðsti leiðtogi Írans, Ayatollah Ali Khamenei, varaði stjórnar- andstæðinga við því að nota gær- daginn til að mótmæla. Tugir þúsunda mótmælenda með græna klúta eða sjöl virtu skipanir hans að vettugi. Meðal mótmælenda voru konur sem fóru í mótmæla- gönguna með börnum sínum. Sjónarvottar segja harðlínu- menn hafa reynt að ráðast gegn Mousavi þegar hann tók þátt í göngunni. Stuðningsmenn hans komu honum undan í bíl, og héldu harðlínumönnunum frá honum. Til átaka kom milli óeirða- sveita lögreglu og stjórnarand- stæðinga á einu af stærstu torg- um Teherans. Lögreglumenn beittu táragasi og kylfum gegn mótmælendum, sem hentu grjóti, múrsteinum og öðru lauslegu að lögreglunni. Í það minnsta tíu mótmælend- ur voru handteknir af óeinkennis- klæddum starfsmönnum öryggis- lögreglunnar, að sögn sjónarvotta. Stjórnarandstæðingar halda því fram að Mahmoud Ahmad- inejad, forseti Írans, hafi svindl- að í kosningunum í júní, og að Mousavi sé réttkjörinn forseti Íran. Því hafa stjórnvöld í land- inu ítrekað hafnað. brjann@frettabladid.is Þúsundir fóru í kröfugöngu í Teheran gegn forseta Írans Tugþúsundir stjórnarandstæðinga gengu um götur Teherans í gær. Lögregla beitti kylfum og táragasi gegn mótmælendum, sem köstuðu grjóti á móti. Þetta voru fyrstu fjölmennu mótmælin í landinu frá því í júlí. MÓTMÆLI Stuðningsmenn Mirs Hosseins Mousavi, sem bauð sig fram í forsetakosn- ingunum í Íran í júní, báru græna borða og sjöl til að sýna stuðning sinn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP EFNAHAGSMÁL Ýmsir aðilar sem fjölluðu um íslenska bankakerf- ið, meðal annars Alþjóðagjaldeyr- issjóðurinn, töldu álagspróf Fjár- málaeftirlitsins (FME) strangt. Þetta segir Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri FME, um það að rannsóknarnefnd Alþingis hafi álagsprófin nú til skoðunar. Sagt var frá því í Fréttablaðinu í gær að danski ríkisendurskoð- andinn væri á leið til landsins til að kynna rannsóknarnefndinni skýrslu sem nota ætti til grundvall- ar málsókn á hendur danska fjár- málaeftirlitinu vegna aðgerða- leysis þess í aðdraganda falls Hróarskeldubanka. Jónas var forstjóri FME árin fyrir hrunið. Hann segir álagsprófin ekki vera heil- brigðisvottorð fyrir bankana heldur aðferð við að prófa hvernig bankar stand- ist tiltekin áföll. Með prófinu sem hefur verið í umræðunni og var gert skömmu fyrir hrunið í fyrra hafi áhrif tiltekinna áfalla á eiginfjárstöðu bankanna verið könnuð og það hafi byggt á opinberum reglum. Álagsprófið hafi hins vegar ekki prófað lausafjárstöðu, en það hafi fyrst og fremst verið frost á lausafjármörkuðum sem orsakaði hrunið. Nú séu fjármálayfirvöld og bankar um allan heim að endur- skoða regluverk sitt, meðal annars með tilliti til þessa. Jónas bendir að síðustu á að óháður erlendur fagaðili hafi skil- að úttekt á framkvæmd eftirlits á Íslandi í mars og að niður- staðan hafi almennt verið jákvæð í garð FME. - sh Segir álagsprófið ekki hafa vera heilbrigðisvottorð: AGS taldi álagspróf eftirlitsins strangt Jafnréttisfræðsla í skó lum 21. –22. september 20 09 Norræn ráðstefna á G rand Hótel í Reykjavík . Ráðstefnan er endur gjaldslaus og kjörinn vettvangur fyrir skólafólk, foreld ra, fræðimenn, stjórn málamenn og alla þá sem vilja fræð a og fræðast um jafnr étti í námi og starfi. Nánari upplýsingar á http://formennska20 09.jafnretti.is Jafnréttisdagar í Hásk óla Íslands 23. –25. september Fyrirlestrar og viðburð ir af ýmsu tagi um jafn réttismál í víðum skiln ingi. Dagskrá á www.jafnre tti.hi.is Kyn og kreppa 26. september Má nýta kreppuna til a ukins kynjajafnréttis? Norræn ráðstefna Kvenréttindafélags Ísl ands á Grand Hótel í R eykjavík. Frekari upplýsingar og dagskrá á www.krfi.is og skráning á krfi@k rfi.is Félags- og tryggingamálaráðuneytiðMenntamálaráðuneytiðNordisk Ministerråd AR GH 0 9/ 20 09 Heil vika af jafnréttisviðburðum! Kvenréttindafélag Íslands EFNAHAGSMÁL Fyrirtökum nauð- ungarsölubeiðna einstaklinga hjá sýslumönnum fjölgaði um tæplega 25 prósent á fyrri hluta árs sam- anborið við sama tímabil í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá dóms- málaráðuneytinu. Sýslumenn tóku fyrir samtals 1.841 nauðungarsölubeiðni vegna einstaklinga á fyrstu sex mánuðum ársins, samanborið við 1.479 tals- ins fyrstu sex mánuðina í fyrra. Þá bárust sýslumannsembættum landsins 840 beiðnir um nauðung- arsölu hjá lögaðilum, tæplega 39 prósentum fleiri en á sama tíma í fyrra, þegar þær voru 606 talsins. Gjaldþrotum einstaklinga fækkaði, voru 55 samanborið við 93 á fyrstu sex mánuðunum í fyrra. Ása Ólafsdóttir, aðstoðarmað- ur dómsmálaráðherra, segir að samkvæmt samantekt frá sýslu- mannsembættum landsins hafi árangurslausu fjárnámi hjá ein- staklingum fækkað. Á fyrri hluta ársins voru þau 4.359 talsins, en 4.504 árið 2008. Ekki fengust upp- lýsingar um fjölda mála hjá sýslu- mönnum síðustu tvo mánuði, en Ása segir unnið að því að safna þeim upplýsingum saman. - bj Nauðungarsölubeiðnum hjá sýslumönnum fjölgar um fjórðung á fyrri hluta árs: Tæplega 2.000 beiðnir teknar fyrir GJALDÞROT Alls urðu 55 einstaklingar gjaldþrota á fyrri helmingi ársins, en 93 á sama tíma í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SKIPULAGSMÁL Fjöldi íbúa í nágrenni við verslunarmiðstöð- ina Grímsbæ í Fossvogi hefur mótmælt því að nýjum pitsustað þar í húsinu verði heimilt að vera með vínveitingar. Samkvæmt umsókn Ellerts Á. Ingmundarsonar leikara, sem á pitsutaðinn Eldofninn í Gríms- bæ og býr sjálfur í Fossvogin- um, er óskað eftir vínveitinga- leyfi til klukkan ellefu á kvöldin. Samtals 62 íbúar í Efstalandi og Gautlandi, sem eru næstu íbúagötur við Grímsbæ, segj- ast alfarið andvígir því að leyf- ið verði veitt. Slíkur vínveit- ingastaður eigi alls ekki heima í verslunar- og þjónustumiðstöð hverfisins. Málið er nú komið til skipulagsráðs. - gar Pitsustaður í Fossvogi: Íbúar andvígir vínveitingum GRÍMSBÆR Eigandi nýs pitsustaðar vill vínveitingaleyfi til ellefu á kvöldin. FERÐAÞJÓNUSTA Hótelið Westin Resort á eyjunni Arúba í Karíba- hafinu býður gestum sem dvelja á hótelinu afslátt af gistingu ef þeir geta barn meðan á dvöl þeirra á hótelinu stendur. Tilboðið sem stjórnendur þar bjóða gestum hljóðar þannig að geti þeir sýnt fram á að þeir hafi getið barn meðan á dvöl þeirra á hótelinu stóð, fái þeir afslátt sem nemur allt að 36 þúsund íslensk- um krónum næst þegar þeir dvelja á hótelinu. Það þarf að sýna vottorð frá lækni um að barnið hafi komið undir þegar dvalið var á hótelinu, er haft eftir talsmanni hótelsins í Daily Telegraph. - jhh Hótel við Karíbahaf: Bjóða afslátt fyrir getnað JÓNAS FR. JÓNSSON Segir óháðan erlendan fagaðila hafa gefið FME almennt jákvæða umsögn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.