Fréttablaðið - 19.09.2009, Blaðsíða 8
8 19. september 2009 LAUGARDAGUR
1 Hvað heitir formaður rann-
sóknarnefndar Alþingis?
2 Hverju stal kona á Selfossi og
hlaut tveggja mánaða skilorðs-
bundið fangelsi fyrir?
3 Hvaða útvarpskona brákaðist
á ökkla er hún féll af vespu?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 62
ÍRAN, AP Tvær kröfugöngur fóru
fram í Teheran, höfuðborg Írans,
í gær og tóku tugir þúsunda þátt
í þeim. Fólki úr kröfugöngunum
laust saman og barðist einnig við
óeirðalögreglu.
Önnur gangan var hefðbundin
ganga sem farin er í lok Ramad-
am-föstunnar í Íran til stuðnings
Palestínumönnum, og beindist
hún gegn Ísrael. Stuðningsmenn
Mirs Hosseins Mousavi, sem
bauð sig fram í forsetakosningun-
um í Íran í júní, fóru í aðra göngu
þar sem framgöngu stjórnvalda í
Íran var mótmælt.
Þetta eru fyrstu fjöldamótmæli
stjórnarandstæðinga í Íran frá
því um miðjan júlí, þegar mót-
mælaalda vegna meintra kosn-
ingasvika Mahmouds Ahmad-
inejad, forseta Írans, leið undir
lok.
Æðsti leiðtogi Írans, Ayatollah
Ali Khamenei, varaði stjórnar-
andstæðinga við því að nota gær-
daginn til að mótmæla. Tugir
þúsunda mótmælenda með græna
klúta eða sjöl virtu skipanir hans
að vettugi. Meðal mótmælenda
voru konur sem fóru í mótmæla-
gönguna með börnum sínum.
Sjónarvottar segja harðlínu-
menn hafa reynt að ráðast gegn
Mousavi þegar hann tók þátt í
göngunni. Stuðningsmenn hans
komu honum undan í bíl, og héldu
harðlínumönnunum frá honum.
Til átaka kom milli óeirða-
sveita lögreglu og stjórnarand-
stæðinga á einu af stærstu torg-
um Teherans. Lögreglumenn
beittu táragasi og kylfum gegn
mótmælendum, sem hentu grjóti,
múrsteinum og öðru lauslegu að
lögreglunni.
Í það minnsta tíu mótmælend-
ur voru handteknir af óeinkennis-
klæddum starfsmönnum öryggis-
lögreglunnar, að sögn sjónarvotta.
Stjórnarandstæðingar halda
því fram að Mahmoud Ahmad-
inejad, forseti Írans, hafi svindl-
að í kosningunum í júní, og að
Mousavi sé réttkjörinn forseti
Íran. Því hafa stjórnvöld í land-
inu ítrekað hafnað.
brjann@frettabladid.is
Þúsundir fóru í kröfugöngu
í Teheran gegn forseta Írans
Tugþúsundir stjórnarandstæðinga gengu um götur Teherans í gær. Lögregla beitti kylfum og táragasi gegn
mótmælendum, sem köstuðu grjóti á móti. Þetta voru fyrstu fjölmennu mótmælin í landinu frá því í júlí.
MÓTMÆLI Stuðningsmenn Mirs Hosseins Mousavi, sem bauð sig fram í forsetakosn-
ingunum í Íran í júní, báru græna borða og sjöl til að sýna stuðning sinn.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
EFNAHAGSMÁL Ýmsir aðilar sem
fjölluðu um íslenska bankakerf-
ið, meðal annars Alþjóðagjaldeyr-
issjóðurinn, töldu álagspróf Fjár-
málaeftirlitsins (FME) strangt.
Þetta segir Jónas Fr. Jónsson,
fyrrverandi forstjóri FME, um það
að rannsóknarnefnd Alþingis hafi
álagsprófin nú til skoðunar.
Sagt var frá því í Fréttablaðinu
í gær að danski ríkisendurskoð-
andinn væri á leið til landsins til
að kynna rannsóknarnefndinni
skýrslu sem nota ætti til grundvall-
ar málsókn á hendur danska fjár-
málaeftirlitinu vegna aðgerða-
leysis þess í aðdraganda falls
Hróarskeldubanka.
Jónas var forstjóri FME
árin fyrir hrunið. Hann segir
álagsprófin ekki vera heil-
brigðisvottorð fyrir bankana
heldur aðferð við að prófa
hvernig bankar stand-
ist tiltekin áföll.
Með prófinu sem
hefur verið í
umræðunni
og var gert
skömmu
fyrir
hrunið í fyrra hafi áhrif tiltekinna
áfalla á eiginfjárstöðu bankanna
verið könnuð og það hafi byggt á
opinberum reglum.
Álagsprófið hafi hins vegar
ekki prófað lausafjárstöðu, en það
hafi fyrst og fremst verið frost á
lausafjármörkuðum sem orsakaði
hrunið. Nú séu fjármálayfirvöld
og bankar um allan heim að endur-
skoða regluverk sitt, meðal annars
með tilliti til þessa.
Jónas bendir að síðustu á að
óháður erlendur fagaðili hafi skil-
að úttekt á framkvæmd eftirlits á
Íslandi í mars og að niður-
staðan hafi almennt verið
jákvæð í garð FME. - sh
Segir álagsprófið ekki hafa vera heilbrigðisvottorð:
AGS taldi álagspróf
eftirlitsins strangt
Jafnréttisfræðsla í skó
lum
21. –22. september 20
09
Norræn ráðstefna á G
rand Hótel í Reykjavík
. Ráðstefnan er endur
gjaldslaus
og kjörinn vettvangur
fyrir skólafólk, foreld
ra, fræðimenn, stjórn
málamenn og
alla þá sem vilja fræð
a og fræðast um jafnr
étti í námi og starfi.
Nánari upplýsingar á
http://formennska20
09.jafnretti.is
Jafnréttisdagar í Hásk
óla Íslands
23. –25. september
Fyrirlestrar og viðburð
ir af ýmsu tagi um jafn
réttismál í víðum skiln
ingi.
Dagskrá á www.jafnre
tti.hi.is
Kyn og kreppa
26. september
Má nýta kreppuna til a
ukins kynjajafnréttis?
Norræn ráðstefna
Kvenréttindafélags Ísl
ands á Grand Hótel í R
eykjavík.
Frekari upplýsingar og
dagskrá á www.krfi.is
og skráning á krfi@k
rfi.is
Félags- og
tryggingamálaráðuneytiðMenntamálaráðuneytiðNordisk Ministerråd
AR
GH
0
9/
20
09
Heil vika
af jafnréttisviðburðum!
Kvenréttindafélag
Íslands
EFNAHAGSMÁL Fyrirtökum nauð-
ungarsölubeiðna einstaklinga hjá
sýslumönnum fjölgaði um tæplega
25 prósent á fyrri hluta árs sam-
anborið við sama tímabil í fyrra,
samkvæmt upplýsingum frá dóms-
málaráðuneytinu.
Sýslumenn tóku fyrir samtals
1.841 nauðungarsölubeiðni vegna
einstaklinga á fyrstu sex mánuðum
ársins, samanborið við 1.479 tals-
ins fyrstu sex mánuðina í fyrra.
Þá bárust sýslumannsembættum
landsins 840 beiðnir um nauðung-
arsölu hjá lögaðilum, tæplega 39
prósentum fleiri en á sama tíma í
fyrra, þegar þær voru 606 talsins.
Gjaldþrotum einstaklinga fækkaði,
voru 55 samanborið við 93 á fyrstu
sex mánuðunum í fyrra.
Ása Ólafsdóttir, aðstoðarmað-
ur dómsmálaráðherra, segir að
samkvæmt samantekt frá sýslu-
mannsembættum landsins hafi
árangurslausu fjárnámi hjá ein-
staklingum fækkað. Á fyrri hluta
ársins voru þau 4.359 talsins, en
4.504 árið 2008. Ekki fengust upp-
lýsingar um fjölda mála hjá sýslu-
mönnum síðustu tvo mánuði, en
Ása segir unnið að því að safna
þeim upplýsingum saman. - bj
Nauðungarsölubeiðnum hjá sýslumönnum fjölgar um fjórðung á fyrri hluta árs:
Tæplega 2.000 beiðnir teknar fyrir
GJALDÞROT Alls urðu 55 einstaklingar
gjaldþrota á fyrri helmingi ársins, en 93
á sama tíma í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
SKIPULAGSMÁL Fjöldi íbúa í
nágrenni við verslunarmiðstöð-
ina Grímsbæ í Fossvogi hefur
mótmælt því að nýjum pitsustað
þar í húsinu verði heimilt að vera
með vínveitingar.
Samkvæmt umsókn Ellerts Á.
Ingmundarsonar leikara, sem á
pitsutaðinn Eldofninn í Gríms-
bæ og býr sjálfur í Fossvogin-
um, er óskað eftir vínveitinga-
leyfi til klukkan ellefu á kvöldin.
Samtals 62 íbúar í Efstalandi
og Gautlandi, sem eru næstu
íbúagötur við Grímsbæ, segj-
ast alfarið andvígir því að leyf-
ið verði veitt. Slíkur vínveit-
ingastaður eigi alls ekki heima
í verslunar- og þjónustumiðstöð
hverfisins. Málið er nú komið til
skipulagsráðs. - gar
Pitsustaður í Fossvogi:
Íbúar andvígir
vínveitingum
GRÍMSBÆR Eigandi nýs pitsustaðar vill
vínveitingaleyfi til ellefu á kvöldin.
FERÐAÞJÓNUSTA Hótelið Westin
Resort á eyjunni Arúba í Karíba-
hafinu býður gestum sem dvelja á
hótelinu afslátt af gistingu ef þeir
geta barn meðan á dvöl þeirra á
hótelinu stendur.
Tilboðið sem stjórnendur þar
bjóða gestum hljóðar þannig að
geti þeir sýnt fram á að þeir hafi
getið barn meðan á dvöl þeirra á
hótelinu stóð, fái þeir afslátt sem
nemur allt að 36 þúsund íslensk-
um krónum næst þegar þeir
dvelja á hótelinu. Það þarf að sýna
vottorð frá lækni um að barnið
hafi komið undir þegar dvalið var
á hótelinu, er haft eftir talsmanni
hótelsins í Daily Telegraph. - jhh
Hótel við Karíbahaf:
Bjóða afslátt
fyrir getnað
JÓNAS FR. JÓNSSON Segir
óháðan erlendan fagaðila
hafa gefið FME almennt
jákvæða umsögn.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
VEISTU SVARIÐ?