Fréttablaðið - 19.09.2009, Blaðsíða 38
19. 2
RAUÐI KROSSINN dreifir nú í samvinnu við Eimskip, Sorpu og
Pósthúsið, sérmerktum fatapokum um allt land til að auðvelda lands-
mönnum að taka til hjá sér og koma gömlum fatnaði í notkun að nýju
eða í endurvinnslu. www.redcross.is
„Ég tók þessar myndir í febrúar
þegar ég var að safna mér efniviði
í möppu þar sem ég hugðist sækja
um skólavist í nokkrum skólum,“
segir Brynja Dögg Friðriksdótt-
ir, sem heldur ljósmyndasýningu
í Gallerí Verðandi í bókabúðinni
Skuld á Laugavegi 51. Þar sýnir
hún myndir sem hún tók af áhöfn
Þóris SF 77.
En af hverju þetta skip? „Það
voru hæg heimatökin því skipið
er gert út frá Höfn, sem er minn
heimabær. Þeir voru á dagróðra-
túrum á þessum tíma og ég fékk að
fljóta með einn túr og mynda karl-
ana í bak og fyrir,“ segir Brynja og
þakkar fyrir að hafa sloppið alger-
lega við sjóveiki. „Enda var þessi
dagur yndislegur og lygnt í sjó-
inn,“ segir hún dreymin.
Brynja var einnig mjög ánægð
með fyrirsæturnar. „Karlarn-
ir voru alveg frábærir, stilltu sér
upp þegar það átti við og hundsuðu
myndavélina þess á milli,“ segir
hún glaðlega.
Sjóferðin góða var þó aldrei
hugsuð sem eitthvað meira en lítið
verkefni. „Svo fékk ég svo góð við-
brögð við myndunum að ég ákvað
að halda sýningu,“ segir Brynja.
Hún hefur unnið á fjölmiðlum
síðustu fjögur ár, meðal annars
í Kompási, en var sagt upp þar í
byrjun árs. Hún dvaldi um tíma á
Höfn en hélt síðan utan til Noregs
þar sem hún vann á hóteli í nokkra
mánuði. Í næstu viku er stefnan
sett út á ný, nú í nám í heimildar-
myndagerð við Salford-háskólann
í Manchester í Englandi.
Sýning Brynju var opnuð í gær
og stendur til 16. október. Bóka-
búðin Skuld og Gallerí Verðandi
eru opin virka daga frá 12-18 og á
laugardögum 12-16 en lokað er á
sunnudögum. solveig@frettabladid.is
Svipmyndir af sjónum
Brynja Dögg Friðriksdóttir áhugaljósmyndari hefur sett upp sýningu í Gallerí Verðandi í bókabúðinni
Skuld. Þar sýnir hún myndir sem hún tók af áhöfn Þóris SF 77 sem gerður er út frá Höfn í Hornafirði.
Þórir SF 77 er gerður út frá Höfn í Hornafirði. Sigurjón Steindórsson yfirvélstjóri að störfum.
Brynja Dögg Friðriksdóttir hefur unnið á fjölmiðlum síðustu ár en er nú á leið í nám í
heimildarmyndargerð í Manchester. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Fé sem smalað var af afrétti Grindvíkinga í gær verð-
ur dregið í dilka í Þórkötlustaðarétt í dag. Auk þess verð-
ur fjölskylduratleikurinn Finna féð í nágrenni réttarinn-
ar. Hann gengur út á að leita að vísbendingum og svara
léttum spurningum um sauðkindina. Dregið verður úr
réttum svörum og þrír ullarvinningar verða í verðlaun.
Í tengslum við réttardaginn verður einnig markaður á
svæðinu frá klukkan 13 þar sem fólk getur skoðað og
keypt ýmsar handunnar vörur, skartgripi, sultur, áletruð
kerti og fleira. Júdódeild UMFG verður með kjötsúpu á
boðstólum og starfsfólk á leikskólanum Króki með kaffi-
sölu. Einnig verður tónlistaratriði frá Harmóníkufélagi
Suðurnesja.
Hestar verða í reiðhöllinni í Grindavík og þar verður
teymt undir börnum sem langar að fara á bak. - gun
Réttir og ratleikur í Grindavík
LÍF OG FJÖR VERÐUR VIÐ ÞÓRKÖTLUSTAÐARÉTT Í GRINDAVÍK Í DAG.
Mannamál og jarmur blandast saman í réttunum.
MYND/GRINDAVIK.IS
NÁM
Næstu fyrirlestrar og námskeið
22. sept. Erum við andleg og líkamleg eiturefna-
úrgangs-ruslaskrímsli...?!
Edda Björgvinsdóttir
01. okt. Hvað á ég að gefa barninu mínu að
borða?
Ebba Guðný Guðmundsdóttir
13. okt. Góð heilsa er auðveldari en þú heldur
Matti Oswald
20. okt. Hvað er málið með aukakílóin
Matti Oswald www.madurlifandi.is
S k e i f u n n i 3 j · S í m i 5 5 3 8 2 8 2 · w w w . h e i l s u d r e k i n n . i s
• opnar orkuflæði
• slökun
• losar um spennu og kvíða
• dregur úr verkjum
• styrkir líkamann
• o.fl.
Ta i c h i f y r i r l í k a m a o g s á l