Fréttablaðið - 19.09.2009, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 19.09.2009, Blaðsíða 10
10 19. september 2009 LAUGARDAGUR GRÍMA Túrkís-gríma sem sýna á Tlaloc, regnguð Azteka, er nú til sýnis í British Museum í London. Gríman er talin 500-650 ára gömul. NORDICPHOTOS/AFP ANDVAR I ANDVAR I Handprjónuð húfa úr 100% Merino ull. Handprjónuð derhúfa úr 100% Merino ull. húfa derhúfa Verð: 3.900 kr.Verð: 38.800 kr. Verð: 4.800 kr. BRAGI Hlý og vatnsfráhrindandi. Parka ORKUMÁL Verkfræðistofan Mannvit hefur lokið við að bora fyrstu af 50 til 70 borholum vegna jarðhita- nýtingar í Ungverjalandi. Mann- vit starfar með ungverska einka- fyrirtækinu PannErgy sem áætlar framleiðslu á grænni orku til hús- hitunar á um 70 þúsund heimilum víðs vegar um landið. PannErgy hefur gert samstarfs- samning við um þrjátíu sveitarfé- lög og stofnað með þeim sameigin- leg félög um rekstur hitaveitna. Að auki er stefnt að framleiðslu raf- magns með jarðvarma. Áætlaðar heildarfjárfestingar PannErgy á þessu sviði nema á bilinu 350 til 500 milljóna evra. Lokið var við að bora fyrstu hol- una í bænum Szentlörinc í suðvest- urhluta Ungverjalands í síðustu viku. Holan er 1.820 metra djúp og fyrstu prófanir og mælingar á eiginleikum borholunnar gefa til kynna góðan árangur. Að sögn Sigurðar Lárusar Hólm, verkefnisstjóra á skrifstofu Mann- vits í Búdapest (Mannvit kft.), er þetta í fyrsta skipti sem borað er niður í jarðlög á tveggja kíló- metra dýpi í Ungverjalandi, þar sem markmiðið er að vinna heitt vatn til húshitunar og er byggt á reynslu Íslendinga í nýtingu jarð- hita. Auk þess að sinna verkefnum í Ungverjalandi þjónustar Mann- vit verkefni í Þýskalandi, Slóvak- íu, Slóveníu, Bosníu-Hersegóvínu, Rúmeníu, Grikklandi og Tyrk- landi. - shá Mannvit annast jarðnýtingarverkefni í Ungverjalandi: Munu hita upp allt að 70.000 heimili KRÖFTUG HOLA Mannvit byggir á reynslu og hugviti sem fyrirtækið hefur aflað um áratuga skeið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SÖFNUN „Við stefnum ótrauð á að fiskabúrið verði jólagjöfin í ár. Það vantar enn herslumuninn en við vonum að þetta gangi, og ætlum að láta þetta ganga,“ segir Einar Gunnar Guðmundsson, meðlimur í Mími, vináttufélagi Vesturbæj- ar. Söfnun fyrir nýju fiskabúri í anddyri Vesturbæjarlaugar, sem félagið hefur staðið fyrir undan- farið, lauk formlega í vikunni. Alls söfnuðust um 700.000 krónur. Félaginu þykir mikill sjónar- sviptir að fiskabúri sem tekið var niður úr anddyri laugarinnar árið 1985. Einar segir söfnunina hafa náð langt upp í markmiðið sem haft var að leiðarljósi í upphafi, en stefnan var að safna einni milljón króna. „Við erum mjög sátt. Enn höfum við ekki leitað til neinna fyrirtækja, en höfum í hyggju að hafa samband við nokkur valin fyrirtæki í Vesturbænum.“ Að sögn Einars er næsta skref að hefja vinnu með arkitekt laug- arinnar, í samvinnu við þá sem veita henni forstöðu. „ÍTR hefur samþykkt að taka við rekstri fiska- búrsins eftir að við afhendum laug- inni það. Sá rekstur ætti ekki að kosta nema um 10 til 15.000 krón- ur á mánuði. Vonandi verður þetta til að auka enn frekar aðsókn að lauginni,“ segir Einar og bend- ir þeim sem áhuga hafa á verk- efninu á Face book-síðu söfnunar- innar, sem ber titilinn Fiskabúr í anddyri Vesturbæjarlaugar. Þar sé allar upplýsingar að finna. - kg Um 700.000 krónur söfnuðust fyrir fiskabúri í anddyri Vesturbæjarlaugar: Búrið verði jólagjöfin í ár VESTURBÆJARLAUG Einar Gunnar, sem hér sést ásamt Hlyni, syni sínum, í and- dyri laugarinnar, er sáttur við árangur söfnunarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR ÚTIVIST Hjóladagur fjölskyldunnar verður haldinn í dag. Í tilkynningu frá umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkurborg- ar segir að þátttakendur muni hittast á völdum áfangastöðum þar sem reyndir hjólreiðamenn taka á móti þeim og fylgja hópun- um í Nauthólsvík. Borgarstjóri og bæjarstjórar á höfuðborgarsvæð- inu hittast á reiðhjólum í Naut- hólsvík og hjóla ásamt hópnum í Ráðhúsið þar sem boðið verður upp á hressingu. Hjóladeginum lýkur í Ráðhúsinu þar sem fylgst verður með Tjarnarsprettinum þar sem hjólaðir eru 15 hringir í kringum Tjörnina. - kg Hjólað víða um borgina: Hjóladagur fjöl- skyldunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.