Fréttablaðið - 19.09.2009, Blaðsíða 10
10 19. september 2009 LAUGARDAGUR
GRÍMA Túrkís-gríma sem sýna á
Tlaloc, regnguð Azteka, er nú til sýnis
í British Museum í London. Gríman er
talin 500-650 ára gömul.
NORDICPHOTOS/AFP
ANDVAR I ANDVAR I
Handprjónuð húfa úr 100% Merino ull. Handprjónuð derhúfa úr 100% Merino ull.
húfa derhúfa
Verð: 3.900 kr.Verð: 38.800 kr. Verð: 4.800 kr.
BRAGI
Hlý og vatnsfráhrindandi.
Parka
ORKUMÁL Verkfræðistofan Mannvit
hefur lokið við að bora fyrstu af
50 til 70 borholum vegna jarðhita-
nýtingar í Ungverjalandi. Mann-
vit starfar með ungverska einka-
fyrirtækinu PannErgy sem áætlar
framleiðslu á grænni orku til hús-
hitunar á um 70 þúsund heimilum
víðs vegar um landið.
PannErgy hefur gert samstarfs-
samning við um þrjátíu sveitarfé-
lög og stofnað með þeim sameigin-
leg félög um rekstur hitaveitna. Að
auki er stefnt að framleiðslu raf-
magns með jarðvarma. Áætlaðar
heildarfjárfestingar PannErgy á
þessu sviði nema á bilinu 350 til
500 milljóna evra.
Lokið var við að bora fyrstu hol-
una í bænum Szentlörinc í suðvest-
urhluta Ungverjalands í síðustu
viku. Holan er 1.820 metra djúp
og fyrstu prófanir og mælingar á
eiginleikum borholunnar gefa til
kynna góðan árangur.
Að sögn Sigurðar Lárusar Hólm,
verkefnisstjóra á skrifstofu Mann-
vits í Búdapest (Mannvit kft.), er
þetta í fyrsta skipti sem borað
er niður í jarðlög á tveggja kíló-
metra dýpi í Ungverjalandi, þar
sem markmiðið er að vinna heitt
vatn til húshitunar og er byggt á
reynslu Íslendinga í nýtingu jarð-
hita.
Auk þess að sinna verkefnum í
Ungverjalandi þjónustar Mann-
vit verkefni í Þýskalandi, Slóvak-
íu, Slóveníu, Bosníu-Hersegóvínu,
Rúmeníu, Grikklandi og Tyrk-
landi.
- shá
Mannvit annast jarðnýtingarverkefni í Ungverjalandi:
Munu hita upp allt
að 70.000 heimili
KRÖFTUG HOLA Mannvit byggir á reynslu og hugviti sem fyrirtækið hefur aflað um
áratuga skeið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
SÖFNUN „Við stefnum ótrauð á að
fiskabúrið verði jólagjöfin í ár. Það
vantar enn herslumuninn en við
vonum að þetta gangi, og ætlum
að láta þetta ganga,“ segir Einar
Gunnar Guðmundsson, meðlimur
í Mími, vináttufélagi Vesturbæj-
ar. Söfnun fyrir nýju fiskabúri í
anddyri Vesturbæjarlaugar, sem
félagið hefur staðið fyrir undan-
farið, lauk formlega í vikunni. Alls
söfnuðust um 700.000 krónur.
Félaginu þykir mikill sjónar-
sviptir að fiskabúri sem tekið var
niður úr anddyri laugarinnar árið
1985. Einar segir söfnunina hafa
náð langt upp í markmiðið sem
haft var að leiðarljósi í upphafi, en
stefnan var að safna einni milljón
króna. „Við erum mjög sátt. Enn
höfum við ekki leitað til neinna
fyrirtækja, en höfum í hyggju að
hafa samband við nokkur valin
fyrirtæki í Vesturbænum.“
Að sögn Einars er næsta skref
að hefja vinnu með arkitekt laug-
arinnar, í samvinnu við þá sem
veita henni forstöðu. „ÍTR hefur
samþykkt að taka við rekstri fiska-
búrsins eftir að við afhendum laug-
inni það. Sá rekstur ætti ekki að
kosta nema um 10 til 15.000 krón-
ur á mánuði. Vonandi verður þetta
til að auka enn frekar aðsókn að
lauginni,“ segir Einar og bend-
ir þeim sem áhuga hafa á verk-
efninu á Face book-síðu söfnunar-
innar, sem ber titilinn Fiskabúr í
anddyri Vesturbæjarlaugar. Þar sé
allar upplýsingar að finna. - kg
Um 700.000 krónur söfnuðust fyrir fiskabúri í anddyri Vesturbæjarlaugar:
Búrið verði jólagjöfin í ár
VESTURBÆJARLAUG Einar Gunnar, sem
hér sést ásamt Hlyni, syni sínum, í and-
dyri laugarinnar, er sáttur við árangur
söfnunarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
ÚTIVIST Hjóladagur fjölskyldunnar
verður haldinn í dag.
Í tilkynningu frá umhverfis- og
samgöngusviði Reykjavíkurborg-
ar segir að þátttakendur muni
hittast á völdum áfangastöðum
þar sem reyndir hjólreiðamenn
taka á móti þeim og fylgja hópun-
um í Nauthólsvík. Borgarstjóri og
bæjarstjórar á höfuðborgarsvæð-
inu hittast á reiðhjólum í Naut-
hólsvík og hjóla ásamt hópnum í
Ráðhúsið þar sem boðið verður
upp á hressingu. Hjóladeginum
lýkur í Ráðhúsinu þar sem fylgst
verður með Tjarnarsprettinum
þar sem hjólaðir eru 15 hringir í
kringum Tjörnina. - kg
Hjólað víða um borgina:
Hjóladagur fjöl-
skyldunnar