Fréttablaðið - 19.09.2009, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 19.09.2009, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 19. september 2009 73 Viltu vera í okkar liði? Actavis Group Dalshrauni 1 220 Hafnarfirði s 535 2300 f 535 2301 @ actavis@actavis.com w www.actavis.com Actavis er alþjóðlegt fyrirtæki sem sérhæfir sig í þróun, framleiðslu og sölu hágæðasamheitalyfja. Hjá Actavis starfa um 10 þúsund einstaklingar í 40 löndum, sem eru reiðubúnir að taka áskorunum með það að markmiði að koma Actavis í fremstu röð samheitalyfjafyrirtækja. Actavis leitar að metnaðarfullum einstaklingum til starfa sem eru tilbúnir að takast á við krefjandi verkefni. Sérfræðingur í fjárstýringu Fjárstýring Actavis Group hefur yfirumsjón með greiðsluflæði fyrirtækisins og dótturfélaga þess. Einnig hefur deildin umsjón með lánum, gjaldeyris- og vaxtaáhættum, tryggingum og bankasamskiptum svo eitthvað sé nefnt. Starfið felur m.a. í sér þátttöku í áhættu- og fjárstýringu, greiðsluflæði, aðstoð í tryggingamálum, skýrslugerð til framkvæmdastjórnar og samstarf við bókhald Actavis Group. Við leitum að einstaklingi með háskólapróf á sviði viðskiptafræði, hagfræði, verkfræði eða sambærilega menntun. Gerð er krafa um góða enskukunnáttu, þekkingu á reikningshaldi, mjög góða Excel-kunnáttu, nákvæm og sjálfstæð vinnubrögð. Viðkomandi þarf að vera skipulagður og talnaglöggur. Sérfræðingur innlendra skráninga Starfið tilheyrir markaðssviði Actavis Group og eru helstu verkefni sviðsins skilgreining markaðsstefnu, markaðssetning og kynning á vörum fyrirtækisins, gerð sölu- og kynningaráætlana, birgðastýring og skráning lyfja á innlendan markað. Starfið felur í sér umsjón með innlendum skráningarumsóknum og þýðingum á þeim, umsjón með vinnslu breytingarumsókna vegna íslenskra markaðsleyfa, upplýsingagjöf vegna framvindu skráningamála og annarra skráningartengdra mála. Sérfræðingurinn er í miklum samskiptum við yfirvöld, samstarfsaðila og aðrar deildir Actavis. Við leitum að einstaklingi með háskólapróf í raunvísindum, lyfjafræði eða sambærilega menntun, háskólapróf í ensku kemur einnig til greina. Gerð er krafa um góða íslensku- og enskukunnáttu, góða almenna tölvukunnáttu, hæfni í mannlegum samskiptum, sjálfstæð, öguð og nákvæm vinnubrögð. Fulltrúi lyfjaupplýsinga Lyfjaupplýsingadeild tilheyrir skráningasviði Actavis Group og ber ábyrgð á gerð lyfjaupplýsinga (Product Information) þegar verið er að sækja um markaðsleyfi fyrir lyf sem og viðhald á lyfjaupplýsingum eftir veitingu markaðsleyfa. Starfið felur í sér aðstoð við gerð upplýsingatexta um lyf ásamt aðstoð við öflun gagna og frágang á gögnum á tölvutæku formi. Fulltrúi er í miklum samskiptum við starfsmenn skráningarsviðs Actavis samsteypunnar bæði hérlendis og erlendis. Við leitum að einstaklingi með stúdentspróf eða lyfjatæknimenntun. Gerð er krafa um færni í textagerð auk nákvæmni, sjálfstæði og mjög góða ensku- og tölvukunnáttu. Sérfræðingur í þróunardeild lyfjaforma Þróunardeild lyfjaforma tilheyrir þróunarsviði Actavis Group og sér um þróun á lyfjum, framleiðslu á tilraunalotum, uppskölun lota í framleiðslustærð og gildingu framleiðsluferla. Starfið felur í sér gerð mastera fyrir framleiðslu á þróunarlotum, yfirferð framleiðslu- og pökkunarskráa á vegum þróunar, gerð tæknipakka til að styðja flutning verkefna frá þróun til framleiðslu. Jafnframt sér sérfræðingurinn um gerð skriflegra leiðbeininga og þjálfun. Við leitum að einstaklingi með háskólapróf í lyfjafræði eða sambærilega menntun. Gerð er krafa um mjög góða ensku- og tölvukunnáttu. Reynsla af lyfjagerð er kostur. Gerð er krafa um nákvæm, sjálfstæð og öguð vinnubrögð. Fulltrúi breytingaumsókna Breytingar og tæknisamningar er ein af fjórum deildum skráningarsviðs Actavis Group. Hlutverk deildarinnar er tvíþætt, annars vegar sér deildin um tæknisamningagerð við alla viðskiptavini Actavis og hins vegar sér deildin um að taka saman breytingapakka og tilkynna viðskiptavinum um fyrirhugaðar breytingar á lyfjum. Starfið felur m.a. í sér aðstoð við almenna skipulagningu breytingaumsókna, uppfærslur í gagnagrunna ásamt öðrum verkefnum er varða breytingaumsóknir. Um er að ræða mikla tölvuvinnu og aðstoð við upplýsingagjöf og ráðgjöf. Við leitum að einstaklingi með stúdentspróf, kostur ef það er í heilbrigðisvísindum. Gerð er krafa um mjög góða ensku- og tölvukunnáttu, nákvæm, öguð og sjálfstæð vinnubrögð. Medis er eitt af dótturfyrirtækjum Actavis Group og annast sölu á lyfjum og lyfjahugviti fyrir samstæðuna til annarra lyfjafyrirtækja sem selja lyf undir eigin vörumerkjum. Á meðal viðskiptavina Medis eru öll stærstu samheitalyfjafyrirtæki í Evrópu. Medis er með starfsemi í átta löndum og rúmlega 70 starfsmenn. Hjá Medis er stefnt að því að vera fyrst á markað með ný samheitalyf um leið og einkaleyfi falla úr gildi. Sérfræðingur - Customer Service Customer Service sér um samskipti við erlenda viðskiptavini vegna vörusölu, í því felst móttaka, afgreiðsla og eftirfylgni pantana ásamt samskiptum við viðskiptavini, söluskrifstofur Medis erlendis og framleiðslueiningar Actavis. Deildin ber jafnframt ábyrgð á reikningagerð vegna vörusölu og kostnaðareftirliti. Starfið felur í sér samskipti við erlenda viðskiptavini vegna vörusölu, þ.e. móttaka og afgreiðsla pantana, ásamt tilheyrandi eftirfylgni og stuðningi við viðskiptavini Medis og framleiðslueiningar Actavis. Við leitum að háskólamenntuðum einstaklingi með góða enskukunnáttu, bæði í töluðu og rituðu máli, þekking á fleiri tungumálum er kostur. Gerð er krafa um nákvæm, öguð og sjálfstæð vinnubrögð. Góð tölvukunnátta og samskiptahæfni er einnig mikilvæg. Útflutningssérfræðingur – Customer Service Starfið felur í sér reikningagerð vegna vörusölu, eftirlit með að verð sé í samræmi við samninga og að útflutningspappírar vöru séu tiltækir. Jafnframt sinnir viðkomandi kostnaðareftirliti sem felst í því að sannreyna að reikningar frá birgjum og framleiðendum séu í samræmi við gildandi verðskrár. Í starfinu felst einnig utanumhald um samninga- og umboðslaunakerfi Medis, útskrift ýmissa reikninga tengdum vörusölu, afstemmingar og öflun ýmissa gagna t.d. vegna virðisaukaskattsskila. Við leitum að einstaklingi með háskólapróf, reynslu af reikningagerð og afstemmingum. Gerð er krafa um nákvæm, öguð og sjálfstæð vinnubrögð, auk mjög góðrar enskukunnáttu, bæði í töluðu og rituðu máli. Viðkomandi þarf að geta sýnt frumkvæði, samstarfshæfni og þjónustulund. Sérfræðingur – Business Development Business Development ber ábyrgð á markaðssetningu og sölu á lyfjatengdu hugviti og lyfjum Actavis til annarra lyfjafyrirtækja. Megin þungi verkefnanna er samningagerð ásamt stuðningi við söluskrifstofur Medis erlendis með því að veita þeim m.a. ráðleggingar um verð á vörum og stöðu þróunarverkefna. Starfið felur í sér samningagerð og sölu á lyfjum og lyfjahugviti til viðskiptavina Medis, samskipti við umboðsmenn og dótturfélög erlendis, tilboðsgerð og samskipti við viðskiptavini sem og leit að nýjum viðskiptatækifærum, auk þess að taka virkan þátt í áætlanagerð. Við leitum að einstaklingi með háskólapróf í lyfjafræði eða hliðstæða menntun. Starfsreynsla á sviði samningagerðar og krefjandi samskipta er kostur. Mjög góð ensku- og tölvukunnátta er skilyrði. Viðkomandi þarf að geta unnið vel undir álagi, fylgt verkefnum eftir sem og búa yfir samstarfs- og skipulagshæfni. Verkefnastjóri – Launch Coordination Helstu verkefni deildarinnar er verkefnastjórnun á „patent launch“ fyrir Medis auk þess að halda utan um tilfærslur á framleiðsluvörum á milli framleiðslustaða. Deildin vinnur einnig að stýringu vöruflæðis frá framleiðslustöðum öðrum en þeim sem eru í eigu Actavis. Starfið er fjölbreytt og felst aðallega í að stýra innkaupum og flæði framleiðsluvara frá verksmiðjum til viðskiptavina, að hafa yfirsýn yfir stöðu mála og eftirfylgni verkefna. Verkefnastjóri sér um stýringu vara á markað þegar einkaleyfi rennur út ásamt samræmingu og samskipti við erlenda viðskiptavini, framleiðslueiningar innan og utan Actavis og aðrar deildir innan fyrirtækisins. Úrbóta- og hagræðingarverkefni er mikilvægur þáttur starfsins. Við leitum að einstaklingi með háskólamenntun á sviði vörustjórnunar eða hliðstæða menntun og/ eða reynslu af verkefnastjórnun. Viðkomandi þarf að vera mjög skipulagður og góður í mannlegum samskiptum. Gerð er krafa um nákvæm, öguð og sjálfstæð vinnubrögð. Enska, töluð og rituð, er skilyrði. Fulltrúi – Finance & Administration Finance & Administration hefur umsjón með fjármálum Medis ásamt tengdum félögum þess, þar undir falla m.a. uppgjör, greiningar, innheimtur, reikningagerð og almenn skrifstofuumsjón. Starfið felur m.a. í sér skipulag og utanumhald vegna samninga við viðskiptavini Medis, DHL sendinga og útsendinga á fréttabréfi Medis til viðskiptavina. Jafnframt aðstoðar fulltrúinn við útgáfu á prentefni, uppfærslu á heimasíðu og viðskiptamannagagnagrunni Medis. Fulltrúinn er í miklum samskiptum við alla starfsmenn Medis, bæði hérlendis og erlendis, viðskiptavini, hótel, prentsmiðjur, auglýsingastofur og aðra starfsmenn Actavis. Við leitum að einstaklingi með stúdentspróf og reynslu af skrifstofustörfum. Viðkomandi þarf að vera með mjög góða ensku- og tölvukunnáttu, hæfni til að fylgja eftir verkefnum, mjög góða samskipta- og skipulagshæfni og getu til að sýna sjálfstæði í starfi. Nánari upplýsingar um störfin veitir Ragnheiður Dögg Ísaksdóttir, risaksdottir@actavis.com Umsóknir óskast fylltar út á www.actavis.is, undir Störf í boði fyrir 27. september nk. Actavis Group auglýsir eftirfarandi störf laus til umsóknar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.