Fréttablaðið - 19.09.2009, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 19.09.2009, Blaðsíða 66
38 19. september 2009 LAUGARDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Laugardagur 19. september 2009 ➜ Tónleikar 14.00 Ingunn Sigurðardóttir sópran og Renata Ivan píanóleikari verða með tónleika í kirkjunni á Sóheimum í Grímsnesi. Á efnisskránni verða lög eftir m.a. Inga T. Lárusson, Sigvalda S. Kalda- lóns og Sveinbjörn Sveinbjörnsson. 16.00 Kór Áskirkju heldur tónleika í Áskirkju við Vesturbrún þar sem á efnis- skránni verða ættjarðarlög. 22.00 Rokkhljómsveitin Retron held- ur útgáfutónleika á Grand Rokki við Smiðjuveg. ➜ Dansleikir Bermuda verður á skemmtistaðnum Spot við Bæjarlind í Kópavogi. ➜ Opnanir 14.00 Steinunn Einarsdóttir opnar sýninguna „Hún rís úr sumarsænum“ í Boganum hjá Gerðubergi við Gerðuberg 3-5. 15.00 Sigurður Örlygsson opnar sýninguna „Stiklað á stóru“ í Listhúsi Ófeigs við Skólavörðustíg 5. 15.00 Haukur Snorrason opnar ljós- myndasýningu í Gall- erí Fold við Rauðarár- stíg. Opið mán.-föst. kl. 10-18, lau. kl. 11-16 og sun. kl. 14-16. 16.00 Ernir Eyj- ólfsson opnar ljósmyndasýninguna „Portrett á dag“ í Galleríi Tukt í Hinu húsinu við Pósthússtræti 3-5. Sýningin verður opin alla virka daga kl. 9-17. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. ➜ Ráðstefna 10.00 Ráðstefna undir yfirskriftinni „Náttúran í ljósi fyrirbærafræði og aust- rænnar heimspeki“ fer fram í HÍ, Öskju (st. 132) við Sturlugötu. Meðal fyrirlesara eru Páll Skúlason, Geir Sigurðsson og Jóhann Páll Árnason. Allir velkomnir. Nánari upplýsingar á www.hi.is. ➜ Málþing 10.00 Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands efnir til málþings til heiðurs Sigurði Pálssyni rithöfundi í samstarfi við Þjóðleikhúsið. Málþingið fer fram í Kassanum við Lindargötu. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. ➜ Leikrit 14.00 GRAL- leikhópurinn sýnir barna- og fjölskylduleikritið „Horn á höfði“ í húsnæði leik- hópsins við Hafnargötu 11 í Grindavík. Nán- ari upplýsíngar á www.midi.is. 21.00 Bjartmar Þórðarson flytur ein- leikinn Skepna eftir Daniel MacIvor og Daniel Brooks í Leikhúsbatteríinu við Hafnarstræti 1. Nánari upplýsingar á www.midi.is. ➜ Hláturjóga 11.00 Ásta Valdi- marsdóttir verður með námskeið í Hláturjóga hjá versl- uninni og fræðslu- miðstöðinni Maður lifandi við Borgartún 24. Nánari upplýsingar á www.hlatur.com. ➜ Sýningar Á Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg, stendur yfir sýning á verkum úr söfnum ríkisbankanna þriggja ásamt völdum verkum úr safneign Listasafns Íslands. Opið alla daga kl. 11-17 nema mánu- daga. Aðgangur er ókeypis. Pétur Pétursson sýnir akrílmálverk hjá World Class í Laugum við Sundlaugaveg (á svölunum á milli æfingaherbergj- anna). Opið mán.-fös. kl. 6-23.30, lau. kl. 8-22, og sun kl. 8-20. Í Gallerí Ágúst við Baldursgötu 12, hefur verið opnuð samsýning fimm listamanna sem samanstendur af nýjum verkum sem unnin eru í ýmsa miðla. Opið mið.-lau. kl. 12-17. Í Tré og list stendur yfir sýningin „Hennar fínasta púss“ sem er sýning á upphlutssettum, skyrtum, svuntum og slifsum. Einnig er þar sýning á gömlum vefstól og íslenskum vefnaði, það elsta frá 1875-1880. Tré og list er staðsett að bænum Forsæti III í Flóahreppi í Árnes- sýslu. Nánari upplýsingar og akstursleið- beininga á www.treoglist.is. ➜ Síðustu forvöð Í Skaftfelli, Menningarmiðstöð við Aust- urveg á Seyðisfirði lýkur tveimur sýning- um á sunnudag. Leiðréttingar, sýning Þórunnar Hjartar- dóttur í Bókabúðinni. hér.e, sýning Kristínar Örnu Sigurðar- dóttur og Þórunnar Grétu Sigurðardótt- ur á Vesturvegg. Opið mið.-sun. kl. 13-17. ➜ Kvikmyndir 16.00 Kvikmyndasafn Íslands sýnir myndina „L‘année dernière á Marien- bad“ (Á síðasta ári við Marienbad) eftir leikstjórann Alain Resnais. Myndin verð- ur sýnd með enskum texta í Bæjarbíói við Strandgötu í Hafnarfirði. Nánari upplýsingar á www.kvikmyndasafn.is. ➜ Dagskrá Fjölbreytt dagskrá verður í tengslum við 80 ára afmæli Kvæðamannafélagsins Iðunnar milli kl. 14 og 17 í dag og á morgun í Gerðubergi (Gerðuberg 3-5). Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Nánari upplýsingar og dagskrá á www. gerduberg.is. Sunnudagur 20. september 2009 ➜ Kvikmyndir 15.00 Í MÍR salnum við Hverfisgötu 105 verður sýnd rússneska kvikmynd- in „Ekki af brauði einu saman“ eftir leikstjórann Stanislav Govorúkhin. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. 16.00 Sérstök barna- og unglinga- myndadagskrá verður í tengslum við kvikmyndahátíð í Reykjavík (RIFF) í Listasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu þar sem sýndar verða barnastuttmyndir. ➜ Ópera 20.00 Sigrún Hjálmtýs- dóttir, Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Óskar Pétursson flytja bæði íslensk og erlend lög og aríur á tónleikum sem fram fara í Íslensku óperunni við Ingólfsstræti. ➜ Dansleikir Dansleikur Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni verður haldinn að Stangarhyl 4, milli kl. 20 og 23.30. Borg- artíó leikur fyrir dansi. ➜ Listamannaspjall 15.00 Ingibjörg Birgisdóttir verður með listamannaspjall ásamt Sirru Sig- urðardóttur á sýningunni Hvergi sem nú stendur yfir í D-sal Listasafn Reykja- víkur við Tryggvagötu. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. ➜ hugleiðsla Lótushús stendur fyrir hugleiðslustund í Salnum við Hamraborg í Kópavogi undir yfirskriftinni „Innri styrkur og vernd”. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Nánari upplýsing- ar á www.lotushus.is Japanska popplistin hefur á liðnum áratug farið sem eldur í sinu um heimsbyggð- ina og sett mark sitt á fleiri listgreinar þar eystra sem náð hafa mikilli útbreiðslu, bæði í teiknimyndum og myndasögum og skreytilist af ýmsu tagi. Margir japanskir listamenn standa að baki þessari áhrifa- miklu hreyfingu, en þar eru jafn- an nefndir fyrstir þeir Narakami eins og tvístirnið er stundum kallað, Yoshitomo Nara og Tak- ashi Murakami. Á fimmtudagskvöld opnaði annar þeirra forkólfa japanska poppsins, Nara, sýningu í Lista- safni Reykjavíkur – Hafnarhúsi. Málverk Nara tengjast mjög japanskri teiknimyndahefð og popplist en umgjörð verkanna er breytileg eftir sýningarstað. Í Hafnarhúsinu eru verkin sýnd í sérsmíðuðum flutningagám- um sem hægt er að skoða inn um opnar hliðar, glugga eða gægju- göt. Inni í gámunum eru lítil og stór málverk af grallaralegum smástelpum eða furðuverum ásamt þrívíðum verkum, sem minna helst á leikföng. Vegleg sýningarskrá er vænt- anleg um sýningu Nara í Hafn- arhúsinu þar sem Guðmundur Oddur Magnússon, Jón Proppé, Markús Andrésson og Úlfhildur Dagsdóttir skoða listamanninn út frá ólíku samhengi. Jón Proppé segir svo í greiningu sinni á listamanninum og verkum hans: „Myndlist Nara sameinar marga strauma og menningar- heima eins og ferill hans gefur líka vísbendingu um. Hann hefur líka verið þátttakandi í ólíkum listheimum í Japan og í Evrópu. Verk hans fjalla jöfnum höndum um klassíska list, poppmenningu og fjöldaframleidda menningu; áhrifin og viðfangsefnin spanna vítt svið og hafa ótrúlega breiða skírskotun sem útskýrir kannski að nokkru vinsældir hans. En þótt sumar myndir Nara hafi náð næst- um ótrúlegri útbreiðslu á síðustu árum – einkum hinar léttu en ögr- andi barnamyndir hans – er líka í verki hans dökkur þráður sem kannski mætti helst kenna við evr- ópskt þunglyndi eða efahyggju.“ Sýningar Nara höfða til breiðs hóps fólks en líklega er henni best lýst með yfirskrift greinar Úlf- hildar Dagsdóttur, Lager af ævin- týrum. Sýningin er styrkt af The Japan Foundation. Hún stendur til ársloka. Á sýningartímabilinu verður boðið upp á fjölskylduleið- sögn og listsmiðju, námskeið fyrir framhaldsskólanema og málþing í samstarfi við Borgarbókasafn Reykjavíkur. pbb@frettabladid.is Líttá grallaralegar stelpur MYNDLIST Einn fremsti og virtasti myndlistarmaður Japans síðustu áratugi, Yoshit- omo Nara, sýnir nú í Listasafni Reykjavíkur. Myndin sýnir einn kimann sem boðið er upp á sýningunni. MYND/LISTASAFN REYKJAVÍKUR/GALERIE ZINK/MÜNCHEN/BERLIN Örnefnasöfnun og örnefnaskrán- ing eru hugðarefni manna um land allt. Svavar Sigmundsson, stofustjóri Örnefnasafns Stofn- unar Árna Magnússonar, fer brátt um landið og verður á fræðslu- fundum um örnefni. Hann hefur um langt árabil rannsakað örnefni og mun hann m.a. ræða um söfnun örnefna á svæðunum, mikilvægi þeirra og skráningu. Stofnunin og menningarráð á landsbyggðinni standa fyrir fundunum í sam- starfi við ýmis félög á svæðun- um sem lesa má um á heimasíðu stofnunarinnar: www.árnastofn- un.is.Fundirnir verða sem hér segir: Norðurland vestra: 22. sept- ember, kl. 16 í Snorrabúð á Hótel Blönduósi. Norðurland eystra: 23. september, kl. 20.30 í Litlulauga- skóla í Reykjadal, Þingeyjarsýslu. Austurland: 24. september, kl. 17 í Kaupvangi á Vopnafirði. Vest- urland: 30. september. kl. 13 í Snorrastofu í Reykholti og síðar kl. 20 í Átthagastofu í Ólafsvík. - pbb Örnefnum safnað Vísindavaka 2009 www.rannis.is FAAS, félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimers- sjúkra og annarra skyldra sjúkdóma minnir á Hátíðar- fundinn á morgun, sunnudag kl. 13.00 að Grand Hóteli. Fjölbreytt og fræðandi dagskrá verður á fundinum sem haldinn er í tilefni alþjóðlega Alzheimersdagsins. Allir áhugsamir eru velkomnir, húsið verður opnað kl. 12.30 Auglýsingasími
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.