Fréttablaðið - 19.09.2009, Blaðsíða 66
38 19. september 2009 LAUGARDAGUR
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Laugardagur 19. september 2009
➜ Tónleikar
14.00 Ingunn Sigurðardóttir sópran
og Renata Ivan píanóleikari verða
með tónleika í kirkjunni á Sóheimum í
Grímsnesi. Á efnisskránni verða lög eftir
m.a. Inga T. Lárusson, Sigvalda S. Kalda-
lóns og Sveinbjörn Sveinbjörnsson.
16.00 Kór Áskirkju heldur tónleika í
Áskirkju við Vesturbrún þar sem á efnis-
skránni verða ættjarðarlög.
22.00 Rokkhljómsveitin Retron held-
ur útgáfutónleika á Grand Rokki við
Smiðjuveg.
➜ Dansleikir
Bermuda verður á skemmtistaðnum
Spot við Bæjarlind í Kópavogi.
➜ Opnanir
14.00 Steinunn Einarsdóttir opnar
sýninguna „Hún rís úr sumarsænum“ í
Boganum hjá Gerðubergi við Gerðuberg
3-5.
15.00 Sigurður Örlygsson opnar
sýninguna „Stiklað á stóru“ í Listhúsi
Ófeigs við Skólavörðustíg 5.
15.00 Haukur
Snorrason opnar ljós-
myndasýningu í Gall-
erí Fold við Rauðarár-
stíg. Opið mán.-föst.
kl. 10-18, lau. kl. 11-16
og sun. kl. 14-16.
16.00 Ernir Eyj-
ólfsson opnar ljósmyndasýninguna
„Portrett á dag“ í Galleríi Tukt í Hinu
húsinu við Pósthússtræti 3-5. Sýningin
verður opin alla virka daga kl. 9-17. Allir
velkomnir og aðgangur ókeypis.
➜ Ráðstefna
10.00 Ráðstefna undir yfirskriftinni
„Náttúran í ljósi fyrirbærafræði og aust-
rænnar heimspeki“ fer fram í HÍ, Öskju
(st. 132) við Sturlugötu. Meðal fyrirlesara
eru Páll Skúlason, Geir Sigurðsson og
Jóhann Páll Árnason. Allir velkomnir.
Nánari upplýsingar á www.hi.is.
➜ Málþing
10.00 Bókmenntafræðistofnun
Háskóla Íslands efnir til málþings til
heiðurs Sigurði Pálssyni rithöfundi í
samstarfi við Þjóðleikhúsið. Málþingið
fer fram í Kassanum við Lindargötu.
Aðgangur ókeypis og allir velkomnir.
➜ Leikrit
14.00 GRAL-
leikhópurinn
sýnir barna- og
fjölskylduleikritið
„Horn á höfði“
í húsnæði leik-
hópsins við
Hafnargötu 11 í
Grindavík. Nán-
ari upplýsíngar á www.midi.is.
21.00 Bjartmar Þórðarson flytur ein-
leikinn Skepna eftir Daniel MacIvor og
Daniel Brooks í Leikhúsbatteríinu við
Hafnarstræti 1. Nánari upplýsingar á
www.midi.is.
➜ Hláturjóga
11.00 Ásta Valdi-
marsdóttir verður
með námskeið í
Hláturjóga hjá versl-
uninni og fræðslu-
miðstöðinni Maður
lifandi við Borgartún
24. Nánari upplýsingar á
www.hlatur.com.
➜ Sýningar
Á Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg,
stendur yfir sýning á verkum úr söfnum
ríkisbankanna þriggja ásamt völdum
verkum úr safneign Listasafns Íslands.
Opið alla daga kl. 11-17 nema mánu-
daga. Aðgangur er ókeypis.
Pétur Pétursson sýnir akrílmálverk hjá
World Class í Laugum við Sundlaugaveg
(á svölunum á milli æfingaherbergj-
anna). Opið mán.-fös. kl. 6-23.30, lau.
kl. 8-22, og sun kl. 8-20.
Í Gallerí Ágúst við Baldursgötu 12,
hefur verið opnuð samsýning fimm
listamanna sem samanstendur af nýjum
verkum sem unnin eru í ýmsa miðla.
Opið mið.-lau. kl. 12-17.
Í Tré og list stendur yfir sýningin
„Hennar fínasta púss“ sem er sýning á
upphlutssettum, skyrtum, svuntum og
slifsum. Einnig er þar sýning á gömlum
vefstól og íslenskum vefnaði, það elsta
frá 1875-1880. Tré og list er staðsett að
bænum Forsæti III í Flóahreppi í Árnes-
sýslu. Nánari upplýsingar og akstursleið-
beininga á www.treoglist.is.
➜ Síðustu forvöð
Í Skaftfelli, Menningarmiðstöð við Aust-
urveg á Seyðisfirði lýkur tveimur sýning-
um á sunnudag.
Leiðréttingar, sýning Þórunnar Hjartar-
dóttur í Bókabúðinni.
hér.e, sýning Kristínar Örnu Sigurðar-
dóttur og Þórunnar Grétu Sigurðardótt-
ur á Vesturvegg. Opið mið.-sun. kl. 13-17.
➜ Kvikmyndir
16.00 Kvikmyndasafn Íslands sýnir
myndina „L‘année dernière á Marien-
bad“ (Á síðasta ári við Marienbad) eftir
leikstjórann Alain Resnais. Myndin verð-
ur sýnd með enskum texta í Bæjarbíói
við Strandgötu í Hafnarfirði. Nánari
upplýsingar á www.kvikmyndasafn.is.
➜ Dagskrá
Fjölbreytt dagskrá verður í tengslum við
80 ára afmæli Kvæðamannafélagsins
Iðunnar milli kl. 14 og 17 í dag og á
morgun í Gerðubergi (Gerðuberg 3-5).
Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.
Nánari upplýsingar og dagskrá á www.
gerduberg.is.
Sunnudagur 20. september 2009
➜ Kvikmyndir
15.00 Í MÍR salnum við Hverfisgötu
105 verður sýnd rússneska kvikmynd-
in „Ekki af brauði einu saman“ eftir
leikstjórann Stanislav Govorúkhin.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.
16.00 Sérstök barna- og unglinga-
myndadagskrá verður í tengslum við
kvikmyndahátíð í Reykjavík (RIFF) í
Listasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu
þar sem sýndar verða barnastuttmyndir.
➜ Ópera
20.00 Sigrún Hjálmtýs-
dóttir, Jóhann Friðgeir
Valdimarsson og Óskar
Pétursson flytja bæði íslensk
og erlend lög og aríur á
tónleikum sem fram fara
í Íslensku óperunni við
Ingólfsstræti.
➜ Dansleikir
Dansleikur Félags eldri borgara í
Reykjavík og nágrenni verður haldinn að
Stangarhyl 4, milli kl. 20 og 23.30. Borg-
artíó leikur fyrir dansi.
➜ Listamannaspjall
15.00 Ingibjörg Birgisdóttir verður
með listamannaspjall ásamt Sirru Sig-
urðardóttur á sýningunni Hvergi sem
nú stendur yfir í D-sal Listasafn Reykja-
víkur við Tryggvagötu. Aðgangur ókeypis
og allir velkomnir.
➜ hugleiðsla
Lótushús stendur fyrir hugleiðslustund í
Salnum við Hamraborg í Kópavogi undir
yfirskriftinni „Innri styrkur og vernd”.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir á
meðan húsrúm leyfir. Nánari upplýsing-
ar á www.lotushus.is
Japanska popplistin hefur
á liðnum áratug farið sem
eldur í sinu um heimsbyggð-
ina og sett mark sitt á fleiri
listgreinar þar eystra sem
náð hafa mikilli útbreiðslu,
bæði í teiknimyndum og
myndasögum og skreytilist
af ýmsu tagi.
Margir japanskir listamenn
standa að baki þessari áhrifa-
miklu hreyfingu, en þar eru jafn-
an nefndir fyrstir þeir Narakami
eins og tvístirnið er stundum
kallað, Yoshitomo Nara og Tak-
ashi Murakami.
Á fimmtudagskvöld opnaði
annar þeirra forkólfa japanska
poppsins, Nara, sýningu í Lista-
safni Reykjavíkur – Hafnarhúsi.
Málverk Nara tengjast mjög
japanskri teiknimyndahefð og
popplist en umgjörð verkanna
er breytileg eftir sýningarstað.
Í Hafnarhúsinu eru verkin sýnd
í sérsmíðuðum flutningagám-
um sem hægt er að skoða inn um
opnar hliðar, glugga eða gægju-
göt. Inni í gámunum eru lítil og
stór málverk af grallaralegum
smástelpum eða furðuverum
ásamt þrívíðum verkum, sem
minna helst á leikföng.
Vegleg sýningarskrá er vænt-
anleg um sýningu Nara í Hafn-
arhúsinu þar sem Guðmundur
Oddur Magnússon, Jón Proppé,
Markús Andrésson og Úlfhildur
Dagsdóttir skoða listamanninn út
frá ólíku samhengi.
Jón Proppé segir svo í greiningu
sinni á listamanninum og verkum
hans: „Myndlist Nara sameinar
marga strauma og menningar-
heima eins og ferill hans gefur
líka vísbendingu um. Hann hefur
líka verið þátttakandi í ólíkum
listheimum í Japan og í Evrópu.
Verk hans fjalla jöfnum höndum
um klassíska list, poppmenningu
og fjöldaframleidda menningu;
áhrifin og viðfangsefnin spanna
vítt svið og hafa ótrúlega breiða
skírskotun sem útskýrir kannski
að nokkru vinsældir hans. En þótt
sumar myndir Nara hafi náð næst-
um ótrúlegri útbreiðslu á síðustu
árum – einkum hinar léttu en ögr-
andi barnamyndir hans – er líka
í verki hans dökkur þráður sem
kannski mætti helst kenna við evr-
ópskt þunglyndi eða efahyggju.“
Sýningar Nara höfða til breiðs
hóps fólks en líklega er henni best
lýst með yfirskrift greinar Úlf-
hildar Dagsdóttur, Lager af ævin-
týrum. Sýningin er styrkt af The
Japan Foundation. Hún stendur
til ársloka. Á sýningartímabilinu
verður boðið upp á fjölskylduleið-
sögn og listsmiðju, námskeið fyrir
framhaldsskólanema og málþing
í samstarfi við Borgarbókasafn
Reykjavíkur.
pbb@frettabladid.is
Líttá grallaralegar stelpur
MYNDLIST Einn fremsti og virtasti myndlistarmaður Japans síðustu áratugi, Yoshit-
omo Nara, sýnir nú í Listasafni Reykjavíkur. Myndin sýnir einn kimann sem boðið er
upp á sýningunni. MYND/LISTASAFN REYKJAVÍKUR/GALERIE ZINK/MÜNCHEN/BERLIN
Örnefnasöfnun og örnefnaskrán-
ing eru hugðarefni manna um
land allt. Svavar Sigmundsson,
stofustjóri Örnefnasafns Stofn-
unar Árna Magnússonar, fer brátt
um landið og verður á fræðslu-
fundum um örnefni. Hann hefur
um langt árabil rannsakað örnefni
og mun hann m.a. ræða um söfnun
örnefna á svæðunum, mikilvægi
þeirra og skráningu. Stofnunin og
menningarráð á landsbyggðinni
standa fyrir fundunum í sam-
starfi við ýmis félög á svæðun-
um sem lesa má um á heimasíðu
stofnunarinnar: www.árnastofn-
un.is.Fundirnir verða sem hér
segir: Norðurland vestra: 22. sept-
ember, kl. 16 í Snorrabúð á Hótel
Blönduósi. Norðurland eystra: 23.
september, kl. 20.30 í Litlulauga-
skóla í Reykjadal, Þingeyjarsýslu.
Austurland: 24. september, kl. 17
í Kaupvangi á Vopnafirði. Vest-
urland: 30. september. kl. 13 í
Snorrastofu í Reykholti og síðar
kl. 20 í Átthagastofu í Ólafsvík.
- pbb
Örnefnum safnað
Vísindavaka
2009
www.rannis.is
FAAS, félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimers-
sjúkra og annarra skyldra sjúkdóma minnir á Hátíðar-
fundinn á morgun, sunnudag kl. 13.00 að Grand Hóteli.
Fjölbreytt og fræðandi dagskrá verður á fundinum sem haldinn er í
tilefni alþjóðlega Alzheimersdagsins. Allir áhugsamir eru velkomnir,
húsið verður opnað kl. 12.30
Auglýsingasími