Fréttablaðið - 19.09.2009, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 19.09.2009, Blaðsíða 31
menning [ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM MENNINGU OG LISTIR ] september 2009 S ýningin er kærkomin. Op-listin sem átti sér forgöngumenn í Bauhaus- skólanum og tengdist rannsókn á sjónskynjun á form og liti framar öðru var skammlíft fyrirbæri á sjö- unda áratugnum. Á sýningunni á Kjarvals- stöðum eru dregin fram nokkur verk Eyborg- ar Guðmundsdóttir frá hennar stutta ferli 1959-1977 og studd verkum eftir nokkra aðra íslenska myndlistarmenn sem reru á sömu mið, Arnar Herbertsson og Jón Gunnar, Ransu, Helga Þorgils og Ólaf Elíasson. En sýningin gerir ekki á réttmætan hátt grein fyrir op-listinni hér, né heldur hlut Eyborgar sérstaklega. Í grein helgaðri Eyborgu í Skírni 2007 furðar Hrafnhildur Schram listfræðingur sig á því að gengið var hjá Eyborgu í yfirlits- sýningu um geometríuna í Listasafni Íslands 1998. Ári fyrr settu þeir Pétur Arason og Ingólfur Arnarson upp sýningu með verkum hennar á Annarri hæð við Laugaveg og kvört- uðu sáran yfir að hún væri gleymd. Eyborg var fædd 1924. Hún átti ung við vanheilsu að stríða og stundaði aldrei form- legt listnám. Þegar hún hleypti heimdrag- anum og fór til Parísar 1959 hætti hún við að setjast á skólabekk en hóf nám hjá Vasar- ely hinum ungverska, upphafsmanni op-sins. Hann var umsagnaraðili á umsóknum hennar um styrki 1961 og 1962. Hún sýndi með Group Mesure í Evrópu á þessum árum en hingað heim komin urðu einkasýningar hennar þrjár: 1965 í Bogasal, á Mokka 1966 og loks í Nor- ræna húsinu 1975. Hún lést tveimur árum síðar af völdum krabbameins. Greina má á sýningunni Blik að um 1965 hefur Eyborg verið á svipuðu róli og Bridget Riley hin breska sem enn heldur sig í fullu fjöri við op-tilbrigði í verkum sínum. Hversu skarpt Eyborg hendir sér í op-listina má vís- ast skýra með kynnum hennar af Sigríði Björnsdóttur og Dieter Roth. Reyndar má telja bækur hans unnar í Reykjavík 1957 og 1958 skýrar tilraunir með op. Þeirra áhrifa gætir í ýmsum verkum hans allt til 1965. Má í því sambandi nefna plakat hans fyrir Louisi- ana og Stedeliijk 1961 og allt til verka á borð við Goodbye Sharpie 1965. En hann er ekki tekinn með á þessa sýningu og eru þó hæg heimatökin. Ekki er nokkur vegur að gera sér grein fyrir tengslum milli verka Eyborgar frá nærri tólf ára tímabili og til dæmis límbands- verkum Harðar Ágústssonar, og reyndar ann- arra manna í Evrópu sem unnu með svip- OP Á ÍSLANDI ENN Án titils eftir Eyborgu Guðmundsdóttur 1975. aða tækni. Líkindin eru mikil. Og könnun hennar í dýptarverkum á átakamætti litar og línu í dýptarverkum á sér margar hlið- stæður í verkum op-ista frá Suður-Ameríku til Ítalíu. Og vitandi af framlagi hennar þá saknar maður þess í hvert sinn sem fram kemur yfirlitsverk um þessa áhrifamiklu listastefnu að hennar skuli ekki getið þar að verðleikum. En það er líka vegna þess að hún er ekki þekkt hér og enginn sótt að rétta hlut hennar. Upplifun í skynjun augans á samspili forms og litar var eitt mesta einkenni op- listamanna og með því færðist þunginn á skynjun áhorfanda sem nú er mikið látið með, ekki síst fyrir vasklega framgöngu Ólafs Elíassonar sem fær að fljóta með á sýningunni með sitt fræga verk um litbrigð- in. Og þá rifjast enn upp þakkarskuld hans við Gerhard Richter og litaskala-tilraunir hans upp úr 1970. Því enginn er eyland, en það er löngu kominn tími til að sannaður sé staður Eyborgar Guðmundsdóttur á megin- landi Op-listarinnar. Það er enn eftir með stórri yfirlitssýningu með verkum hennar og skyldi þess vera vant af einni ástæðu – jú hún var kona. ókannað Sýningin Blik í Listasafni Reykja- víkur dregur fram verk nokkurra listamanna hér á landi sem stund- uðu formkönnun í anda op-list- arinnar. En eru öll kurl komin til grafar? MYNDLIST PÁLL BALDVIN BALDVINSSON Ástríður sápa, drama eða spaug. LEIKDÓMUR Á SÍÐU 6 Leikhúsaðsókn á landinu í fyrra. Fegrar leikhúsfólk stöðuna? BLS 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.