Fréttablaðið - 19.09.2009, Blaðsíða 56
MENNING 6
Sjónvarpsstöð sem hefur alla tíð
byggt áskriftir sínar á konum sér
loksins hag í því að láta framleiða
efni sem höfðar beint til kvenna,
leikið efni, söguna af Ástríði,
ungum forritara sem situr vor og
sumar 2008 í einum af glerköst-
ulum borgarinnar. Þættirnir eru
samdir af nokkrum hópi; leikkon-
unum Ilmi Kristjánsdóttur og
Kötlu Margréti Þorgeirsdóttur,
Silju Hauksdóttur leikstjóra og
Sigurjóni Kjartanssyni. Fyrstu
þrjá þættina semur Ilmur, en þá
tekur Silja við sem handritshöf-
undur. Fimm þættir hafa birst
í áskrifendadagskrá Stöðvar 2.
Sagan er ekki hálfnuð.
Það er ekki á færi þess sem
hér skrifar að kveða upp úr um
hvenær endurreisn leikins efni
í sjónvarpi hófst. Þar verður þó
að nefna nokkur nöfn: Jón Þór
Hannesson hjá Saga film, Guð-
mund Ólafsson leikara og rit-
höfund, Laufeyju Guðjónsdóttur,
forstöðukonu og fyrrverandi dag-
skrárstjóra Stöðvar 3, og svo þá
Jón Gnarr og Sigurjón Kjartans-
son. Að ógleymdum þeim bræðr-
um á Skjá 1, Árna og Kristjáni.
Framgangur leikins efnis varð á
ný lifandi í gegnum sketsaþætti
sem höfðu miklu víðari umfjöll-
unarefni en tíðkast hafði, og svo
beinar tilraunir til að gera sit-
com-þætti. Og nú er svo komið að
Stöð 2 og Sjónvarpið byggja rétt-
lætingu sína að verulegu leyti á
leiknu efni. Krimmaseríur eru
komnar til og þættir um fegurð
hversdagsins eru teknir að birt-
ast.
Konseptið fyrir Ástríði mun
vera komið frá Ilmi. Þáttaröð-
in er ekki án fyrirmynda: nægir
þar að nefna Ally McBeal og
Nynne hina dönsku. Grunngerð-
in er titilpersónan, staða hennar
á vinnustað og í einkalífinu: hve-
nær kemur prinsinn sem sviptir
henni á hamingjugrundir. Þetta er
grunntema úr ævintýrum og ekki
verra fyrir það. Hér eru nokkrar
staðalmyndir í boði: hinn kómíski
ráðgjafi, kalda samstarfskonan,
væni drengurinn sem gengur lík-
lega brátt upp í hlutverki prins-
ins, slarkarinn og kvennabósinn
og hin afskiptasama móðir. Hér
er úr nógu að moða og gallerí-
ið gefur tækifæri til árekstra.
Mætti halda.
Atburðarásin er miðjuð um
Ástríði sjálfa: atvik til þessa
hafa flest verið smávægileg og
í raun hefði mátt þjappa þessum
fyrstu fimm þáttum í einn vænan
klukkutíma: okkur er farið að fýsa
í átök. Leikurinn er án undan-
tekninga prýðilegur: þungamiðj-
an er viðbrögð Ástríðar sjálfrar
og þar hvílir allt á svipbrigðum
og textanæmi Ilmar. Hún hefur í
huga sér afar skýra mynd af þess-
ari óráðnu persónu og við bíðum
spennt eftir að kynnast skapi
hennar og að hún taki ákveðið á
örlögum sínum. Það á reyndar við
um fleiri persónur kringum hana:
átakafælni hrjáir handritshöf-
undana, það eru ekki byggðir inn
í fléttuna neinir slíkir hagsmuna-
árekstrar að úr verði átök og við
fáum að finna fyrir því hvaða
fólk þetta er: allt er hér í kyrrum
polli. Þessi höfundaafstaða lýsir
sér í öllum frágangi, smart setti,
fallegum fötum skrifstofufólks,
takmarkaðri notkun í vali á stað-
setningarrömmum sem eru ekki
boðandi um átök: í fimmta þætt-
inum brá fyrir útisenu að kvöldi
til sem gaf vonir um að nú færi
eitthvað í gang. Þá er tónlistin
með lyftublæ og ekki notuð til að
styrkja dramað.
Allt þetta vekur spurninguna
hvert er verið að fara? Hver er
ætlunin? Svo koma inn smádrætt-
ir sem gætu vakið einhver hvörf,
fleytt persónum fram: Kjart-
an Guðjónsson tók slíkt skref
þegar hann lagðist með karl-
kyns eiganda fyrirtækisins. Guð-
björg Thoroddsen stormaði inn í
fimmta þáttinn en var svo send
til útlanda. Gaman að sjá hana
á skjánum í banastuði. Þá stal
Valur Freyr senunni í atvinnu-
lausum skrifstofuþræl. Þetta eru
smámyndir en sumar óborganleg-
ar, til dæmis hjá Hilmi Snæ milli
kvenna. Þórir er næs strákur og
kærastan hans er tepruleg tæfa í
fínum leik Þóru Karítasar.
Á endanum er þetta spurning
um kröfuhörku framleiðenda og
sjónvarpsstöðvarinnar og það er
kostulegt að sjá framvindu sögu
sem gerist 2008 ef í henni er
hvergi tæpt á því sem gerðist það
ár. Það væri til marks um hvað
við vorum algerlega úr sambandi
– ef svo færi.
En þetta efni er kærkomið,
vandlega framborið en máski ekki
hugsað til fulls nema menn hafi
sett sér það mark að búa til held-
ur yfirborðskennt efni. Við spyrj-
um að leikslokum nú þegar gera
má kröfur um almennilega unnið
íslenskt sjónvarpsefni. Tími for-
gjafar er liðinn.
Ekki gefin fyrir drama, þessi dama
ÁSTRÍÐUR Í aðalhlutverkum: Ilmur Kristjánsdóttir, Kjartan Guðjónsson, Friðrik Friðriksson
og Rúnar Freyr G.
LEIKLIST
Harry og Heimir
eftir Karl Ágúst Úlfsson, Sigurð
Sigurjónsson og Örn Árnason og
leikið af þeim.
Hljóðmynd: Ólafur Thoroddsen.
Leikmynd: Snorri Freyr Hilmars-
son. Ljós: Freyr Vilhjálmsson
★★★★
LEIKLIST PÁLL BALDVIN
BALDVINSSON
Þetta eru fyndnir strákar og
flink ir. Sérkennilegt að trúðsleik-
urinn skyldi verða þeim öllum
þremur sú ástríða sem raun varð
á. En mörgum leikaranum finnst
það miklu þægilegra viðmót að láta
hlæja að sér. Það felst svo afdrátt-
arlaus viðurkenning í hlátrinum,
heilshugar undirtektir. Ef hleg-
ið er dátt. Og það var hlegið dátt
á laugardagskvöld á litla sviðinu.
Leikmyndasmiðurinn Snorri Freyr
heldur áfram tilraunum sínum að
búa til hring úr áttstrendingi en
leikmyndin samanstendur af örfá-
um stoðgripum: effektahurð, fata-
standi, fjórum klappstólum, gömlu
útvarpstæki og síma. Annað þurfti
ekki: jú vandlega unna hljóðrás,
þaulhugsað ljósaplan og svo þessa
þrjá stráka.
Efnið er ekki rýrt. Sampress-
að klisjubúnt, en útheimtir þol,
snögga hugsun, enn hraðari hreyf-
ingu, tónbreytingar, hraðabreyt-
ingar, semsé allt sem prýða má
leikara. Og það verður að segjast
að í öllu einleikaraflandrinu þá
hefur maður séð marga sem eru
miklu síðri þessum þremur í að
hlaupa úr einum ham í annan.
Þetta er græskulaust gaman og
leitar ekki mikið niður til klofsins
eins og gömlum árshátíðarspaug-
urum er svo hætt, stundum svo að
hausinn á þeim er langa stund í
klofinu. Því er þetta sagt að Harry
og Heimir eru prýðileg fjölskyldu-
skemmtun. Sýningin leiðir líka
í ljós nokkra virtúós-kafla í leik,
þar sem strengurinn er þaninn til
hins ýtrasta. Það er því merkileg
lífsreynsla að sjá svona sýningu og
margt úr henni, í lausnum, hraðri
hugsun og hugkvæmni, mætti sjást
í mörgum öðrum leiksýningum um
þessar mundir. En þrátt fyrir það
fór svo að brandarinn varð dálítið
langur og staglsamur.
Harry, Heimir og Örn Árna
LEIKLIST Höfundar og leikendur í leikbúningum.
ÁSTRÍÐUR
Höfundur: Ilmur Kristjánsdóttir og fleiri
Leikstjóri: Silja Hauksdóttir
Framleiðandi: Saga Film fyrir Stöð 2.
★★★
LEIKLIST PÁLL BALDVIN BALDVINSSON