Fréttablaðið - 19.09.2009, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 19.09.2009, Blaðsíða 56
MENNING 6 Sjónvarpsstöð sem hefur alla tíð byggt áskriftir sínar á konum sér loksins hag í því að láta framleiða efni sem höfðar beint til kvenna, leikið efni, söguna af Ástríði, ungum forritara sem situr vor og sumar 2008 í einum af glerköst- ulum borgarinnar. Þættirnir eru samdir af nokkrum hópi; leikkon- unum Ilmi Kristjánsdóttur og Kötlu Margréti Þorgeirsdóttur, Silju Hauksdóttur leikstjóra og Sigurjóni Kjartanssyni. Fyrstu þrjá þættina semur Ilmur, en þá tekur Silja við sem handritshöf- undur. Fimm þættir hafa birst í áskrifendadagskrá Stöðvar 2. Sagan er ekki hálfnuð. Það er ekki á færi þess sem hér skrifar að kveða upp úr um hvenær endurreisn leikins efni í sjónvarpi hófst. Þar verður þó að nefna nokkur nöfn: Jón Þór Hannesson hjá Saga film, Guð- mund Ólafsson leikara og rit- höfund, Laufeyju Guðjónsdóttur, forstöðukonu og fyrrverandi dag- skrárstjóra Stöðvar 3, og svo þá Jón Gnarr og Sigurjón Kjartans- son. Að ógleymdum þeim bræðr- um á Skjá 1, Árna og Kristjáni. Framgangur leikins efnis varð á ný lifandi í gegnum sketsaþætti sem höfðu miklu víðari umfjöll- unarefni en tíðkast hafði, og svo beinar tilraunir til að gera sit- com-þætti. Og nú er svo komið að Stöð 2 og Sjónvarpið byggja rétt- lætingu sína að verulegu leyti á leiknu efni. Krimmaseríur eru komnar til og þættir um fegurð hversdagsins eru teknir að birt- ast. Konseptið fyrir Ástríði mun vera komið frá Ilmi. Þáttaröð- in er ekki án fyrirmynda: nægir þar að nefna Ally McBeal og Nynne hina dönsku. Grunngerð- in er titilpersónan, staða hennar á vinnustað og í einkalífinu: hve- nær kemur prinsinn sem sviptir henni á hamingjugrundir. Þetta er grunntema úr ævintýrum og ekki verra fyrir það. Hér eru nokkrar staðalmyndir í boði: hinn kómíski ráðgjafi, kalda samstarfskonan, væni drengurinn sem gengur lík- lega brátt upp í hlutverki prins- ins, slarkarinn og kvennabósinn og hin afskiptasama móðir. Hér er úr nógu að moða og gallerí- ið gefur tækifæri til árekstra. Mætti halda. Atburðarásin er miðjuð um Ástríði sjálfa: atvik til þessa hafa flest verið smávægileg og í raun hefði mátt þjappa þessum fyrstu fimm þáttum í einn vænan klukkutíma: okkur er farið að fýsa í átök. Leikurinn er án undan- tekninga prýðilegur: þungamiðj- an er viðbrögð Ástríðar sjálfrar og þar hvílir allt á svipbrigðum og textanæmi Ilmar. Hún hefur í huga sér afar skýra mynd af þess- ari óráðnu persónu og við bíðum spennt eftir að kynnast skapi hennar og að hún taki ákveðið á örlögum sínum. Það á reyndar við um fleiri persónur kringum hana: átakafælni hrjáir handritshöf- undana, það eru ekki byggðir inn í fléttuna neinir slíkir hagsmuna- árekstrar að úr verði átök og við fáum að finna fyrir því hvaða fólk þetta er: allt er hér í kyrrum polli. Þessi höfundaafstaða lýsir sér í öllum frágangi, smart setti, fallegum fötum skrifstofufólks, takmarkaðri notkun í vali á stað- setningarrömmum sem eru ekki boðandi um átök: í fimmta þætt- inum brá fyrir útisenu að kvöldi til sem gaf vonir um að nú færi eitthvað í gang. Þá er tónlistin með lyftublæ og ekki notuð til að styrkja dramað. Allt þetta vekur spurninguna hvert er verið að fara? Hver er ætlunin? Svo koma inn smádrætt- ir sem gætu vakið einhver hvörf, fleytt persónum fram: Kjart- an Guðjónsson tók slíkt skref þegar hann lagðist með karl- kyns eiganda fyrirtækisins. Guð- björg Thoroddsen stormaði inn í fimmta þáttinn en var svo send til útlanda. Gaman að sjá hana á skjánum í banastuði. Þá stal Valur Freyr senunni í atvinnu- lausum skrifstofuþræl. Þetta eru smámyndir en sumar óborganleg- ar, til dæmis hjá Hilmi Snæ milli kvenna. Þórir er næs strákur og kærastan hans er tepruleg tæfa í fínum leik Þóru Karítasar. Á endanum er þetta spurning um kröfuhörku framleiðenda og sjónvarpsstöðvarinnar og það er kostulegt að sjá framvindu sögu sem gerist 2008 ef í henni er hvergi tæpt á því sem gerðist það ár. Það væri til marks um hvað við vorum algerlega úr sambandi – ef svo færi. En þetta efni er kærkomið, vandlega framborið en máski ekki hugsað til fulls nema menn hafi sett sér það mark að búa til held- ur yfirborðskennt efni. Við spyrj- um að leikslokum nú þegar gera má kröfur um almennilega unnið íslenskt sjónvarpsefni. Tími for- gjafar er liðinn. Ekki gefin fyrir drama, þessi dama ÁSTRÍÐUR Í aðalhlutverkum: Ilmur Kristjánsdóttir, Kjartan Guðjónsson, Friðrik Friðriksson og Rúnar Freyr G. LEIKLIST Harry og Heimir eftir Karl Ágúst Úlfsson, Sigurð Sigurjónsson og Örn Árnason og leikið af þeim. Hljóðmynd: Ólafur Thoroddsen. Leikmynd: Snorri Freyr Hilmars- son. Ljós: Freyr Vilhjálmsson ★★★★ LEIKLIST PÁLL BALDVIN BALDVINSSON Þetta eru fyndnir strákar og flink ir. Sérkennilegt að trúðsleik- urinn skyldi verða þeim öllum þremur sú ástríða sem raun varð á. En mörgum leikaranum finnst það miklu þægilegra viðmót að láta hlæja að sér. Það felst svo afdrátt- arlaus viðurkenning í hlátrinum, heilshugar undirtektir. Ef hleg- ið er dátt. Og það var hlegið dátt á laugardagskvöld á litla sviðinu. Leikmyndasmiðurinn Snorri Freyr heldur áfram tilraunum sínum að búa til hring úr áttstrendingi en leikmyndin samanstendur af örfá- um stoðgripum: effektahurð, fata- standi, fjórum klappstólum, gömlu útvarpstæki og síma. Annað þurfti ekki: jú vandlega unna hljóðrás, þaulhugsað ljósaplan og svo þessa þrjá stráka. Efnið er ekki rýrt. Sampress- að klisjubúnt, en útheimtir þol, snögga hugsun, enn hraðari hreyf- ingu, tónbreytingar, hraðabreyt- ingar, semsé allt sem prýða má leikara. Og það verður að segjast að í öllu einleikaraflandrinu þá hefur maður séð marga sem eru miklu síðri þessum þremur í að hlaupa úr einum ham í annan. Þetta er græskulaust gaman og leitar ekki mikið niður til klofsins eins og gömlum árshátíðarspaug- urum er svo hætt, stundum svo að hausinn á þeim er langa stund í klofinu. Því er þetta sagt að Harry og Heimir eru prýðileg fjölskyldu- skemmtun. Sýningin leiðir líka í ljós nokkra virtúós-kafla í leik, þar sem strengurinn er þaninn til hins ýtrasta. Það er því merkileg lífsreynsla að sjá svona sýningu og margt úr henni, í lausnum, hraðri hugsun og hugkvæmni, mætti sjást í mörgum öðrum leiksýningum um þessar mundir. En þrátt fyrir það fór svo að brandarinn varð dálítið langur og staglsamur. Harry, Heimir og Örn Árna LEIKLIST Höfundar og leikendur í leikbúningum. ÁSTRÍÐUR Höfundur: Ilmur Kristjánsdóttir og fleiri Leikstjóri: Silja Hauksdóttir Framleiðandi: Saga Film fyrir Stöð 2. ★★★ LEIKLIST PÁLL BALDVIN BALDVINSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.