Fréttablaðið - 19.09.2009, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 19.09.2009, Blaðsíða 72
44 19. september 2009 LAUGARDAGUR Hljómsveitin Retrön verður með útgáfutónleika á Grand Rokk í kvöld. Þá verður frumburðurinn Swordplay & Guitarslay kynntur á viðeigandi hátt. Kimi-útgáfan kom plötunni út í ágúst. Retrön, sem leikur lítt sunginn 8-bita metal, mun kynna til sögunnar nýjan hljómborðsleikara. Hann heitir Ingimundur og spilar einnig í hljómsveitinni Caterpillar Man. Til upphitunar verða eðalböndin Retro Stefson, Mammút og Sudd- en Weather Change. Búast má við að stuðið hefjist um k1. 22 og það er ókeypis inn. - drg Retrön spilar RETRÖN Ingimundur ekki byrjaður. Sameiginlegur gleðskapur Nikita og GusGus fer fram laugardaginn 26. september, en ekki í dag eins og kom fram í Föstudegi í gær. Partíið verður haldið í tilefni af opnun verslunar Nikita að Lauga- vegi 56 og útgáfu nýrrar breið- skífu frá GusGus. Að baki versl- unarinnar er bakgarður þar sem tónleikarnir fara fram. - hhs Fagna opnun í næstu viku Smáhundur söngkonunnar Jess- icu Simpson hvarf af heimili hennar fyrir mánuði. Söngkon- an sagðist hafa séð til sléttuúlfa í nágrenni við heimili sitt og ótt- ast hún að hundurinn Daisy hafi lent í kjafti þeirra. Söngkonan hefur þrátt fyrir þetta ekki gefið upp alla von um að finna Daisy á lífi og hefur meðal annars leitað aðstoðar fyrirtækis sem sérhæfir sig í að finna týnd gæludýr. „Ég held enn í vonina, þrátt fyrir hálfvitana sem segja mér að það sé heimskulegt. Daisy er barnið mitt af hverju ætti ég að hætta að leita. Ég er móðir,“ skrifaði söngkon- an á Twitter-síð- unni sinni fyrir skemmstu. Leitar enn að Daisy JESSICA SIMPSON Söngkonan kunna leitar örvæntingar- full að hundi sínum. „Við kynntumst í Borgarholtsskóla í fyrra á fyrsta ári á listnámsbraut og komumst fljótlega að því að við vorum með nákvæmlega sama tón- listarsmekk. Hljómsveitin var svo stofnuð stuttu eftir það, í október í fyrra,“ segir Guðlaugur Halldór Einarsson, sem skipar raftónlist- arsveitina Captain Fufanu ásamt Hrafnkeli Flóka Einarssyni. Drengirnir leika svokallaða „deep house“-tónlist, sem á rætur að rekja til teknó-tónlistarstefn- unnar. Þeir hafa að eigin sögn verið mjög iðnir við spilamennsk- una undanfarið og tóku meðal ann- ars þátt í Músíktilraunum nú í ár og munu einnig leika á Airwaves- tónlistarhátíðinni í haust. „Það er mjög spennandi að vera svona ungur og fá að taka þátt í hátíð eins og Airwaves. Þetta er frábært tækifæri fyrir okkur að kynna tón- listina og reyna að koma okkur áfram,“ segir Guðlaugur Halldór. Hljómsveitarmeðlimirnir eru báðir ungir að árum, aðeins sautj- án ára gamlir. Guðlaugur segir að það hafi verið skrítin tilfinn- ing að fá að leika á skemmtistað í fyrsta sinn en nú séu þeir orðnir því vanir. Aðspurður segir hann að framtíðin sé enn óráðin, „Eins og er erum við bara að vinna að tón- listinni okkar, við erum ekki enn farnir að plana útgáfur eða útrás.“ - sm Ekki enn farnir að plana útgáfu eða útrás CAPTAIN FUFANU Guðlaugur Halldór og Hrafnkell Flóki skipa danstónlistarsveit- ina Captain Fufanu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Annað upplagið af mat- reiðslubókinni Matur og drykkur eftir Helgu Sig- urðardóttur er komið í verslanir, alls fjögur þús- und eintök. Fyrsta upp- lagið, sem var prentað í tvö þúsund eintökum, kláraðist á sjö dögum og síðan eru liðnar um það bil þrjár vikur. Af eintökunum fjögur þúsund var þegar búið að panta um átta hundruð fyrirfram af áhugasöm- um Íslendingum. „Þetta er ótrúleg sala á svona gamalli bók,“ segir Sig- urður Svavarsson útgef- andi. Bókin kom fyrst út árið 1947 en útgáfan sem nú kemur út er byggð á endurútgáfu frá árinu 1954. Sala á matreiðslu- bókum hefur aukist um rúmlega hundrað pró- sent á þessu ári enda hafa að minnsta kosti þrettán nýjar íslenskar matreiðslubækur komið út. „Hundrað prósenta aukning í matreiðslu- bókum er alveg svaka- lega mikið,“ segir Svav- ar. „Það er svo gaman að þessu vegna þess að bókamarkaðurinn er samfélagsspegill. Þess vegna getur maður með því að skoða hann gefið sér hvað er á seyði í sam- félaginu.“ Jói Fel sá um baksturinn. - fb Fjögur þúsund eintök í viðbót KÖKUHLAÐBORÐ Það voru miklar kræsingar í boði í Odda þegar annað upplag Matar og drykkjar var kynnt til sögunnar. „Kreppan hefur gert okkur sterkari,“ segir Kira Kira í nýlegu viðtali við þýska dag- blaðið Berliner Zeitung. Í greininni er fjallað á jákvæð- an hátt um verkefnið Norðr- ið þar sem íslenskir flytjend- ur eru kynntir til sögunnar í Þýskalandi. Talað er um kreppuna og hvernig hún hefur þjappað íslensku tón- listarfólki saman. Einnig er fjallað um Helga Hrafn Jóns- son, sem hefur verið búsett- ur í Austurríki. Kira Kira er farin í tónleikaferð um Þýska- land, Austurríki og Sviss ásamt tónlistarmanninum Klive. Stendur túrinn yfir til 4. október. Kreppan styrkir Kiru KIRA KIRA Söngkonan Kira Kira er farin í tón- leikaferð um Þýskaland, Sviss og Austurríki. Tuttugu ár eru liðin síðan KA-menn urðu Íslands- meistarar í knattspyrnu í fyrsta og eina sinn. Af því tilefni hittust þeir í heimabæ sínum á dögunum og spiluðu fótbolta. Sumir voru reyndar léttari á fæti en aðrir en það kom ekki að sök því ánægjan sem af þessu hlaust var ósvikin. Um kvöldið snæddu menn síðan hátíðarkvöldverð á Hótel KEA í sínu fínasta pússi og skemmtu sér fram á rauða nótt. Rifjuðu upp gamla takta 20 ÁRA MEISTARAR KA-menn stilltu sér upp á sama máta og þeir gerðu á meistara- árinu 1989. MYND/SÆVAR GEIR SIGURJÓNSSON ERLINGUR KRISTJÁNSSON Fyrirliðinn fyrrverandi þótti með sprækari mönnum á æfingasvæðinu. ÞORVALDUR ÖRLYGSSON Núverandi þjálfari Fram sýndi gamla takta í bolt- anum. SNJÖLL TILÞRIF Ormarr Örlygsson var einbeittur á svip á æfingasvæðinu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.