Fréttablaðið - 19.09.2009, Blaðsíða 70
42 19. september 2009 LAUGARDAGUR
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í
Reykjavík, RIFF, var sett í
Háskólabíói á fimmtudags-
kvöld með sýningu mynd-
arinnar Ég drap mömmu.
Móttaka var haldin í and-
dyri bíósins af þessu til-
efni og var þar margt um
manninn.
Ríflega 120 kvikmyndir verða
sýndar á hátíðinni í ár í níu flokk-
um. Í flokknum Vitranir tefla nýir
leikstjórar fram sinni fyrstu og
annarri mynd og sigurvegarinn
hlýtur aðalverðlaun hátíðarinn-
ar, Gyllta lundann. Heiðursgestur
í ár verður hinn heimsfrægi leik-
stjóri Milos Forman sem á að baki
myndir á borð við Gaukshreiðr-
ið og Amadeus. Upplýsingamið-
stöð RIFF verður í Eymundsson í
Austurstræti og þar fer jafnframt
fram sala miða, afsláttarkorta og
passa.
VEL HEPPNAÐ OPNUNARHÓF
ÞRÍR ÆTTLIÐIR Bryndís Schram ásamt barnabarni sínu, Magdalenu Björnsdóttur, og Kolfinnu Baldvinsdóttur. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Leikstjórinn Hrafn Gunnlaugsson og
Nanna Hauksdóttir mættu í opnunar-
hófið.
Markmaðurinn fyrrverandi Birkir Krist-
insson mætti með Ranghildi Gísladóttur
upp á arminn.
Rithöfundurinn Thor Vilhjálmsson ásamt
Hrönn Marínósdóttur, aðalskipuleggj-
anda RIFF.
Aðeins 450 miðar eru eftir á Ice-
land Airwaves-tónlistarhátíðina
sem verður haldin 14. til 18. okt-
óber í Reykjavík og því fer hver að
verða síðastur að tryggja sér miða.
Nú hafa Páll Óskar og Hjaltalín
staðfest komu sína á hátíðina. Þess-
ir tveir vinsælu flytjendur ætla
að sameina krafta sína og munu
þeir flytja vinsælustu lög Palla
í útsetningum Hjaltalíns. Þetta
form var frumflutt á síðustu Gay
Pride-hátíð við góðar undirtektir
og því þótti tilvalið að endurtaka
leikinn á Airwaves. Þetta verður í
fyrsta sinn sem Palli kemur fram
með fulla dagskrá á Airwaves en
hann hefur áður stigið á svið sem
gestasöngvari með Gus Gus og
Hjaltalín.
Miðarnir að klárast
PÁLL ÓSKAR Páll Óskar kemur fram á
Airwaves-hátíðinni ásamt Hjaltalín.
Íslenska tónskáldið Atli Örvarsson er tilnefndur sem
uppgötvun ársins af The World Soundtrack Acad-
emy sem eru samtök kvikmyndatónskálda. Þau voru
stofnuð 2001 og er ætlað að kynna það mikla og
merka starf sem kvikmyndatónskáld inna af hendi.
Sigurvegarar verða tilkynntir hinn 17. október á
árlegri hátíð tónskálda í Gent í Belgíu.
Atli er eitt af fimm tónskáldum sem tilnefnd eru
í þessum flokki en honum þykir hafa tekist ein-
staklega vel upp með tónlistina fyrir Babylon A.D.
Meðal annarra í þessum flokki eru Nico Muhly sem
samdi tónlistina fyrir verðlaunamyndina Reader
og Andrew Lockington sem samdi tónlistina fyrir
Journey to the Center of the Earth. Allar hafa þeir
tengingu við hið litla Ísland. Journey to the Center of
the Earth skartar jú Anitu Briem í aðalhlutverki og
Nico Muhly er á mála hjá hinu íslenska útgáfufyrir-
tæki Bedroom Community og hefur spilað oft hér á
Íslandi. Atli er síðan að sjálfsögðu Íslendingur.
Af íslenska tónskáldinu er það hins vegar að frétta
að hann er í óða önn að semja tónlist fyrir miðalda-
myndina The Season of the Witch sem skartar engum
öðrum en Nicolas Cage í aðalhlutverki auk Ron Perl-
man. Leikstjóri er Dominic Sena, þekktastur fyrir
Swordfish og Gone in Sixty Seconds.
Atli ein af uppgötvunum ársins
GENGUR ALLT Í HAGINN Atla Örvarssyni gengur vel í Holly-
wood sem tónskáldi og er hann tilefndur sem ein af uppgötv-
unum ársins hjá Samtökum kvikmyndatónskálda.
„það var gríðarlegur þrýsting-
ur frá poppsenunni í Reykjavík
að fá okkur aftur í bæinn, svo það
var bara opnuð búð til að hafa
okkur í,“ segir Svavar Pétur
Eysteinsson í hljómsveit-
inni Skakkamanage. Hann
og Berglind Häsler, kona
hans, hafa búið á Seyðis-
firði um nokkra hríð en eru
flutt aftur á mölina til að
stýra nýrri verslun, Havarí.
„Seyðisfjörður er náttúru-
lega algjört unaðspleis og
við eigum örugglega eftir að
fara þangað aftur, en svona
er þetta: Ævintýrið er búið
í bili.“
Havarí er í Austurstræti 6, á milli Gyllta kattar-
ins og Shalimar. Verslunin er samstarfsvettvangur
fjögurra fyrirtækja á sviði tónlistar
og hönnunar, Kimi Records, Borg-
in hljómplötur, Gogoyoko og Skakka-
popp. „Þetta verður besta búðin,“
segir Svavar. „Þarna verður til tón-
list, fatnaður, hönnun, list og bara
það sem okkur dettur í hug. Það er
svið í búðinni sem hægt verður að
troða upp á. Svo verður bara dansað
og tjúttað. Það er gott að hafa svona
lókal yfir Réttir og Airwaves og svo
í jólaösinni. Eftir jól verður bara
metið hvernig gekk og hvort við
pökkum saman eða höldum áfram.“
Havarí verður formlega opnuð í
dag kl. 13. Reggígeltirnir í Hjálm-
um troða upp og hefja forsölu á nýju
plötunni IV, sem kemur út á mánudaginn. Þá verða léttar
karíba-veitingar í boði, sem og ýmis tilkippileg tilboð.
- drg
Frá Seyðisfirði til Havarí
KOMIN AFTUR Á MÖLINA Svavar og Berglind standa
vaktina í Havarí. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
> VER KANYE
Rapparinn Jay-Z hefur komið fram og
varið starfsbróður sinn, Kanye West,
eftir uppákomuna á MTV-verð-
launahátíðinni. „Hann er
bara rosalega ástríðufull-
ur maður,“ sagði Jay-Z um
félaga sinn.
folk@frettabladid.is
Leikarinn Tómas Lemarquis og Emiliano
Monaco voru á meðal gesta.