Fréttablaðið - 19.09.2009, Blaðsíða 78
50 19. september 2009 LAUGARDAGUR
sport@frettabladid.is
FÓTBOLTI Landsliðsframherjinn
Eiður Smári Guðjohnsen fær
kjörið tækifæri til þess að vinna
hug og hjörtu stuðningsmanna
Mónakó þegar liðið mætir Nice
í grannaslag á frönsku Rivíer-
unni í dag en leikurinn er sýndur
í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport
og hefst kl. 17.
Leikurinn fer fram á heima-
velli Nice, Stade du Ray-leik-
vanginum, en tilefnið er sér í
lagi sögulegt að þessu sinni þar
sem þetta verður í hundraðasta
skipti sem félögin mætast, ef
allar keppnir eru taldar til.
Mónakó hefur haft yfir-
höndina til þessa og unnið
40 af 99 leikjum á móti 29
sigurleikjum hjá Nice.
Þegar liðin mættust
í deildarkeppninni fyrra
unnust báðir leikirn-
ir á útivelli og von-
ast Mónakó-menn
væntanlega eftir
því að það mynst-
ur haldi áfram.
Mónakó hefur
farið betur af
stað á þessu
t ímabi l i en
Nice og er fyrir
leiki helgar-
innar í sjöunda
sæti eftir þrjá sigurleiki og tvo
tapleiki á meðan Nice er í þriðja
neðsta sæti deildarinnar eftir
einn sigur og fjögur töp eftir
fimm umferðir.
Eiður Smári náði ekki að sýna
sitt rétta andlit í fyrsta leik
sínum fyrir Mónakó í 2-0 sigur-
leik gegn Paris St. Germain um
síðustu helgi og kvaðst í viðtölum
í leikslok þurfa smá tíma til þess
að aðlagast nýjum liðsfélögum og
frönsku deildinni.
„Ég er ánægður af því að liðið
vann. Ég á enn eftir að venjast
öllu og læra inn á samherj-
ana, leikkerfið og allt sem
tengist þessu. Ég er viss um
að hinn sanni Guðjohnsen
kemur í ljós á næstu vikum.
Það er samt ekki mikil-
vægt hvernig ég spila held-
ur skiptir öllu hvernig
liðið spilar,“ sagði
Eiður Smári í við-
tali sem birtist á
opinberri heima-
síðu Mónakófé-
lagsins. - óþ, óój
Mónakó og Nice mætast í alvöru í grannaslag:
Hundraðasti leikur
Mónakó og Nice
EIÐUR SMÁRI
Verður í eldlínunni
með Mónakó í dag.
MYND/WWW.ASM-FC.COM
Landsliðskonan Bryndís Guðmundsdóttir fór út til Belgíu í haust til
að spila með liði Charleroi en hefur nú ákveðið að snúa aftur
heim og spila með Keflavík í vetur.
„Eftir að móðir mín lést í desember á síðasta ári hef ég
átt mjög erfitt, ég hélt ég væri tilbúin að takast á við þetta
verkefni og fara út og spila körfubolta en raunin var bara sú
að ég var ekki tilbúin,“ segir Bryndís hreinskilin og bætir
við: „Ég var hugsa á hverjum degi hvað mig langaði að
vera heima. Ég hringdi í pabba á hverjum degi og oftar
en einu sinni á dag. Í hvert sinn sem ég skellti á fór ég
að gráta því mig langaði svo heim. Ég vildi ekki vera
að pína mig lengur,“ segir Bryndís, sem er aðeins
21 árs gömul. Hún er systir knattspyrnumannsins
Haraldar Guðmundssonar. Bryndís spilaði ekki
nema einn leik með liðinu en hún meiddist á
ökkla á síðustu æfingu fyrir leik tvö. Hún segir
liðið ekki hafa verið jafn sterkt og í fyrra. „Kan-
inn sem er hjá þeim er ekki nægilega góður
en stelpurnar í liðinu eru frábærar og mjög
skemmtilegar,“ segir Bryndís en borgin Charleroi í frönskumælandi
hluta Belgíu.
„Körfuboltinn í Belgíu er ekkert mikið öðruvísi nema að það
er spilaður aðeins hraðari bolti hér og dómararnir flauta mun
minna en heima,“ segir Bryndís.
Belgarnir tóku ekki allt of vel í að missa íslensku landsliðs-
konuna og umboðsmaðurinn hennar hefur heldur ekki verið
að standa sig. Hún hafði smá áhyggjur af því að fá ekki
leikheimildina aftur til Íslands en segist fá góða hjálp við
að leysa það, þar á meðal frá þjálfara Keflavíkur, Jóni
Halldóri Eðvaldssyni. „Jonni er minn maður og hann er
alveg með þetta,“ segir Bryndís.
Bryndís ætlar að spila með Keflavík í vetur og hjálpa
til við að brúa kynslóðabilið hjá félaginu. „Það kom
aldrei annað til greina en að fara aftur í Keflavík því
það er mitt lið. Þetta verður mjög spennandi í vetur. Við
erum að fá mikið af yngri leikmönnum inn í liðið sem eru
ekkert nema frábærir leikmenn. Stefnan er sett á að berjast
um toppsætið, er það ekki alltaf þannig?“ segir Bryndís.
BRYNDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR LANDSLIÐSKONA Í KÖRFU: ER Á HEIMLEIÐ EFTIR STUTTA DVÖL Í BELGÍU
Ég var ekki tilbúin og vildi ekki pína mig lengur
> Katrín var fyrirliði í þrítugasta sinn
Katrín Jónsdóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins, spilaði
ekki bara sinn 90. landsleik í 12-0 stórsigri á Eistlend-
ingum í fyrrakvöld heldur bar hún einnig fyrirliðaband-
ið í þrítugasta sinn. Katrín tók við fyrirliðabandinu af
Ásthildi Helgadóttur, sem er enn sá leikmaður kvenna-
landsliðsins sem hefur oftast borið fyrirliðabandið.
Ásthildur var fyrirliði landsliðsins í 34 af
69 landsleikjum sínum.
Katrín hefur hins vegar verið fyrirliði
landsliðsins í 24 leikjum í röð, sem er
met, en Vanda Sigurgeirsdóttir átti
gamla metið þegar hún var fyrirliði
kvennalandsliðsins í 19 leikjum í
röð frá 1992 til 1996.
KOMI
NN
Í ELKO 10. HVERVINNUR!
BESTI NE
ED FOR S
PEED LE
IKUR
ALLRA T
ÍMA ER M
ÆTTUR!
Vinningar afhentir í ELKO Lindum.
199 kr/skeytið. Með því að taka
þátt ertu kominn í SMS klúbb.
FÓTBOLTI Steven Gerrard, fyr-
irliði Liverpool, trúir því að
Afríkukeppni landsliða muni
hjálpa Liverpool til að vinna
enska titilinn í fyrsta sinn í 20 ár.
Liverpool er með enga afríska
leikmenn innan sinna raða en
Chelsea, Manchester City og Ars-
enal munu öll missa lykilmenn
í að minnsta kosti þrjár vikur í
upphafi næsta árs. Afríkukeppn-
in fer fram 10. til 31. janúar 2010.
„Öll lið munu lenda í lægðum
á löngu tímabili og sum lið munu
missa mikilvæga hlekki á meðan
Afríkukeppninni stendur. Chel-
sea, Tottenham og Manchest-
er City hafa öll byrjað tímabil-
ið vel en við eigum eftir að spila
marga leiki til viðbótar áður en
við sjáum hvaða lið koma til með
að berjast um titilinn,“ sagði
Gerrard. - óój
Steven Gerrard hjá Liverpool:
Afríkukeppnin
hjálpar okkur
BJARTSÝNN Steven Gerrard lætur ekki
slæma byrjun Liverpool draga sig niður.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
FÓTBOLTI Geir Þorsteinsson, for-
maður Knattspyrnusambands
Íslands, segir aðeins formsat-
riði að ganga frá nýjum samningi
sambandsins við Ólaf Jóhann-
esson, landsliðsþjálfara. Sjálf-
ur hefur Ólafur mikinn hug á að
halda áfram en undir hans stjórn
varð liðið í neðsta sæti síns riðils í
undankeppni HM 2010.
„Ég er ekki í nokkrum vafa um
að liðið sé á réttri leið undir stjórn
Ólafs,“ sagði Geir. „Það eru marg-
ir ungir leikmenn að stíga fram
á sjónarsviðið og þá fannst mér
einnig jákvætt að Eiður Smári
Guðjohnsen lýsti því yfir fyrir
stuttu að hann ætli að halda áfram
að spila með landsliðinu. Það skipt-
ir miklu máli.“
Ólafur hefur stýrt landsliðinu í
um 20 leikjum og segir stefnuna
hafa verið markaða strax í upp-
hafi. „Við höfum lagt áherslu á að
notast alltaf við sömu leikaðferð
með ákveðnum áherslubreytingum
þó. Ég viðurkenni að þetta hefur
allt tekið sinn tíma en síðustu leik-
ir hafa verið betri. Í þeim þorðum
við að halda boltanum meira innan
liðsins og tel ég það nauðsynlegt til
að ná lengra á þessum vettvangi.
Ef við gerum það ekki stöndum við
alltaf í stað.“
Ólafur hefur notast við marga
leikmenn á þessum tveimur árum
og var það með ráðum gert. „Í dag
tel ég mig vita nánast allt það sem
ég vil og þarf að vita um þá leik-
menn sem koma til greina í lands-
liðið. Auðvitað koma alltaf nýir
leikmenn fram á sjónarsviðið og
það er enginn útilokaður frá lands-
liðinu. En við vitum mikið um leik-
mennina í dag,“ sagði Ólafur. „Ég
er því ekki viss um að það verði
miklar breytingar á landsliðinu á
næstunni og lítið um tilraunastarf-
semi með leikmenn.“
Þátttöku Íslands í undankeppni
HM 2010 er lokið en framundan
eru tveir vináttulandsleikir. Ísland
mætir Suður-Afríku á Laugardals-
velli þann 13. október næstkom-
andi og svo Lúxemborg ytra þann
14. nóvember.
Dregið verður svo í riðla í und-
ankeppni EM 2012 í byrjun febrú-
ar á næsta ári. eirikur@frettabladid.is
Formsatriði að skrifa undir
Allt útlit er fyrir að Ólafur Jóhannesson verði áfram landsliðsþjálfari karla í
knattspyrnu. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, er í engum vafa um að landsliðið
sé á réttri braut undir stjórn Ólafs og hann horfir björtum augum á framhaldið.
HELDUR ÁFRAM Allar líkur eru á að Ólafur Jóhannesson verði áfram þjálfari A-lands-
liðs karla. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
FÓTBOLTI Manchester City ætlar
að berjast á móti því að Emm-
anuel Adebayor fái leikbann hjá
enska knattspyrnusambandinu,
fyrir að hlaupa allan völlinn til
þess að fagna fyrir framan stuðn-
ingsmenn Arsenal þegar hann
skoraði á móti sínu gamla félagi
um síðustu helgi.
„Við fáum tíma til að koma
fram með okkar hlið á mál-
inu,” sagði Mark Hughes, stjóri
Manchester City og bætti við:
„Hann yfirgaf aldrei völlinn og
lagðist bara á hnén. Þetta voru
venjuleg fagnaðarlæti og það er
ekki góð þróun ef að menn ætla
að taka tilfinningarnar úr fótbolt-
anum,” sagði Hughes.
„Kringumstæðurnar og það
sem Ade mátti þola fyrir leik-
inn var honum mjög erfitt og átti
sinn þátt í að hann réð ekki við
tilfinningar sínar,” sagði Hug-
hes. City áfrýjaði ekki þegar
Adebayor var dæmdur í þriggja
leikja bann fyrir að traðka á and-
liti Robin van Persie. - óój
Fagn Emmanuel Adebayor:
City mun berj-
ast gegn banni
FAGNIÐ Emmanuel Adebayor eftir mark-
ið sitt á móti Arsenal. NORDICPHOTOS/GETTY
HANDBOLTI Íslendingaliðið Rhein-
Neckar Löwen tapaði í gær fyrir
Hamburg á heimavelli, 34-30, í
þýsku úrvalsdeildinni í gær.
Lið Rhein-Neckar Löwen er
skipað þremur fastamönnum
úr íslenska landsliðinu en þeir,
frekar en liðsfélagar sínar, náðu
ekki að fylgja eftir góðri byrj-
un liðsins í leiknum. Löwen var
með yfirhöndina í hálfleik, 16-15,
en gestirnir sneru leiknum á sitt
band strax í upphafi síðari hálf-
leiksins.
Ólafur Stefánsson skoraði þrjú
mörk fyrir Löwen og þeir Snorri
Steinn Guðjónsson og Guðjón
Valur Sigurðsson tvö hvor. - esá
Rhein-Neckar Löwen tapaði:
Íslenski kraftur-
inn dugði ekki
ÓLAFUR STEFÁNSSON Skoraði þrjú mörk
í gær. NORDIC PHOTOS/BONGARTS