Fréttablaðið - 19.09.2009, Side 72

Fréttablaðið - 19.09.2009, Side 72
44 19. september 2009 LAUGARDAGUR Hljómsveitin Retrön verður með útgáfutónleika á Grand Rokk í kvöld. Þá verður frumburðurinn Swordplay & Guitarslay kynntur á viðeigandi hátt. Kimi-útgáfan kom plötunni út í ágúst. Retrön, sem leikur lítt sunginn 8-bita metal, mun kynna til sögunnar nýjan hljómborðsleikara. Hann heitir Ingimundur og spilar einnig í hljómsveitinni Caterpillar Man. Til upphitunar verða eðalböndin Retro Stefson, Mammút og Sudd- en Weather Change. Búast má við að stuðið hefjist um k1. 22 og það er ókeypis inn. - drg Retrön spilar RETRÖN Ingimundur ekki byrjaður. Sameiginlegur gleðskapur Nikita og GusGus fer fram laugardaginn 26. september, en ekki í dag eins og kom fram í Föstudegi í gær. Partíið verður haldið í tilefni af opnun verslunar Nikita að Lauga- vegi 56 og útgáfu nýrrar breið- skífu frá GusGus. Að baki versl- unarinnar er bakgarður þar sem tónleikarnir fara fram. - hhs Fagna opnun í næstu viku Smáhundur söngkonunnar Jess- icu Simpson hvarf af heimili hennar fyrir mánuði. Söngkon- an sagðist hafa séð til sléttuúlfa í nágrenni við heimili sitt og ótt- ast hún að hundurinn Daisy hafi lent í kjafti þeirra. Söngkonan hefur þrátt fyrir þetta ekki gefið upp alla von um að finna Daisy á lífi og hefur meðal annars leitað aðstoðar fyrirtækis sem sérhæfir sig í að finna týnd gæludýr. „Ég held enn í vonina, þrátt fyrir hálfvitana sem segja mér að það sé heimskulegt. Daisy er barnið mitt af hverju ætti ég að hætta að leita. Ég er móðir,“ skrifaði söngkon- an á Twitter-síð- unni sinni fyrir skemmstu. Leitar enn að Daisy JESSICA SIMPSON Söngkonan kunna leitar örvæntingar- full að hundi sínum. „Við kynntumst í Borgarholtsskóla í fyrra á fyrsta ári á listnámsbraut og komumst fljótlega að því að við vorum með nákvæmlega sama tón- listarsmekk. Hljómsveitin var svo stofnuð stuttu eftir það, í október í fyrra,“ segir Guðlaugur Halldór Einarsson, sem skipar raftónlist- arsveitina Captain Fufanu ásamt Hrafnkeli Flóka Einarssyni. Drengirnir leika svokallaða „deep house“-tónlist, sem á rætur að rekja til teknó-tónlistarstefn- unnar. Þeir hafa að eigin sögn verið mjög iðnir við spilamennsk- una undanfarið og tóku meðal ann- ars þátt í Músíktilraunum nú í ár og munu einnig leika á Airwaves- tónlistarhátíðinni í haust. „Það er mjög spennandi að vera svona ungur og fá að taka þátt í hátíð eins og Airwaves. Þetta er frábært tækifæri fyrir okkur að kynna tón- listina og reyna að koma okkur áfram,“ segir Guðlaugur Halldór. Hljómsveitarmeðlimirnir eru báðir ungir að árum, aðeins sautj- án ára gamlir. Guðlaugur segir að það hafi verið skrítin tilfinn- ing að fá að leika á skemmtistað í fyrsta sinn en nú séu þeir orðnir því vanir. Aðspurður segir hann að framtíðin sé enn óráðin, „Eins og er erum við bara að vinna að tón- listinni okkar, við erum ekki enn farnir að plana útgáfur eða útrás.“ - sm Ekki enn farnir að plana útgáfu eða útrás CAPTAIN FUFANU Guðlaugur Halldór og Hrafnkell Flóki skipa danstónlistarsveit- ina Captain Fufanu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Annað upplagið af mat- reiðslubókinni Matur og drykkur eftir Helgu Sig- urðardóttur er komið í verslanir, alls fjögur þús- und eintök. Fyrsta upp- lagið, sem var prentað í tvö þúsund eintökum, kláraðist á sjö dögum og síðan eru liðnar um það bil þrjár vikur. Af eintökunum fjögur þúsund var þegar búið að panta um átta hundruð fyrirfram af áhugasöm- um Íslendingum. „Þetta er ótrúleg sala á svona gamalli bók,“ segir Sig- urður Svavarsson útgef- andi. Bókin kom fyrst út árið 1947 en útgáfan sem nú kemur út er byggð á endurútgáfu frá árinu 1954. Sala á matreiðslu- bókum hefur aukist um rúmlega hundrað pró- sent á þessu ári enda hafa að minnsta kosti þrettán nýjar íslenskar matreiðslubækur komið út. „Hundrað prósenta aukning í matreiðslu- bókum er alveg svaka- lega mikið,“ segir Svav- ar. „Það er svo gaman að þessu vegna þess að bókamarkaðurinn er samfélagsspegill. Þess vegna getur maður með því að skoða hann gefið sér hvað er á seyði í sam- félaginu.“ Jói Fel sá um baksturinn. - fb Fjögur þúsund eintök í viðbót KÖKUHLAÐBORÐ Það voru miklar kræsingar í boði í Odda þegar annað upplag Matar og drykkjar var kynnt til sögunnar. „Kreppan hefur gert okkur sterkari,“ segir Kira Kira í nýlegu viðtali við þýska dag- blaðið Berliner Zeitung. Í greininni er fjallað á jákvæð- an hátt um verkefnið Norðr- ið þar sem íslenskir flytjend- ur eru kynntir til sögunnar í Þýskalandi. Talað er um kreppuna og hvernig hún hefur þjappað íslensku tón- listarfólki saman. Einnig er fjallað um Helga Hrafn Jóns- son, sem hefur verið búsett- ur í Austurríki. Kira Kira er farin í tónleikaferð um Þýska- land, Austurríki og Sviss ásamt tónlistarmanninum Klive. Stendur túrinn yfir til 4. október. Kreppan styrkir Kiru KIRA KIRA Söngkonan Kira Kira er farin í tón- leikaferð um Þýskaland, Sviss og Austurríki. Tuttugu ár eru liðin síðan KA-menn urðu Íslands- meistarar í knattspyrnu í fyrsta og eina sinn. Af því tilefni hittust þeir í heimabæ sínum á dögunum og spiluðu fótbolta. Sumir voru reyndar léttari á fæti en aðrir en það kom ekki að sök því ánægjan sem af þessu hlaust var ósvikin. Um kvöldið snæddu menn síðan hátíðarkvöldverð á Hótel KEA í sínu fínasta pússi og skemmtu sér fram á rauða nótt. Rifjuðu upp gamla takta 20 ÁRA MEISTARAR KA-menn stilltu sér upp á sama máta og þeir gerðu á meistara- árinu 1989. MYND/SÆVAR GEIR SIGURJÓNSSON ERLINGUR KRISTJÁNSSON Fyrirliðinn fyrrverandi þótti með sprækari mönnum á æfingasvæðinu. ÞORVALDUR ÖRLYGSSON Núverandi þjálfari Fram sýndi gamla takta í bolt- anum. SNJÖLL TILÞRIF Ormarr Örlygsson var einbeittur á svip á æfingasvæðinu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.