Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1947, Blaðsíða 9

Stúdentablaðið - 01.12.1947, Blaðsíða 9
STÚDENTABLAÐ 3 sjálfstæð, seinlát og hikandi og finnur minna til eigin ábyrgðar en vera ætti. Ýmis rök hníga þess vegna að því að greina framkvæmdarvaldið frá löggjafarvald- inu meir en nú er. Hins vegar er álitamál, hversu stórt skref eigi að stíga í þá átt. Til mála gæti komið að stíga skrefið til fulls og greina algerlega milli hinna þriggja þátta ríkisvaldsins og fela sitt hverjum aðila með- ferð hvers þáttar um sig. Alþingi yrði þá eingöngu löggjafarsamkoma, en forsetinn færi með framkvæmdarvaldið, ekki aðeins í orði, heldur og í reynd, þ. e. a. s. hann skip- aði ráðherra án atbeina þingsins, og þeir bæru ábyrgð fyrir honum. Forsetinn yrði þá vita- skuld þjóðkjörinn, eins og nú er. Hugsanlegt væri einnig, að forsetinn væri jafnframt for- sætisráðherra. Er því til stuðnings bent á, að vér verðum að hafa stjórnarkerfið sem einfaldast og stilla öllum kostnaði við rekstur hins opinbera sem mest í hóf. Ef horfið væri að þessari skipan, myndi óhjá- kvæmilegt, að ríkisstjórnin fengi fjármálin meir í sínar hendur en eftir núgildandi stjórn- arskrá. Annars kostar gæti þingið sett stjórn- inni stólinn fyrir dyrnar með því að synja um fjárveitingar og tekjuöflun. Með þessari skipan væri með öllu horfið frá þingræðis- reglunni svonefndu. Aðrar leiðir, sem skemmra gengju í breyt- ingaátt, gætu einnig komið til greina. T. d. mætti hugsa sér, að forseti fengi aukið vald, en það aukna vald væri takmarkað við það ástand, að Alþingi hefði reynzt óstarfhæft að verulegu leyti, hefði t. d. ekki getað mynd- að ríkisstjórn. í stjórnarskrána þyrfti þá að setja skýlaus ákvæði um, að forseti skyldi tilnefna ráðherra án atbeina þingsins, þegar það hefði gefizt upp við stjórnarmyndun. Slík ríkisstjórn sæti svo þar til unnt reyndist að mynda þingræðisstjórn. Ríkisstjórn, skipuð af forseta án atbeina Alþingis, þyrfti svo að einhverju leyti að fá í sínar hendur fjárveit- ingarvaldið og heimildir til tekjuöflunar. Að öðrum kosti gæti hún reynzt óstarfhæf. Til greina gæti komið, að þjóðin sjálf kysi forsætisráðherra eða jafnvel alla ráðherra til ákveðins árabils í senn. Gæti þá þingið ekki vikið þeim frá. E. t. v. væri einnig hugs- anlegt að gera Alþingi að skyldu að kjósa ráðherra til ákveðins tímabils. Ætti sú kosn- ing þá að fara fram eftir hverjar almennar Alþingiskosningar. Mundi þá ríkisstjórnin oftast nær verða eins konar samsteypustjórn, því að þingflokkar ættu að fá ráðherra í hlutfalli við þingmannatölu sína. Hætt er þó við, að annmarkar reyndust á þessari skip- an. Jafnhliða breytingum í þá átt, sem hér hefir verið talað um, telja svo sumir, að heppilegt væri að ákveða það, að ráðherrar skyldu ekki vera alþingismenn. Yrði slík regla til að undirstrika skilnaðinn milli fram- kvæmdarvalds og löggjafarvalds. Hér skal að svo stöddu enginn dómur lagð- ur á þær hugsanlegu breytingar, sem nefnd- ar hafa verið, enda geta þar sjálfsagt ýms- ar fleiri leiðir komið til greina. En hinu vil ég hiklaust halda fram, að nauðsyn beri til að styrkja framkvæmdarvaldið og gera það óháðara Alþingi en nú á sér stað. Þá hlýtur og skipun Alþingis, einkanlega skipting þess í deildir, að koma mjög til at- hugunar við endurskoðun stjórnarskrárinnar kjördæmaskipunin og kosningafyrirkomulag- ið. Skal fyrst vikið að kjördæmaskipuninni og kosningafyrirkomulaginu. Núverandi kjördæmaskipun og kosninga- fyrirkomulag er óheilsteypt. Samkvæmt því geta menn öðlazt þingmennskuumboð með þrennum hætti, þ. e. með óhlutbundnum kosn- ingum í einmenningskjördæmum, með hlut- fallskosningum í Reykjavík og tvímennings- kjördæmunum og við úthlutun uppbótarþing- sæta. I rauninni má segja, að þessi skipun sé hvorki fugl né fiskur. Uppbótarþing- mannafyrirkomulagið tryggir t. d. engan veg- inn, eða þarf ekki að tryggja, rétt hlutföll milli þingflokka. Því síður tryggir það stjórn- málaflokkunum áhrif í hlutfalli við kjósenda- tölu, því að vel má vera, að stjórnmálaflokk- ur, sem hvergi kemur að þingmanni og þar af leiðandi fær engan uppbótarþingmann, fái mun fleiri atkvæði samanlögð en þingflokk- ur, sem kemur að manni í einhverju fámennu

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.