Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1947, Blaðsíða 26

Stúdentablaðið - 01.12.1947, Blaðsíða 26
20 STÚDENTABLAÐ hljóðandi: „Ríkisstjórn Bandaríkjanna og ríkisstjórn Islands fallast á, að herverndar- samningurinn, sem gerður var 1. júlí 1941, skuli niður falla, og falli hann úr gildi með gildistöku samnings þessa.“ Með því að sam- þykkja þessa grein, viðurkenndu 32 þingmenn íslendinga: 1) að ,,skilningur“ Bandaríkja- manna á herverndarsamningnum væri réttur, 2) að herverndarsamningurinn væri enn í gildi 4. okt. 1946 og að Bandaríkjamönnum væri heimilt samkvæmt honum að hafa her sinn hér á landi og 3) að það þurfti nýjan samning um, að herinn yfirgæfi íslenzka grund.. Af þessum sökum er flugvallarsamn- ingurinn nauðungarsamningui. Stórveldihafði herafla í landinu og neitaði að hverfa með hann á brott, fyrr en íslendingar hefðu með nýjum samningi veitt því mikil fríðindi, sem ósamrýmanleg voru fullveldi voru. 32 alþing- ismenn létu kúgast, en það er einmitt gerð þessa samnings, sem núverandi utanríkisráð- herra vor hefur kallað „meinfangalausa greiðasemi“. Hér er ekki rúm til að ræða þennan samn- ing í einstökum atriðum, enda gerist þess ekki þörf. Hann er eitt mesta ómyndarplagg, sem lagt hefur verið fyrir Alþingi íslendinga. Fríðindi þau, sem Bandaríkjamenn fengu með samningnum, jafngilda því, að þeir hefðu her- stöðvar á landi voru. Alþýðusamtökin og stúdentar eygðu hættuna, sem af samþykkt samningsins mundi leiða. Þessir aðilar kröfð- ust þess, að þjóðin fengi að leggja dóm sinn á hann í þjóðaratkvæðagreiðslu, en hvorki Alþingi íslendinga né forseti lýðveldis vors virtu þær óskir að nokkru. Yfirstéttin ein stóð að þessum samningi, hún ber ein ábyrgðina á honum. Sagan mun dæma hana, eins og sagan hefur dæmt höfðingjastétt 13. aldar- innar. Um framkvæmd nauðungarsamningsins væri margt hægt að segja, ef rúm leyfði, en þetta verður að nægja: Islenzka ríkisstjórnin hefur svikizt um að gefa út reglugerð um rekstur Keflavíkurflugvallarins, svo sem kveðið er á í 7. grein samningsins. Banda- ríkjamenn ráða því öllu um rekstur vallarins fyrir aðgerðaleysi íslenzku ríkisstjórnarinn- ar. Bandarískt flugfélag (A. O. A.) heldur þar uppi farþegaflugþjónustu í stórum stíl, sem hvergi er heimiluð í samningnum. Flug- félag þetta hefur fríðindi fram yfir önnur flugfélög á landinu, það þarf enga skatta eða tolla að borga. — Þeir, sem samþykktu samninginn, sögðu, að tala bandarískra starfs- manna á vellinum mundi ekki fara fram úr 600 manns. Á vellinum eru nú töluvert á annað þúsund bandarískir borgarar. — Því var einnig haldið fram af þeim, sem gerðu samninginn, og blöðum þeirra, að allir Banda- ríkjamenn, sem yrðu á flugvellinum sam- kvæmt samningnum, væru háðir íslenzkum lögum. Þessi fullyrðing átti að sýna mönnum þá, að samningurinn væri ekki uppgjöf á fullveldi voru. Nú er það á allra vitorði, að Bandaríkjamennirnir eru alls ekki háðir ís- lenzkum lögum. En ef því væri haldið fram í alvöru enn þá, er sjálfur dómsmálaráðherra vor sakaður um að láta umfangsmikil lögbrot viðgangast hér á landi rétt við nefið á sér án þess að aðhafast nokkuð, því að lögin um áfengis- og tóbakseinkasölu ríkisins, íslenzku tolla- og skattalögin, lögin, sem heimila skömmtun á nauðsynjum, og miklu fleiri lög eru algerlega einskis virt af hinum bandarísku þegnum suður í Keflavík. Ég hef í þessari grein minni gert að um- talsefni utanríkisviðskipti Islendinga og Bandaríkjamanna nú hin síðari ár. Af þeim sést, að vér Islendingar eigum enn í harðri baráttu fyrir fullu sjálfstæði voru og óskor- uðum rétti vorum til alls landsins. í þeirri baráttu eigum vér ekki aðeins í höggi við erlent vald, heldur einnig við innlenda yfir- stétt, og má ekki á milh sjá, hvort er fjand- samlegra íslenzku fullveldi. Framundan í þessari baráttu eru átök, sem geta orðið mjög afdrifarík fyrir íslenzku þjóðina. Einn prófess- or við þennan skóla, sem einnig er þingmað- ur, hefur formlega á Alþingi spurt núverandi utanríkisráðherra og flugmálaráðherra, hvort þeir álitu, að segja beri nauðungarsamningn- um upp, strax og uppsagnarákvæði hans leyfa. Hvorugur þeirra treysti sér til að svara þess-

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.