Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.1947, Blaðsíða 36

Stúdentablaðið - 01.12.1947, Blaðsíða 36
30 STÚDENTABLAÐ að koma hér með bókmenntaþrugl — „á bókum hefir enginn lifað til lengdar. En nú er það komið fram, sem margir óttuðust heima, að hægt er iíka að rísa upp frá virkilegum dauða. Sýnist ráð aö gleðjast og reyna til þrautar, hvað þetta riki hefir upp á að bjóða. Er vandséð, hvort heldur á að kalla það Himnaríki eða Þurrkaríki." Stóðu nú margir fundarmenn upp og lýstu sig samþykkan síðasta ræðumanni. Varð Isleifur vinsæll af þessu. :— Ólafur Lárusson tjáði sig hafa áhuga á endurheimt íslenzku handritanna; yrði að snúa Dönum hughvarf. „Sýnist mér nú ærið dofnaður eldmóðurinn, sem fyllti hjörtu yðar 1947. Er nú ráð að bæta sprekum á eldinn.“ — Alexander Jóhannesson sagðist hafa lokið að fullu við rannsóknir sínar á frumtungu mannsins — „og vantar mig nú aðeins nokkurra árþúsunda gaml- an mann til þess að spjalla við.“ — Jón Steffensen áleit það fyrir iðjuleysingja eina að ráfa hér —• „og vil ég fara heim.“ — Og Pétur Sigurðsson vildi koma á fót happdrætti — „til þess að setja líf í tuskurnar; það væri hið eina nafnorð skylt sögn- inni að draga, sem látið væri óátalið í Himnaríki.“ Þegar hér var komið sögu, mælti fundarstjóri, að sú hefði orðið raunin á, sem hann óttaðist, að svo væri margt sinnið sem skinnið. Einsætt væri, að fundarmenn yrðu aldrei sammála á þessum grund- velli, einhvern breiðari farveg mætti finna, þar sem allir gætu unað sér. „Af eru nú hin gömlu íslenzku eyrun, ef engir girnast nú fríðar meyjar. (Heyr! var hrópað í kringum Björn Karel). Er það lítt þolanda — að vera sviptur öllum jarðneskum gæð- um, þar sem sýnt er, að hin himnesku geta ekki komið í þeirra stað. Þótt margt gengi á tréfótum á Islandi, skorti þar aldrei konur. Haldið nú ek!ii of fast í fræðidóminn, en hyggið að efninu. Veit ég, að yður mun þetta fyrir beztu verða.“ — Urðu Islendingar heyja stöðugt frelsisbaráttu Einn merkasti áfanginn í þeirri baráttu var stofnun EIMSKIPAFÉLAGS ÍSLANDS Vöxtur og viðgangur félagsins er mikilvægur þáttur í sjálf- stæðisbaráttu vorri. — Kjörorð allra Islendinga er því og verður: ALLT IVIEÐ EIMSKIP.

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.